„Þetta er auðvitað bara eftirfylgniskýrsla“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 19:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Illa hefur verið brugðist við tillögum sem miða að því að draga úr spillingu innan stjórnsýslu lögreglunnar, samkvæmt nýrri skýrslu. Samtök ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, GRECO, gerðu fyrir tveimur árum átján tillögur að aðgerðum sem talið var að íslensk stjórnvöld þyrftu að ráðast í til að sporna við spillingu. Í nýrri skýrslu er farið yfir skýrslu stjórnvalda. Þar segir að orðið hafi við fjórum tillögum með fullnægjandi hætti og sjö að hluta. Ekki hafi verið brugðist við öðrum sjö. Forsætisráðherra telur stjórnvöld þó hafa sýnt ríkan vilja til að ráðast í umbætur. „Ég nefni sérstaklega ný upplýsingalög, lög um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds og svo lög um uppljóstrara,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkan vilja til að ráðast í umbætur.Vísir/Vilhelm Nær allar eða sex af sjö tillögum lúta að lögreglumálum. Dómsmálaráðherra hafnar því að í því felist einhvers konar áfellisdómur yfir dómsmálaráðuneytinu. „Þetta er auðvitað bara eftirfylgniskýrsla og við höfðum fleiri mánuði til að klára þessi tilmæli sem þarna koma fram. Lögregluráði var til dæmis komið á fótinn í byrjun ársins til að efla þetta innra samstarf og samhæfa störf lögreglunnar, svo hún komi í auknum mæli fram sem ein liðsheild,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Í fyrri skýrslu kom fram að pólitískar tengingar geti haft truflandi áhrif á störf lögreglu. Samtökin segja vanta skýr og gagnsæ viðmið þegar ákvörðun er tekin um að endurnýja ekki skipanir. Skortur á þessu og fastur fimm ára skipunartími auki hættuna á pólitískum áhrifum. Áslaug Arna hefur skipað fimm lögreglustjóra auk ríkislögreglustjóra frá því hún tók við embætti dómsmálaráðherra. „Lögregla er algjörlega sjálfstæð í sínum aðgerðum þótt hún starfi í umboði dómsmálaráðherra.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Illa hefur verið brugðist við tillögum sem miða að því að draga úr spillingu innan stjórnsýslu lögreglunnar, samkvæmt nýrri skýrslu. Samtök ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, GRECO, gerðu fyrir tveimur árum átján tillögur að aðgerðum sem talið var að íslensk stjórnvöld þyrftu að ráðast í til að sporna við spillingu. Í nýrri skýrslu er farið yfir skýrslu stjórnvalda. Þar segir að orðið hafi við fjórum tillögum með fullnægjandi hætti og sjö að hluta. Ekki hafi verið brugðist við öðrum sjö. Forsætisráðherra telur stjórnvöld þó hafa sýnt ríkan vilja til að ráðast í umbætur. „Ég nefni sérstaklega ný upplýsingalög, lög um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds og svo lög um uppljóstrara,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkan vilja til að ráðast í umbætur.Vísir/Vilhelm Nær allar eða sex af sjö tillögum lúta að lögreglumálum. Dómsmálaráðherra hafnar því að í því felist einhvers konar áfellisdómur yfir dómsmálaráðuneytinu. „Þetta er auðvitað bara eftirfylgniskýrsla og við höfðum fleiri mánuði til að klára þessi tilmæli sem þarna koma fram. Lögregluráði var til dæmis komið á fótinn í byrjun ársins til að efla þetta innra samstarf og samhæfa störf lögreglunnar, svo hún komi í auknum mæli fram sem ein liðsheild,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Í fyrri skýrslu kom fram að pólitískar tengingar geti haft truflandi áhrif á störf lögreglu. Samtökin segja vanta skýr og gagnsæ viðmið þegar ákvörðun er tekin um að endurnýja ekki skipanir. Skortur á þessu og fastur fimm ára skipunartími auki hættuna á pólitískum áhrifum. Áslaug Arna hefur skipað fimm lögreglustjóra auk ríkislögreglustjóra frá því hún tók við embætti dómsmálaráðherra. „Lögregla er algjörlega sjálfstæð í sínum aðgerðum þótt hún starfi í umboði dómsmálaráðherra.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira