Það var hiti í mönnum á æfingu Arsenal á föstudaginn var. David Luiz og Dani Ceballas var heitt í hamsi og lentu í handaáflogum.
The Athletic greinir frá þessu en þeir leikmenn sem ekki voru með landsliðum sínum spiluðu æfingaleik á föstudaginn. Skipt var í tvö lið og spilað.
Það gekk ekki betur en svo að Ceballos á að hafa tæklað varnarmanninn Luiz illa. Eftir kampinn lét Luiz miðjumanninn heyra það og endaði á því að slá hann í höfuðið.
Arsenal in training bust-up with David Luiz 'hitting Dani Ceballos on the nose and drawing blood' https://t.co/ZVcx2pV1IQ pic.twitter.com/s9dCwSFsQK
— MailOnline Sport (@MailSport) November 19, 2020
Ceballas féll til jarðar blóðugur áður en hann steig aftur á fætur og ætlaði að hjóla í Luiz. Liðsfélagarnir voru þó fljótir til og stöðvuðu slagsmálin.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, sendi svo leikmennina báða heim en er leikmennirnir snéru til baka á æfingar Arsenal í þessari viku eiga þeir að hafa beðist afsökunar á framferði sínu.
Arsenal spilar við Leeds á útivelli á sunnudaginn.