„Forréttindi að fá að upplifa þennan leik“ Anton Ingi Leifsson skrifar 18. nóvember 2020 20:01 Lið Dusty CS:GO verður í eldlínunni á sunnudagskvöldið. Ásbjörn Daníel Ásbjörnsson, eigandi Dusty, er spenntur fyrir sunnudagskvöldinu en á sunnudagskvöldið mætast Dusty og Hafið í úrslitaleik Vodafone-deildarinnar í CS:GO. Það er mikil spenna í rafíþróttaheiminum enda tvö bestu lið landsins þarna að mætast og leikur sem einhverjir hafa beðið eftir í nærri tvö ár. „Það er mikill spenningur. Ég hefði helst viljað að leikurinn færi fram fyrir fullum bíósal eins og síðast en það er auðvitað ekki hægt. Mínir menn hafa verið duglegir að undirbúa sig og eru meira en klárir í verkefnið sem bíður,“ sagði Ásbjörn. Það má með sanni segja að Ásbjörn þekki bæði lið ansi vel. Leikmenn Hafsins hafa áður fyrr spilað fyrir Dusty en aðspurður segir Ásbjörn leikinn ekkert sérstakan fyrir sig, því hann verði ekki í brennidepli. „Ég veit ekki hvort ég geti sagt að það sé einhver extra spenna í mér frekar en öðrum, enda snýst þessi leikur lítið um mig persónulega. Sem áhorfandi er ég bara gífurlega spenntur að fylgjast með. Þetta eru ekki bara tvö bestu lið landsins mætast, heldur má færa rök fyrir því að þetta séu einfaldlega tíu stærstu leikmenn landsins í sportinu að fara að spila á móti hvorum öðrum. Það eru bara forréttindi út af fyrir sig að fá að upplifa þannig leik.“ „Mótherjana þekki ég auðvitað ágætlega enda voru þeir flestir að spila undir okkar merkjum fyrir ekki svo löngu síðan. Við ákváðum hinsvegar að taka smá stefnubreytingu og tókum inn yngri kjarna af gífurlega flottum strákum sem hafa svo sannarlega sýnt að þeir séu verkefninu vaxnir. Það hefur verið rosalega gefandi og skemmtilegt að fylgjast með þeim vaxa og dafna á sínu sviði. “ „Félagið vill reyna að útvega þessum strákum öll þau nauðsynlegu tól sem þarf til að geta skarað fram úr í sportinu á heimsvísu, hvort sem það tengist líkamlegu eða andlegu hliðinni. Síðan er það á herðum okkar stjórnenda að útvega þessum strákum nægileg verkefni, sérstaklega á erlendri grundu, til að þeir geti blómstrað. Það er margt í pípunum í þeim efnum, vonandi eitthvað sem hægt verður að deila með alþjóð fljótlega.“ Stærsti titill sem hægt er að vinna í íslenskum rafíþróttum Ásbjörn er ekkert að fjölyrða hvað sé undir á sunnudaginn. „Þetta er stærsti titill sem hægt er að vinna í íslenskum rafíþróttum, þannig auðvitað er ansi mikið undir. En eins og ég segi, þá tel ég okkur hafa það sem til þarf að sigla þessu heim.“ Dusty hefur verið að vaxa ört síðustu ár en 2020 er fyrsta heila árið hjá félaginu. Ásbjörn segir að þetta sé einfaldlega hefðbundið íþróttafélag sem vilji skila atvinnumönnum til stærri liða, sem Dusty nú þegar hefur gert. „Starfsemin svipar í grunninn að einhverju leiti til hefðbundins íþróttafélags. Það starfa hjá okkur leikmenn og þjálfarar sem eiga það sameiginlegt að skara fram úr á landsvísu. 2020 er okkar fyrsta heila rekstrarár, en verkefnið byrjaði um mitt árið 2019 og við erum gríðarlega sáttir við þann stað sem við erum á. Við erum komnir með League of Legends liðið okkar á afskaplega eftirsóknarverðan stað, við hlið nokkurra af stærstu rafíþróttaliðum Evrópu, í NLC (Northern League of Legends Championship) mótaröðinni. En fyrirkomulagið í þeirri keppni svipar mjög mikið til íþróttadeildanna í Bandaríkjunum, þar sem liðin eru nokkurskonar „partner“ í deildinni og fá þ.a.l. tekjur af henni.“ „Samhliða þessu höfum við verið að skila leikmönnum og þjálfurum í erlend stórlið, nú síðast þegar þjálfari frá okkur skrifaði undir hjá Cloud 9. Til að setja það í samhengi, þá mat Forbes Cloud 9 á 400 milljónir dollara í nóvember í fyrra. Það er síðan bara algjör plús að samhliða vextinum okkar erlendis hefur senan hér heima gjörsamlega sprungið út og áhuginn á rafíþróttum aldrei verið meiri, þá sérstaklega á CS:GO.“ Ásbjörn segir að deildin hafi spilast eins og hann hafi átt von á. Að lokum báðum við hann einnig að setja viðureignina á sunnudaginn í nokkur orð. „Já, ætli það ekki. Ég bjóst við að sjá KR eða Hafið mæta okkur í úrslitunum. Það er eitthvað sem segir mér að við séum að fara verða vitni að úrslitaleik sem verður lengi talað um. Það er mikil saga á bakvið viðureignir þessara beggja liða og hafa rimmurnar oft ráðist á litlum smáatriðum. Þannig það telur rosalega mikið, í viðureign sem þessari, að vera vel undirbúinn og hafa hausinn rétt skrúfaðan á,“ sagði Ásbjörn að lokum. Viðureign Hafsins og Dusty verður í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport á sunnudagskvöldið. Hefst útsendingin klukkan 18.00. Rafíþróttir Dusty Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Sjá meira
Ásbjörn Daníel Ásbjörnsson, eigandi Dusty, er spenntur fyrir sunnudagskvöldinu en á sunnudagskvöldið mætast Dusty og Hafið í úrslitaleik Vodafone-deildarinnar í CS:GO. Það er mikil spenna í rafíþróttaheiminum enda tvö bestu lið landsins þarna að mætast og leikur sem einhverjir hafa beðið eftir í nærri tvö ár. „Það er mikill spenningur. Ég hefði helst viljað að leikurinn færi fram fyrir fullum bíósal eins og síðast en það er auðvitað ekki hægt. Mínir menn hafa verið duglegir að undirbúa sig og eru meira en klárir í verkefnið sem bíður,“ sagði Ásbjörn. Það má með sanni segja að Ásbjörn þekki bæði lið ansi vel. Leikmenn Hafsins hafa áður fyrr spilað fyrir Dusty en aðspurður segir Ásbjörn leikinn ekkert sérstakan fyrir sig, því hann verði ekki í brennidepli. „Ég veit ekki hvort ég geti sagt að það sé einhver extra spenna í mér frekar en öðrum, enda snýst þessi leikur lítið um mig persónulega. Sem áhorfandi er ég bara gífurlega spenntur að fylgjast með. Þetta eru ekki bara tvö bestu lið landsins mætast, heldur má færa rök fyrir því að þetta séu einfaldlega tíu stærstu leikmenn landsins í sportinu að fara að spila á móti hvorum öðrum. Það eru bara forréttindi út af fyrir sig að fá að upplifa þannig leik.“ „Mótherjana þekki ég auðvitað ágætlega enda voru þeir flestir að spila undir okkar merkjum fyrir ekki svo löngu síðan. Við ákváðum hinsvegar að taka smá stefnubreytingu og tókum inn yngri kjarna af gífurlega flottum strákum sem hafa svo sannarlega sýnt að þeir séu verkefninu vaxnir. Það hefur verið rosalega gefandi og skemmtilegt að fylgjast með þeim vaxa og dafna á sínu sviði. “ „Félagið vill reyna að útvega þessum strákum öll þau nauðsynlegu tól sem þarf til að geta skarað fram úr í sportinu á heimsvísu, hvort sem það tengist líkamlegu eða andlegu hliðinni. Síðan er það á herðum okkar stjórnenda að útvega þessum strákum nægileg verkefni, sérstaklega á erlendri grundu, til að þeir geti blómstrað. Það er margt í pípunum í þeim efnum, vonandi eitthvað sem hægt verður að deila með alþjóð fljótlega.“ Stærsti titill sem hægt er að vinna í íslenskum rafíþróttum Ásbjörn er ekkert að fjölyrða hvað sé undir á sunnudaginn. „Þetta er stærsti titill sem hægt er að vinna í íslenskum rafíþróttum, þannig auðvitað er ansi mikið undir. En eins og ég segi, þá tel ég okkur hafa það sem til þarf að sigla þessu heim.“ Dusty hefur verið að vaxa ört síðustu ár en 2020 er fyrsta heila árið hjá félaginu. Ásbjörn segir að þetta sé einfaldlega hefðbundið íþróttafélag sem vilji skila atvinnumönnum til stærri liða, sem Dusty nú þegar hefur gert. „Starfsemin svipar í grunninn að einhverju leiti til hefðbundins íþróttafélags. Það starfa hjá okkur leikmenn og þjálfarar sem eiga það sameiginlegt að skara fram úr á landsvísu. 2020 er okkar fyrsta heila rekstrarár, en verkefnið byrjaði um mitt árið 2019 og við erum gríðarlega sáttir við þann stað sem við erum á. Við erum komnir með League of Legends liðið okkar á afskaplega eftirsóknarverðan stað, við hlið nokkurra af stærstu rafíþróttaliðum Evrópu, í NLC (Northern League of Legends Championship) mótaröðinni. En fyrirkomulagið í þeirri keppni svipar mjög mikið til íþróttadeildanna í Bandaríkjunum, þar sem liðin eru nokkurskonar „partner“ í deildinni og fá þ.a.l. tekjur af henni.“ „Samhliða þessu höfum við verið að skila leikmönnum og þjálfurum í erlend stórlið, nú síðast þegar þjálfari frá okkur skrifaði undir hjá Cloud 9. Til að setja það í samhengi, þá mat Forbes Cloud 9 á 400 milljónir dollara í nóvember í fyrra. Það er síðan bara algjör plús að samhliða vextinum okkar erlendis hefur senan hér heima gjörsamlega sprungið út og áhuginn á rafíþróttum aldrei verið meiri, þá sérstaklega á CS:GO.“ Ásbjörn segir að deildin hafi spilast eins og hann hafi átt von á. Að lokum báðum við hann einnig að setja viðureignina á sunnudaginn í nokkur orð. „Já, ætli það ekki. Ég bjóst við að sjá KR eða Hafið mæta okkur í úrslitunum. Það er eitthvað sem segir mér að við séum að fara verða vitni að úrslitaleik sem verður lengi talað um. Það er mikil saga á bakvið viðureignir þessara beggja liða og hafa rimmurnar oft ráðist á litlum smáatriðum. Þannig það telur rosalega mikið, í viðureign sem þessari, að vera vel undirbúinn og hafa hausinn rétt skrúfaðan á,“ sagði Ásbjörn að lokum. Viðureign Hafsins og Dusty verður í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport á sunnudagskvöldið. Hefst útsendingin klukkan 18.00.
Rafíþróttir Dusty Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Sjá meira