Segir efnahagsaðgerðir sem kynntar voru í dag gott skref en enn sé langt í land Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 20:01 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalag Íslands. Stöð 2 Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem boðaðar voru í dag gott skref, verið sé að boða meiri vissu í efnahagsmálum. Mikil óvissa ríki hins vegar vegna sóttvarnaráðstafana og segir hún að skýra þurfi línur í sóttvarnaaðgerðum. Ríkisstjórnin kynnti í dag efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og ná aðgerðirnar bæði til fyrirtækja og öryrkja og atvinnulausra. Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári, atvinnuleitendur munu fá 87 þúsund króna desemberuppbót og hlutabætur verða framlengdartil 31. maí næsta árs. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósenta tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki og þar fram eftir götunum. „Þetta er gott skref og áfangi á þeirri leið að hækka örorkulífeyri til jafns við lágmarkslaun, en þessu er hvergi nærri lokið. En við vorum ánægð með þennan áfanga og áfangasigur sem gerðist hér í dag,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir þó enn langt í land og hvetur stjórnvöld til að grípa til enn frekari aðgerða. „Þetta er auðvitað bara ánægjulegt og gott að þetta var gert með þessum hætti en það er alveg ljóst að stjórnvöld þurfa að stíga miklu sterkar inn til þess að láglaunahópar eins og öryrkjar og atvinnulausir og lægst launaða fólkið geti lifað á sinni framfærslu,“ sagði Þuríður. Ásdís Kristjánsdóttir, Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tók í sömu strengi og sagði tíðindi dagsins jákvæð. Ásdís Kristjánsdóttir, Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Stöð 2 „Það er verið að boða hér úrræði sem gilda fram á seinni hluta næsta árs, úrræði sem eru til þess fallin að aðstoða fyrirtæki í gegn um þessa erfiðu mánuði en jafnframt veita þeim þann stuðning sem þau þurfa þegar til viðspyrnunnar kemur,“ sagði Ásdís. „Það breytir þó ekki því, og það er mikilvægt að hafa hér í huga, á sama tíma og stjórnvöld eru að boða meiri vissu í efnahagsaðgerðum þá teljum við að þurfi að skýra betur línur varðandi aðgerðir sóttvarna. Sem dæmi, nú er jólamánuðurinn framundan og afskaplega erfitt fyrir íslensk fyrirtæki að gera einhverjar ráðstafanir ekki vitandi hvernig samkomutakmörkunum verður háttað á komandi vikum,“ sagði Ásdís. Hún segir að það yrði verulega til bóta skýrðu stjórnvöld línurnar hvað þetta varðaði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir „Með þessum aðgerðum erum við að skapa ákveðinn fyrirsjáanleika” Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósenta tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki. Ríkistjórnin kynnti efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í dag. 20. nóvember 2020 19:00 Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32 Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar fyrir styrki vegna Covid-19 Ríkisstjórnin boðaði til kynningarfundar á framhaldi viðspyrnuaðgerða í Hörpu í dag klukkan 15. Fundurinn var sendur út frá Silfurbergi í beinni á Vísi. 20. nóvember 2020 13:06 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Sjá meira
Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem boðaðar voru í dag gott skref, verið sé að boða meiri vissu í efnahagsmálum. Mikil óvissa ríki hins vegar vegna sóttvarnaráðstafana og segir hún að skýra þurfi línur í sóttvarnaaðgerðum. Ríkisstjórnin kynnti í dag efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og ná aðgerðirnar bæði til fyrirtækja og öryrkja og atvinnulausra. Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári, atvinnuleitendur munu fá 87 þúsund króna desemberuppbót og hlutabætur verða framlengdartil 31. maí næsta árs. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósenta tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki og þar fram eftir götunum. „Þetta er gott skref og áfangi á þeirri leið að hækka örorkulífeyri til jafns við lágmarkslaun, en þessu er hvergi nærri lokið. En við vorum ánægð með þennan áfanga og áfangasigur sem gerðist hér í dag,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir þó enn langt í land og hvetur stjórnvöld til að grípa til enn frekari aðgerða. „Þetta er auðvitað bara ánægjulegt og gott að þetta var gert með þessum hætti en það er alveg ljóst að stjórnvöld þurfa að stíga miklu sterkar inn til þess að láglaunahópar eins og öryrkjar og atvinnulausir og lægst launaða fólkið geti lifað á sinni framfærslu,“ sagði Þuríður. Ásdís Kristjánsdóttir, Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tók í sömu strengi og sagði tíðindi dagsins jákvæð. Ásdís Kristjánsdóttir, Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Stöð 2 „Það er verið að boða hér úrræði sem gilda fram á seinni hluta næsta árs, úrræði sem eru til þess fallin að aðstoða fyrirtæki í gegn um þessa erfiðu mánuði en jafnframt veita þeim þann stuðning sem þau þurfa þegar til viðspyrnunnar kemur,“ sagði Ásdís. „Það breytir þó ekki því, og það er mikilvægt að hafa hér í huga, á sama tíma og stjórnvöld eru að boða meiri vissu í efnahagsaðgerðum þá teljum við að þurfi að skýra betur línur varðandi aðgerðir sóttvarna. Sem dæmi, nú er jólamánuðurinn framundan og afskaplega erfitt fyrir íslensk fyrirtæki að gera einhverjar ráðstafanir ekki vitandi hvernig samkomutakmörkunum verður háttað á komandi vikum,“ sagði Ásdís. Hún segir að það yrði verulega til bóta skýrðu stjórnvöld línurnar hvað þetta varðaði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir „Með þessum aðgerðum erum við að skapa ákveðinn fyrirsjáanleika” Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósenta tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki. Ríkistjórnin kynnti efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í dag. 20. nóvember 2020 19:00 Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32 Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar fyrir styrki vegna Covid-19 Ríkisstjórnin boðaði til kynningarfundar á framhaldi viðspyrnuaðgerða í Hörpu í dag klukkan 15. Fundurinn var sendur út frá Silfurbergi í beinni á Vísi. 20. nóvember 2020 13:06 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Sjá meira
„Með þessum aðgerðum erum við að skapa ákveðinn fyrirsjáanleika” Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósenta tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki. Ríkistjórnin kynnti efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í dag. 20. nóvember 2020 19:00
Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32
Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar fyrir styrki vegna Covid-19 Ríkisstjórnin boðaði til kynningarfundar á framhaldi viðspyrnuaðgerða í Hörpu í dag klukkan 15. Fundurinn var sendur út frá Silfurbergi í beinni á Vísi. 20. nóvember 2020 13:06