Gæi hetja þegar bjart bál blasti við hjónum í Kópavogi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2020 21:19 Jóhannes tók þessa mynd á meðan beðið var eftir slökkviliðinu. Þarna var eldurinn nálægt því að ná hámarki. Jóhannes Örn Ævarsson Hjónum í Fagrahjalla í Kópavogi var verulega brugðið um þrjúleytið í nótt þegar þau áttuðu sig á því að bjart bál var á lóð þeirra. Heitur pottur, garðskúr og skjólveggir stóðu í ljósum logum. Eldsupptök eru ókunn en tæknideild lögreglu er með málið til rannsóknar. Kötturinn Gæi átti sinn þátt í því hjónin komust út áður en eldurinn náði hámarki. Slökkvilið tjáði hjónunum að aðeins munaði nokkrum mínútum á því að kviknaði í húsinu. Jóhannes Ævarsson, íbúi í Fagrahjalla, segir að árið 2020 haldi áfram að koma sér á óvart. Tíu rúður brotnuðu „Það var ansi óþægilegt að vakna uppúr þrjú í nótt og sjá að heiti potturinn, garðskúr og skjólveggir voru í björtu báli,“ segir Jóhannes í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann þakkar slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, úr starfstöðinni í Hafnarfirði sem voru fyrstir á staðinn, að ekki fór verr. Húsið hafi sloppið svo til óskemt að innan. Frá vinnu slökkvliðsins í nótt.Jóhannes Örn Ævarsson „Flest sem var á pallinum brann, 10 rúður brotnuðu, 1 gluggi, þakkantur og rennur farið en ótrúlegt að ekkert sót komst inn en það munaði bara örfáum mínútum sagði slökviliðsmaður að eldurinn kæmist inn. Við erum því mjög heppin að ekki fór verr og berum okkur vel.“ Jóhannes segir að því miður hafi nokkrar rúður brotnað í húsi nágranna í nótt en íbúar í nærliggjandi húsum yfirgáfu hús sín sömuleiðis í nótt enda stutt á milli húsa í götunni. Jóhann þakkar grönnum sínum fyrir aðstoð og samhug í nótt. Gott sé að eiga góða granna. „Helvítis læti“ í kettinum Svo virðist sem köttur þeirra hjóna, sem ber hið gæjalega nafn Gæi, hafi reynst betri en enginn í nótt. Jóhannes segir konu sína þakka kettinum fyrir að hafa vakið sig en sjálfur segist hann reyndar hafa verið vaknaður. Hann hafi hins vegar ekki áttað sig á því að eldur hafi verið fyrir utan húsið. Jóhannes er þakklátur fyrir að ekki fór verr. Jóhannes Örn Ævarsson „Hann kemur einstaka sinnum upp í á milli til okkar, ekki oft, en gerði það í nótt. Ég vaknaði alveg við það og lá svo sem vakandi. Svo verð ég var við það að konan veltir sé eitthvað og rekur höndina í köttinn sem stekkur upp og fram. Það þarf stundum ekkert mikið að koma við hann til að hann stökkvi fram,“ segir Jóhannes. Kona hans hafi vaknað við einhver „helvítis læti“ í kettinum. Hún heyri eitthvað snark en Jóhannes er sjálfur smiður og segir heyrnina ekki batna með árunum við þá iðju. Jóhannes ákvað að fara fram á snyrtinguna fyrst hann var vaknaður, leit út um gluggann og við honum blasti bál. Fór eins vel og farið gat miðað við aðstæður Jóhannes segist strax hafa hringt í Neyðarlínuna og þau hjónin komið sér út. Eldurinn hafi ekki náð hápunkti þarna og hann hafi reynt að slökkva í einhverju með garðslöngu til að byrja með. Það hafi fljótt reynst vonlaust. Slökkviliðið kom eftir um fimmtán mínútur að sögn Jóhannesar og þá var eldurinn orðinn töluvert mikill. Pallurinn og potturinn eru rústir einar.Jóhannes Örn Ævarsson Aðspurður hvort Gæi hafi reynst hetja segir Jóhannes á léttum nótum: „Þessi djöflagangur flýtti allavega fyrir að við vöknuðum.“ Eldurinn hafi aðeins komist í þakið svo það sé smá tjón á húsinu. Skjólveggur, heitur pottur, garðhúsgögn og pallurinn eru rústir einar. Ekkert sót hafi komist inn í húsið. „Þetta fór eins vel og það gat farið miðað við hvernig það leit út.“ Slökkvilið Kópavogur Dýr Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira
Hjónum í Fagrahjalla í Kópavogi var verulega brugðið um þrjúleytið í nótt þegar þau áttuðu sig á því að bjart bál var á lóð þeirra. Heitur pottur, garðskúr og skjólveggir stóðu í ljósum logum. Eldsupptök eru ókunn en tæknideild lögreglu er með málið til rannsóknar. Kötturinn Gæi átti sinn þátt í því hjónin komust út áður en eldurinn náði hámarki. Slökkvilið tjáði hjónunum að aðeins munaði nokkrum mínútum á því að kviknaði í húsinu. Jóhannes Ævarsson, íbúi í Fagrahjalla, segir að árið 2020 haldi áfram að koma sér á óvart. Tíu rúður brotnuðu „Það var ansi óþægilegt að vakna uppúr þrjú í nótt og sjá að heiti potturinn, garðskúr og skjólveggir voru í björtu báli,“ segir Jóhannes í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann þakkar slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, úr starfstöðinni í Hafnarfirði sem voru fyrstir á staðinn, að ekki fór verr. Húsið hafi sloppið svo til óskemt að innan. Frá vinnu slökkvliðsins í nótt.Jóhannes Örn Ævarsson „Flest sem var á pallinum brann, 10 rúður brotnuðu, 1 gluggi, þakkantur og rennur farið en ótrúlegt að ekkert sót komst inn en það munaði bara örfáum mínútum sagði slökviliðsmaður að eldurinn kæmist inn. Við erum því mjög heppin að ekki fór verr og berum okkur vel.“ Jóhannes segir að því miður hafi nokkrar rúður brotnað í húsi nágranna í nótt en íbúar í nærliggjandi húsum yfirgáfu hús sín sömuleiðis í nótt enda stutt á milli húsa í götunni. Jóhann þakkar grönnum sínum fyrir aðstoð og samhug í nótt. Gott sé að eiga góða granna. „Helvítis læti“ í kettinum Svo virðist sem köttur þeirra hjóna, sem ber hið gæjalega nafn Gæi, hafi reynst betri en enginn í nótt. Jóhannes segir konu sína þakka kettinum fyrir að hafa vakið sig en sjálfur segist hann reyndar hafa verið vaknaður. Hann hafi hins vegar ekki áttað sig á því að eldur hafi verið fyrir utan húsið. Jóhannes er þakklátur fyrir að ekki fór verr. Jóhannes Örn Ævarsson „Hann kemur einstaka sinnum upp í á milli til okkar, ekki oft, en gerði það í nótt. Ég vaknaði alveg við það og lá svo sem vakandi. Svo verð ég var við það að konan veltir sé eitthvað og rekur höndina í köttinn sem stekkur upp og fram. Það þarf stundum ekkert mikið að koma við hann til að hann stökkvi fram,“ segir Jóhannes. Kona hans hafi vaknað við einhver „helvítis læti“ í kettinum. Hún heyri eitthvað snark en Jóhannes er sjálfur smiður og segir heyrnina ekki batna með árunum við þá iðju. Jóhannes ákvað að fara fram á snyrtinguna fyrst hann var vaknaður, leit út um gluggann og við honum blasti bál. Fór eins vel og farið gat miðað við aðstæður Jóhannes segist strax hafa hringt í Neyðarlínuna og þau hjónin komið sér út. Eldurinn hafi ekki náð hápunkti þarna og hann hafi reynt að slökkva í einhverju með garðslöngu til að byrja með. Það hafi fljótt reynst vonlaust. Slökkviliðið kom eftir um fimmtán mínútur að sögn Jóhannesar og þá var eldurinn orðinn töluvert mikill. Pallurinn og potturinn eru rústir einar.Jóhannes Örn Ævarsson Aðspurður hvort Gæi hafi reynst hetja segir Jóhannes á léttum nótum: „Þessi djöflagangur flýtti allavega fyrir að við vöknuðum.“ Eldurinn hafi aðeins komist í þakið svo það sé smá tjón á húsinu. Skjólveggur, heitur pottur, garðhúsgögn og pallurinn eru rústir einar. Ekkert sót hafi komist inn í húsið. „Þetta fór eins vel og það gat farið miðað við hvernig það leit út.“
Slökkvilið Kópavogur Dýr Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira