Halldór stýrir Barein á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2020 10:31 Halldór Sigfússon tók við karlaliði Selfoss fyrir þetta tímabil. vísir/hulda margrét Halldór Sigfússon mun stýra Barein á heimsmeistaramótinu í handbolta í Egyptalandi í janúar. Bareina vantaði þjálfara eftir að Þjóðverjinn Michael Roth var látinn taka pokann sinn og leituðu til Halldórs. Hann þekkir ágætlega til í bareinskum handbolta en hann þjálfaði um tíma U-19 og U-21 árs landslið karla áður en honum var sagt upp þar í fyrra. Halldór hefur verið þjálfari karlaliðs Selfoss frá því í sumar en fékk grænt ljós frá Selfyssingum til að stýra Barein á HM. Halldór fetar þar með í fótspor Guðmundar Guðmundssonar og Arons Kristjánssonar sem stýrðu áður bareinska landsliðinu. Sá síðastnefndi stýrði Barein t.a.m. á HM 2019 og kom liðinu á Ólympíuleikana í Tókýó sem verða haldnir á næsta ári. Aron Kristjánsson gerði góða hluti með bareinska landsliðið.getty/Lars Ronbog „Þetta kom bara til mín á mánudaginn og þá var mér boðið að taka við liðinu í tvo mánuði, fram yfir HM. Selfyssingar voru mjög skilningsríkir, sérstaklega í ljósi aðstæðna með deildina hérna heima, að gefa mér þetta tækifæri, að stjórna liði á HM. Það er mikill heiður fyrir mig og frábært tækifæri. Selfyssingar gáfu mig lausan í tvo mánuði þannig ég gæti tekið þetta verkefni að mér,“ sagði Halldór í samtali við Vísi. „Þetta gekk hratt fyrir sig. Gummi Gumm og Aron unnu frábært starf þarna og ég var líka með yngri landsliðin. Þeir þekkja mín vinnubrögð og vinnubrögð Íslendinganna. Við erum hátt skrifaðir hjá þeim. Það er mikill heiður fyrir okkur sem handboltaþjóð að svo sé. Ég missti aldrei sambandið við framkvæmdastjóra bareinska handknattleikssambandsins. Ástæða brottvikningar minnar á sínum tíma hafði ekkert með handbolta að gera, þetta snerist meira um peningamál og annað. Ég var tilbúinn að taka þetta verkefni að mér með þeim fyrirvara að Selfoss gæti gefið mig lausan í tvo mánuði. Þetta er gert í fullu samstarfi við þá.“ Fyrsti leikur Barein á HM er gegn heimsmeisturum Danmerkur 15. janúar. Auk þeirra eru Argentína og Kongó í D-riðli heimsmeistaramótsins. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðla. „Það er mjög stórt að fara á heimsmeistaramót. Þetta er hörkuverkefni og gríðarlega mikil reynsla fyrir mig,“ sagði Halldór og bætti við að hann þekkti marga leikmenn bareinska sambandsins, frá því hann þjálfaði yngri landslið Barein og var Aroni innan handar með A-landsliðið. Úr leik Barein og Íslands á HM 2019.getty/TF-Images Að sögn Halldórs á Barein að spila nokkra æfingaleiki fyrir HM sem hefst 13. janúar næstkomandi. Eins og staðan er núna er æfingaleikur gegn Egyptalandi í desember á dagskránni sem og mót milli jóla og nýárs í Póllandi og tveir æfingaleikir gegn Alsír á heimavelli í byrjun janúar. Það gæti þó breyst vegna ástandsins í heiminum vegna kórónuveirufaraldursins. Eins og áður sagði eru Bareinar komnir inn á Ólympíuleikana á næsta ári. Samningur Halldórs við bareinska handknattleikssambandið gildir bara fram yfir HM en hann neitar því ekki að það yrði spennandi að stýra Barein á Ólympíuleikunum í Tókýó. „Það kemur í ljós eftir þetta verkefni. Það var bara samkomulag að ræða það ekkert frekar fyrr en seinna. Auðvitað er það gríðarlega spennandi en ég vildi ekki horfa of langt fram í tímann. Ég er samningsbundinn Selfossi og það er alveg nóg að hugsa um þetta verkefni í bili,“ sagði Halldór. Fjórir íslenskir þjálfarar verða á HM í Egyptalandi. Halldór með Barein, Guðmundur Guðmundsson með Ísland, Dagur Sigurðsson með Japan og Alfreð Gíslason með Þýskaland. HM 2021 í handbolta Barein Olís-deild karla UMF Selfoss Íslendingar erlendis Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Fótbolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Sjá meira
Halldór Sigfússon mun stýra Barein á heimsmeistaramótinu í handbolta í Egyptalandi í janúar. Bareina vantaði þjálfara eftir að Þjóðverjinn Michael Roth var látinn taka pokann sinn og leituðu til Halldórs. Hann þekkir ágætlega til í bareinskum handbolta en hann þjálfaði um tíma U-19 og U-21 árs landslið karla áður en honum var sagt upp þar í fyrra. Halldór hefur verið þjálfari karlaliðs Selfoss frá því í sumar en fékk grænt ljós frá Selfyssingum til að stýra Barein á HM. Halldór fetar þar með í fótspor Guðmundar Guðmundssonar og Arons Kristjánssonar sem stýrðu áður bareinska landsliðinu. Sá síðastnefndi stýrði Barein t.a.m. á HM 2019 og kom liðinu á Ólympíuleikana í Tókýó sem verða haldnir á næsta ári. Aron Kristjánsson gerði góða hluti með bareinska landsliðið.getty/Lars Ronbog „Þetta kom bara til mín á mánudaginn og þá var mér boðið að taka við liðinu í tvo mánuði, fram yfir HM. Selfyssingar voru mjög skilningsríkir, sérstaklega í ljósi aðstæðna með deildina hérna heima, að gefa mér þetta tækifæri, að stjórna liði á HM. Það er mikill heiður fyrir mig og frábært tækifæri. Selfyssingar gáfu mig lausan í tvo mánuði þannig ég gæti tekið þetta verkefni að mér,“ sagði Halldór í samtali við Vísi. „Þetta gekk hratt fyrir sig. Gummi Gumm og Aron unnu frábært starf þarna og ég var líka með yngri landsliðin. Þeir þekkja mín vinnubrögð og vinnubrögð Íslendinganna. Við erum hátt skrifaðir hjá þeim. Það er mikill heiður fyrir okkur sem handboltaþjóð að svo sé. Ég missti aldrei sambandið við framkvæmdastjóra bareinska handknattleikssambandsins. Ástæða brottvikningar minnar á sínum tíma hafði ekkert með handbolta að gera, þetta snerist meira um peningamál og annað. Ég var tilbúinn að taka þetta verkefni að mér með þeim fyrirvara að Selfoss gæti gefið mig lausan í tvo mánuði. Þetta er gert í fullu samstarfi við þá.“ Fyrsti leikur Barein á HM er gegn heimsmeisturum Danmerkur 15. janúar. Auk þeirra eru Argentína og Kongó í D-riðli heimsmeistaramótsins. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðla. „Það er mjög stórt að fara á heimsmeistaramót. Þetta er hörkuverkefni og gríðarlega mikil reynsla fyrir mig,“ sagði Halldór og bætti við að hann þekkti marga leikmenn bareinska sambandsins, frá því hann þjálfaði yngri landslið Barein og var Aroni innan handar með A-landsliðið. Úr leik Barein og Íslands á HM 2019.getty/TF-Images Að sögn Halldórs á Barein að spila nokkra æfingaleiki fyrir HM sem hefst 13. janúar næstkomandi. Eins og staðan er núna er æfingaleikur gegn Egyptalandi í desember á dagskránni sem og mót milli jóla og nýárs í Póllandi og tveir æfingaleikir gegn Alsír á heimavelli í byrjun janúar. Það gæti þó breyst vegna ástandsins í heiminum vegna kórónuveirufaraldursins. Eins og áður sagði eru Bareinar komnir inn á Ólympíuleikana á næsta ári. Samningur Halldórs við bareinska handknattleikssambandið gildir bara fram yfir HM en hann neitar því ekki að það yrði spennandi að stýra Barein á Ólympíuleikunum í Tókýó. „Það kemur í ljós eftir þetta verkefni. Það var bara samkomulag að ræða það ekkert frekar fyrr en seinna. Auðvitað er það gríðarlega spennandi en ég vildi ekki horfa of langt fram í tímann. Ég er samningsbundinn Selfossi og það er alveg nóg að hugsa um þetta verkefni í bili,“ sagði Halldór. Fjórir íslenskir þjálfarar verða á HM í Egyptalandi. Halldór með Barein, Guðmundur Guðmundsson með Ísland, Dagur Sigurðsson með Japan og Alfreð Gíslason með Þýskaland.
HM 2021 í handbolta Barein Olís-deild karla UMF Selfoss Íslendingar erlendis Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Fótbolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Sjá meira