Eldur í báti við Grandagarð í Reykjavík var á meðal fjölda verkefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti í nótt. Töluvert var um útköll vegna hávaða og ónæðis víðs vegar um borgina.
Lögreglumenn aðstoðuðu slökkvilið vegna bátsbrunans en vel gekk að slökkva eldinn, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á miðborgarsvæðinu og í fleiri hverfum sinnti lögreglan fjölmörgum málum vegna hávaða og ónæðis auk þjófnaðar- og ölvunarmála.
Í Kórahverfi í Kópavogi sinnti lögregla útköllum vegna flugelda sem var skotið á loft þar. Þá var maðurinn handtekinn á svæði lögreglustöðvar þrjú fyrir Kópavog og Breiðholt grunaður um þjófnað og önnur brot. Þá barst þar tilkynning um slagsmál.