„Fólk er bara hrætt við okkur af því að við erum konur og við erum margar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. nóvember 2020 10:00 Þuríður Blær hefur slegið í gegn sem leikari og rappari síðastliðin ár. vísir/vilhelm Þuríður Blær Jóhannsdóttir hefur slegið í gegn í vetur í þáttunum Ráðherrann sem var á dagskrá RÚV. Það leikur hún aðstoðarkonu forsætisráðherra sem glímir við geðhvarfasýki. Þuríður hefur fengið góða dóma fyrir sitt hlutverk en hún hefur verið leikkona hér á landi í nokkur ár. Einnig hefur Þuríður slegið í gegn á tónlistarsviðinu með sveitinni Reykjavíkurdætur. Þuríður Blær er gestur vikunnar í Einkalífinu en hún hefur verið í rappsveitinni Reykjavíkurdætur frá upphafi og er einn af stofnendum bandsins. Hún segir að hljómsveitin hafi í raun orðið til fyrir slysni, eða í það minnsta nafnið. Nokkrar ungar konur fóru af stað með reglulega kvöld á skemmtistöðum borgarinnar sem gengu undir nafninu Rappkonukvöld eða til að auglýsa slíkt kvöld gáfu þær út lagið Reykjavíkurdætur. Þannig kom nafnið til. „Á þessum sjö árum hefur þetta þróast í mismunandi áttir en í dag erum við bara hljómsveit,“ segir Þuríður en bandið hefur stundum verið á milli tannanna á fólki og fyrir misjafnar ástæður. Blær fékk spurninguna, af hverju bandið virðist stuða einhverja hópa hér á landi? „Já, þetta er hin eilífðar spurning sem ég á eiginlega erfitt með að svara. Ég vil meina að þetta sé vegna þess að við erum forrituð til þess að hlutgera konur. Allt sem konur eiga að gera á að vera fyrir karlmenn. Reykjavíkurdætur hafa alltaf viljað gera fyrir ekki neinn annan en sjálfan sig. Það er svo margt sem við höfum gert sem stuðar fólk og ég hef heyrt fólk segja, þetta var nú alveg rosalega yfirgengilegt þarna í Gísla Marteini og ég svara, já sást þú það? Nei, nei ég horfði ekkert. Já, þú veist bara að við vorum stuðandi? Fólk er bara hrætt við okkur af því að við erum konur og við erum margar saman og þar er eins og við séum á mót körlum.“ Erum frekar dýrar Hún segir að það sé heldur betur einkennilegt þar sem það séu mjög margar sveitir á Íslandi sem séu bara með karlmenn innanborðs. Reykjavíkurdætur hafa mikið verði bókaðar erlendis á tónlistarhátíðir en stundum hefur komið upp sú umræða að sveitin sé mun minna bókuð innanlands. „Við vorum bókaðar rosalega mikið hér á landi þegar við vorum að byrja og það var svolítið mikið þannig að fólk hélt að við værum svolítið fyrir börnin og fólk var síðan svolítið vonsvikið þegar við vorum ekki alveg þar. Fólk veit kannski ekki alveg við hverjum má búast af okkur, en það hefur alveg verið reynt að bóka okkur upp á síðkastið en það er svolítið erfitt því við erum frekar dýrar því við erum svo margar. Sérstaklega þegar verið er að reyna fylla upp í einhvern kynjakvóta þá er auðveldara að velja bara eina konu í stað þess að bóka níu. Í útlöndum er þetta öðruvísi því þar er meiri peningur. Það er held ég ástæðan í dag en á tímabili var fólk svolítið á móti okkur og vorum kannski ekki bókaðar út af því.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Blær einnig um leiklistina, hlutverk hennar í Ráðherranum og hvernig lífsreynsla það var að leika í slíku verkefni. Hún fer vel yfir meðgönguna og fæðinguna, samband hennar með Guðmundi Felixsyni og afana Felix Bergsson og Baldur Þórhallsson. Einnig ræðir hún um hvernig faðir hennar mótaði hana sem manneskju en hann var útigangsmaður í Reykjavík sem lést fyrir einu ári. Einkalífið Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Hneig niður í miðju lagi Tónlist Fleiri fréttir Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Sjá meira
Þuríður Blær Jóhannsdóttir hefur slegið í gegn í vetur í þáttunum Ráðherrann sem var á dagskrá RÚV. Það leikur hún aðstoðarkonu forsætisráðherra sem glímir við geðhvarfasýki. Þuríður hefur fengið góða dóma fyrir sitt hlutverk en hún hefur verið leikkona hér á landi í nokkur ár. Einnig hefur Þuríður slegið í gegn á tónlistarsviðinu með sveitinni Reykjavíkurdætur. Þuríður Blær er gestur vikunnar í Einkalífinu en hún hefur verið í rappsveitinni Reykjavíkurdætur frá upphafi og er einn af stofnendum bandsins. Hún segir að hljómsveitin hafi í raun orðið til fyrir slysni, eða í það minnsta nafnið. Nokkrar ungar konur fóru af stað með reglulega kvöld á skemmtistöðum borgarinnar sem gengu undir nafninu Rappkonukvöld eða til að auglýsa slíkt kvöld gáfu þær út lagið Reykjavíkurdætur. Þannig kom nafnið til. „Á þessum sjö árum hefur þetta þróast í mismunandi áttir en í dag erum við bara hljómsveit,“ segir Þuríður en bandið hefur stundum verið á milli tannanna á fólki og fyrir misjafnar ástæður. Blær fékk spurninguna, af hverju bandið virðist stuða einhverja hópa hér á landi? „Já, þetta er hin eilífðar spurning sem ég á eiginlega erfitt með að svara. Ég vil meina að þetta sé vegna þess að við erum forrituð til þess að hlutgera konur. Allt sem konur eiga að gera á að vera fyrir karlmenn. Reykjavíkurdætur hafa alltaf viljað gera fyrir ekki neinn annan en sjálfan sig. Það er svo margt sem við höfum gert sem stuðar fólk og ég hef heyrt fólk segja, þetta var nú alveg rosalega yfirgengilegt þarna í Gísla Marteini og ég svara, já sást þú það? Nei, nei ég horfði ekkert. Já, þú veist bara að við vorum stuðandi? Fólk er bara hrætt við okkur af því að við erum konur og við erum margar saman og þar er eins og við séum á mót körlum.“ Erum frekar dýrar Hún segir að það sé heldur betur einkennilegt þar sem það séu mjög margar sveitir á Íslandi sem séu bara með karlmenn innanborðs. Reykjavíkurdætur hafa mikið verði bókaðar erlendis á tónlistarhátíðir en stundum hefur komið upp sú umræða að sveitin sé mun minna bókuð innanlands. „Við vorum bókaðar rosalega mikið hér á landi þegar við vorum að byrja og það var svolítið mikið þannig að fólk hélt að við værum svolítið fyrir börnin og fólk var síðan svolítið vonsvikið þegar við vorum ekki alveg þar. Fólk veit kannski ekki alveg við hverjum má búast af okkur, en það hefur alveg verið reynt að bóka okkur upp á síðkastið en það er svolítið erfitt því við erum frekar dýrar því við erum svo margar. Sérstaklega þegar verið er að reyna fylla upp í einhvern kynjakvóta þá er auðveldara að velja bara eina konu í stað þess að bóka níu. Í útlöndum er þetta öðruvísi því þar er meiri peningur. Það er held ég ástæðan í dag en á tímabili var fólk svolítið á móti okkur og vorum kannski ekki bókaðar út af því.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Blær einnig um leiklistina, hlutverk hennar í Ráðherranum og hvernig lífsreynsla það var að leika í slíku verkefni. Hún fer vel yfir meðgönguna og fæðinguna, samband hennar með Guðmundi Felixsyni og afana Felix Bergsson og Baldur Þórhallsson. Einnig ræðir hún um hvernig faðir hennar mótaði hana sem manneskju en hann var útigangsmaður í Reykjavík sem lést fyrir einu ári.
Einkalífið Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Hneig niður í miðju lagi Tónlist Fleiri fréttir Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Sjá meira