Fékk óþægilegar sendingar og menn að banka upp á Stefán Árni Pálsson skrifar 20. nóvember 2020 07:01 Selma Björnsdóttir varð landsþekkt á einni nóttu árið 1999 þegar hún varð fyrsti Íslendingurinn til að lenda í öðru sæti í Eurovision. Vísir/Sylvía Hall Selma Björnsdóttir er söngkona, leikkona, leikstjóri og margt fleira. Það má með sanni segja að hún hafi komið Íslandi á Eurovision-kortið þegar hún söng All Out Of Luck árið 1999 og hafnaði í öðru sæti keppninnar í Ísrael. Selma er í raun súperstjarna í Eurovision-heiminum. Selma ræðir við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk og fer þar um víðan völl í spjallinu. Selma segir að hún hafi orðið mjög fræg á einni nóttu eftir keppnina í Jerúsalem árið 1999. „Þegar maður lendir í öðru sæti og það er í fyrsta sinn sem það gerist þá upplifði maður frægð sem er alveg óþægileg og ég kunni ekki við hana. Þetta kom mér svo að óvörum. Þetta var ekki eitthvað sem ég hafði verið að byggja upp, heldur gerðist þetta á einni nóttu,“ segir Selma en hún gerði sér engar vonir um að ná árangri í keppninni áður en hópurinn flaug út. Bankað upp á hjá mömmu og pabba „Svo kemur maður heim og það fór bara allt á hliðina. Það lágu börn á glugganum hjá manni og svo fékk maður allskonar skrýtnar sendingar, óþægilegar sendingar. Einhverjar jesúmyndir með málningateipi yfir og dúlkóðaðir diskar. Svo voru menn sem vildu láta ættleiða sig og einhverjir skrýtnir menn að banka upp á hjá mömmu minni. Ég var með lögheimili hjá mömmu og pabba en bjó inni hjá kærastanum mínum þarna. Það sem mér fannst verst var að ég hætti að fara í sund. Ég fer í dag svona fimm sinnum í viku. Þarna var það eiginlega ekki hægt. Það var starað á mann þegar maður var með sápuna í hárinu í sturtunni alveg berskjaldaður,“ segir Selma og bætir við að þetta ástand hafi varað í um eitt ár. Selma ræddi við Snæbjörn Ragnarsson um lífið og tilveruna. Selma segir í þættinum að hún hafi í gegnum tíðina þurft að takast á við kvíða. „Þetta er rosalegur sjálfsefi og frammistöðukvíði. Þetta er svo nátengt því að maður er svo mikill fullkomnunarsinni. Ég get verið með mikinn framkomukvíða og hann bara kemur þegar hann kemur og ég veit ekkert hvenær hann kemur. Ég hef lært að lifa með honum og leyfa honum ekki að taka of mikið pláss.“ Skilur ekki hvernig hún náði að klára Selma segist hafa fengið gríðarlega mikið kvíðakast í miðju lagi á jólatónleikum Siggu Beinteins í Eldborg um árið. „Það var bara það versta sem ég hef upplifað. Ég byrja lagið og svo bara leið mér eins og ég hefði verið tekin kverkataki og byrjaði öll að skjálfa og hjartslátturinn upp úr öllu og það kom svona suð í eyrun og ég skil eiginlega ekki af hverju ég stoppaði ekki. Ég kláraði lagið og ég man síðan þegar ég kom af sviðinu var ég gjörsamlega búin á því, þetta kom bara eins og þruma úr heiðskýru lofti.“ Selma kom víða við í þættinum og í ljós kom að hún er sjúk í Dolly Parton og kántrýtónlist. Hún ræddi störf sín sem athafnastjóri hjá Siðmennt en hún elskar að gefa fólk saman eða börnum nöfn. Að fá að taka þátt í yndislegum augnablikum í lífi fólks. Vildi verða lögfræðingur eins og Matlock Þá ræddi hún störf sín við leikaraval, leikstjórn og veislustjórn. Hún upplýsti að hún hefði átt sér draum um að verða lögfræðingur eins og Matlock og að hún hefði aldrei tekið þátt í söngleikjunum í Verzló. Á lokaárinu lét hún þó til leiðast að taka þátt í Vælinu, og vann. Selma sagðist nýlega hafa tekið ákvörðun um að gerast útivistarmanneskja þótt henni fyndist hundleiðinlegt að labba upp í móti. Hún hefði hins vegar gott af því, eins og aðrir, og dásamaði útivistarferðir sínar í íslenskri náttúru þar sem Fimmvörðuháls, Laugavegur og Hornstrandir hafa komið við sögu. Í framtíðinni segist hún stefna á búsetu á Ítalíu og að dansa salsa á draumkenndum kvöldum erlendis. Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Selma Björnsdóttir er söngkona, leikkona, leikstjóri og margt fleira. Það má með sanni segja að hún hafi komið Íslandi á Eurovision-kortið þegar hún söng All Out Of Luck árið 1999 og hafnaði í öðru sæti keppninnar í Ísrael. Selma er í raun súperstjarna í Eurovision-heiminum. Selma ræðir við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk og fer þar um víðan völl í spjallinu. Selma segir að hún hafi orðið mjög fræg á einni nóttu eftir keppnina í Jerúsalem árið 1999. „Þegar maður lendir í öðru sæti og það er í fyrsta sinn sem það gerist þá upplifði maður frægð sem er alveg óþægileg og ég kunni ekki við hana. Þetta kom mér svo að óvörum. Þetta var ekki eitthvað sem ég hafði verið að byggja upp, heldur gerðist þetta á einni nóttu,“ segir Selma en hún gerði sér engar vonir um að ná árangri í keppninni áður en hópurinn flaug út. Bankað upp á hjá mömmu og pabba „Svo kemur maður heim og það fór bara allt á hliðina. Það lágu börn á glugganum hjá manni og svo fékk maður allskonar skrýtnar sendingar, óþægilegar sendingar. Einhverjar jesúmyndir með málningateipi yfir og dúlkóðaðir diskar. Svo voru menn sem vildu láta ættleiða sig og einhverjir skrýtnir menn að banka upp á hjá mömmu minni. Ég var með lögheimili hjá mömmu og pabba en bjó inni hjá kærastanum mínum þarna. Það sem mér fannst verst var að ég hætti að fara í sund. Ég fer í dag svona fimm sinnum í viku. Þarna var það eiginlega ekki hægt. Það var starað á mann þegar maður var með sápuna í hárinu í sturtunni alveg berskjaldaður,“ segir Selma og bætir við að þetta ástand hafi varað í um eitt ár. Selma ræddi við Snæbjörn Ragnarsson um lífið og tilveruna. Selma segir í þættinum að hún hafi í gegnum tíðina þurft að takast á við kvíða. „Þetta er rosalegur sjálfsefi og frammistöðukvíði. Þetta er svo nátengt því að maður er svo mikill fullkomnunarsinni. Ég get verið með mikinn framkomukvíða og hann bara kemur þegar hann kemur og ég veit ekkert hvenær hann kemur. Ég hef lært að lifa með honum og leyfa honum ekki að taka of mikið pláss.“ Skilur ekki hvernig hún náði að klára Selma segist hafa fengið gríðarlega mikið kvíðakast í miðju lagi á jólatónleikum Siggu Beinteins í Eldborg um árið. „Það var bara það versta sem ég hef upplifað. Ég byrja lagið og svo bara leið mér eins og ég hefði verið tekin kverkataki og byrjaði öll að skjálfa og hjartslátturinn upp úr öllu og það kom svona suð í eyrun og ég skil eiginlega ekki af hverju ég stoppaði ekki. Ég kláraði lagið og ég man síðan þegar ég kom af sviðinu var ég gjörsamlega búin á því, þetta kom bara eins og þruma úr heiðskýru lofti.“ Selma kom víða við í þættinum og í ljós kom að hún er sjúk í Dolly Parton og kántrýtónlist. Hún ræddi störf sín sem athafnastjóri hjá Siðmennt en hún elskar að gefa fólk saman eða börnum nöfn. Að fá að taka þátt í yndislegum augnablikum í lífi fólks. Vildi verða lögfræðingur eins og Matlock Þá ræddi hún störf sín við leikaraval, leikstjórn og veislustjórn. Hún upplýsti að hún hefði átt sér draum um að verða lögfræðingur eins og Matlock og að hún hefði aldrei tekið þátt í söngleikjunum í Verzló. Á lokaárinu lét hún þó til leiðast að taka þátt í Vælinu, og vann. Selma sagðist nýlega hafa tekið ákvörðun um að gerast útivistarmanneskja þótt henni fyndist hundleiðinlegt að labba upp í móti. Hún hefði hins vegar gott af því, eins og aðrir, og dásamaði útivistarferðir sínar í íslenskri náttúru þar sem Fimmvörðuháls, Laugavegur og Hornstrandir hafa komið við sögu. Í framtíðinni segist hún stefna á búsetu á Ítalíu og að dansa salsa á draumkenndum kvöldum erlendis. Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“