Sagði Aubameyang að þakka fyrir að geta sofið í rúmi Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2020 17:01 Pierre-Emerick Aubameyang er klár í slaginn með Arsenal um helgina. Getty/Visionhaus Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að landsliðsferli Pierre-Emerick Aubameyang sé ekki lokið þó að landsliðsþjálfari Gabons hafi gefið það í skyn. Aubameyang er mættur aftur til Lundúna eftir Afríkuför sína í landsleikjahléinu og tilbúinn að mæta Leeds á sunnudaginn. Markahrókurinn birti um síðustu helgi myndir af sér og sofandi liðsfélögum úr landsliði Gabons, á flugvellinum í Gambíu, þar sem þeir biðu þess að fá að komast inn í landið. Það gekk loksins, sex klukkustundum eftir lendingu, en leikurinn fór fram um kvöldið og Gabon tapaði. Aubameyang birti myndir frá flugvellinum í Instastory. Þjálfari Gabons, Patrice Neveu, sagði eftir leik að svona nokkuð yrði til þess að Arsenal myndi ekki leyfa Aubameyang að spila fyrir landsliðið. Leikmenn á hæsta stigi íþróttarinnar ættu ekki að þurfa að sofa á flugvallargólfi. „Stundum gerist eitthvað óvænt“ Aðspurður hvort Neveu hefði rétt fyrir sér, um að Arsenal myndi meina Aubameyang að spila fyrir landsliðið sitt, svaraði Arteta: „Nei. Auðvitað var það áfall að sjá heilan leikmannahóp við svona svefnaðstæður. En ég trúi því staðfastlega að menn séu alltaf að reyna sitt besta og að landslið Gabons hafi reynt að skipuleggja hlutina með sem bestum hætti. Stundum gerist eitthvað óvænt og þetta var ákveðin reynsla.“ „Ég sagði við Auba: „Nýttu þessa reynslu. Ég er viss um að þú hefur ekki sofið á gólfinu í mörg ár, svo nýttu þetta til að sjá það næst þegar þú leggst upp í rúm hvað það er þægilegt og gott og hve heppinn þú ert“,“ hefur enska blaðið Metro eftir Arteta. „Það er ekki hægt að breyta þessu eða spóla til baka svo það þarf að horfa fram á við. Ég vona að þetta gerist ekki aftur og að leikmenn okkar fái þá hvíld sem þeir þurfa,“ sagði Arteta. Enski boltinn Tengdar fréttir Arteta gerði eins og Wenger og sagðist ekki hafa séð slagsmálin Mikel Arteta greip til gamals bragðs úr smiðju Arsenes Wenger er hann var spurður um slagsmál á æfingu Arsenal. 20. nóvember 2020 14:30 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að landsliðsferli Pierre-Emerick Aubameyang sé ekki lokið þó að landsliðsþjálfari Gabons hafi gefið það í skyn. Aubameyang er mættur aftur til Lundúna eftir Afríkuför sína í landsleikjahléinu og tilbúinn að mæta Leeds á sunnudaginn. Markahrókurinn birti um síðustu helgi myndir af sér og sofandi liðsfélögum úr landsliði Gabons, á flugvellinum í Gambíu, þar sem þeir biðu þess að fá að komast inn í landið. Það gekk loksins, sex klukkustundum eftir lendingu, en leikurinn fór fram um kvöldið og Gabon tapaði. Aubameyang birti myndir frá flugvellinum í Instastory. Þjálfari Gabons, Patrice Neveu, sagði eftir leik að svona nokkuð yrði til þess að Arsenal myndi ekki leyfa Aubameyang að spila fyrir landsliðið. Leikmenn á hæsta stigi íþróttarinnar ættu ekki að þurfa að sofa á flugvallargólfi. „Stundum gerist eitthvað óvænt“ Aðspurður hvort Neveu hefði rétt fyrir sér, um að Arsenal myndi meina Aubameyang að spila fyrir landsliðið sitt, svaraði Arteta: „Nei. Auðvitað var það áfall að sjá heilan leikmannahóp við svona svefnaðstæður. En ég trúi því staðfastlega að menn séu alltaf að reyna sitt besta og að landslið Gabons hafi reynt að skipuleggja hlutina með sem bestum hætti. Stundum gerist eitthvað óvænt og þetta var ákveðin reynsla.“ „Ég sagði við Auba: „Nýttu þessa reynslu. Ég er viss um að þú hefur ekki sofið á gólfinu í mörg ár, svo nýttu þetta til að sjá það næst þegar þú leggst upp í rúm hvað það er þægilegt og gott og hve heppinn þú ert“,“ hefur enska blaðið Metro eftir Arteta. „Það er ekki hægt að breyta þessu eða spóla til baka svo það þarf að horfa fram á við. Ég vona að þetta gerist ekki aftur og að leikmenn okkar fái þá hvíld sem þeir þurfa,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Tengdar fréttir Arteta gerði eins og Wenger og sagðist ekki hafa séð slagsmálin Mikel Arteta greip til gamals bragðs úr smiðju Arsenes Wenger er hann var spurður um slagsmál á æfingu Arsenal. 20. nóvember 2020 14:30 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
Arteta gerði eins og Wenger og sagðist ekki hafa séð slagsmálin Mikel Arteta greip til gamals bragðs úr smiðju Arsenes Wenger er hann var spurður um slagsmál á æfingu Arsenal. 20. nóvember 2020 14:30