Eðlileg sveifla milli daga sem ekki má túlka of sterkt Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 12:43 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og fjölgaði þannig um sex milli daga. Sóttvarnalæknir segir þó að um sé að ræða eðlilega dagbundna sveiflu. „Þetta eru bara sveiflur milli daga og ekkert sem við erum að túlka of sterkt. Flestir þarna eru í sóttkví, fjórir einstaklingar voru ekki í sóttkví, það er það sem við horfum mest á. Þetta eru bara tölur á svipuðu róli, þetta er ekkert sem við erum að túlka of sterkt,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Fólk passi sig fram yfir jól Framundan er helgi, auk þess sem jólin nálgast óðfluga og því má ætla að margir hyggi á verslunarferðir. Þórólfur segir að áfram sé biðlað til landsmanna að takmarka samgang sín á milli. „Auðvitað hefur maður ákveðnar áhyggjur af því að fólk fari að safnast eitthvað mikið saman og aðeins að sleppa fram af sér beislinu. Þess vegna biðlum við til fólks að gæta vel að sér, gæta vel að fjöldatakmörkunum sem eru í gangi og passi sig, þannig að við förum ekki að fá bakslag. Það er það sem við þurfum að vera að hamra á þessa dagana, og fram að jólum. Og yfir jólin eiginlega líka.“ Færri sýni hafa verið tekin í gær og fyrradag en dagana þar áður. Þórólfur segir að getan til sýnatöku sé enn sú sama og fækkunin stafi því annað hvort af því að fólk sé síður að mæta í sýnatöku eða að færri séu einfaldlega með einkenni. „Vonandi það síðarnefnda nú skýringin á því en við höldum áfram að hvetja alla sem eru með einkenni og minnsta grun um smit að mæta í sýnatöku.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tíu greindust innanlands Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sex af þeim voru í sóttkví við greiningu. 20. nóvember 2020 10:58 Efast um að þriðju bylgjuna megi rekja til frönsku ferðamannanna Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, setur spurningamerki við að tveir franskir ferðamenn sem komu til Íslands í ágúst og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi verið valdur að þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir hér á landi. 20. nóvember 2020 10:39 Sex erfiðir mánuðir bíða Evrópu vegna faraldursins Næstu sex mánuðir verða Evrópu erfiðir að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað á álfuna undanfarnar vikur og mánuði. 19. nóvember 2020 21:09 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og fjölgaði þannig um sex milli daga. Sóttvarnalæknir segir þó að um sé að ræða eðlilega dagbundna sveiflu. „Þetta eru bara sveiflur milli daga og ekkert sem við erum að túlka of sterkt. Flestir þarna eru í sóttkví, fjórir einstaklingar voru ekki í sóttkví, það er það sem við horfum mest á. Þetta eru bara tölur á svipuðu róli, þetta er ekkert sem við erum að túlka of sterkt,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Fólk passi sig fram yfir jól Framundan er helgi, auk þess sem jólin nálgast óðfluga og því má ætla að margir hyggi á verslunarferðir. Þórólfur segir að áfram sé biðlað til landsmanna að takmarka samgang sín á milli. „Auðvitað hefur maður ákveðnar áhyggjur af því að fólk fari að safnast eitthvað mikið saman og aðeins að sleppa fram af sér beislinu. Þess vegna biðlum við til fólks að gæta vel að sér, gæta vel að fjöldatakmörkunum sem eru í gangi og passi sig, þannig að við förum ekki að fá bakslag. Það er það sem við þurfum að vera að hamra á þessa dagana, og fram að jólum. Og yfir jólin eiginlega líka.“ Færri sýni hafa verið tekin í gær og fyrradag en dagana þar áður. Þórólfur segir að getan til sýnatöku sé enn sú sama og fækkunin stafi því annað hvort af því að fólk sé síður að mæta í sýnatöku eða að færri séu einfaldlega með einkenni. „Vonandi það síðarnefnda nú skýringin á því en við höldum áfram að hvetja alla sem eru með einkenni og minnsta grun um smit að mæta í sýnatöku.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tíu greindust innanlands Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sex af þeim voru í sóttkví við greiningu. 20. nóvember 2020 10:58 Efast um að þriðju bylgjuna megi rekja til frönsku ferðamannanna Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, setur spurningamerki við að tveir franskir ferðamenn sem komu til Íslands í ágúst og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi verið valdur að þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir hér á landi. 20. nóvember 2020 10:39 Sex erfiðir mánuðir bíða Evrópu vegna faraldursins Næstu sex mánuðir verða Evrópu erfiðir að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað á álfuna undanfarnar vikur og mánuði. 19. nóvember 2020 21:09 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
Tíu greindust innanlands Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sex af þeim voru í sóttkví við greiningu. 20. nóvember 2020 10:58
Efast um að þriðju bylgjuna megi rekja til frönsku ferðamannanna Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, setur spurningamerki við að tveir franskir ferðamenn sem komu til Íslands í ágúst og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi verið valdur að þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir hér á landi. 20. nóvember 2020 10:39
Sex erfiðir mánuðir bíða Evrópu vegna faraldursins Næstu sex mánuðir verða Evrópu erfiðir að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað á álfuna undanfarnar vikur og mánuði. 19. nóvember 2020 21:09