Mögulega búið að finna uppruna eina smitsins á Austurlandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 15:48 Skólahald í tveimur skólum á Egilsstöðum féll niður daginn eftir að bílstjórinn greindist. Wikimedia Commons/Debivort Uppruna kórónuveirusmits sem á Austurlandi í síðustu viku, það eina í fjórðungnum, má mögulega rekja til einstaklings sem fann fyrir vægum Covid-einkennum, fór þó ekki í sýnatöku en er nú orðinn frískur. Ekki er þó hægt að slá því föstu og smitið telst enn órakið, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á Austurlandi. Sá eini sem nú er með virkt smit á Austurlandi er skólabílstjóri sem greindist með veiruna 17. nóvember. 38 fóru í skimun í kjölfarið, þar af voru flestir skólabörn sem bílstjórinn ók fyrr í mánuðinum, og reyndust öll sýni neikvæð, að því er segir í tilkynningu. Frá upphafi hefur þó verið talið ólíklegt að nokkur annar hafi smitast sökum sóttvarnaráðstafana sem viðhafðar voru af hálfu skóla og fyrirtækisins sem bílstjórinn starfar hjá. Lögregla segir líkur á frekara smiti nú minnka með hverjum deginum – jafnvel þó að uppruni þess sé óþekktur. Þennan uppruna megi þó mögulega rekja til einstaklings sem fann aðeins fyrir vægum einkennum Covid-19, leitaði sér ekki aðstoðar á heilbrigðisstofnun og er nú frískur að nýju. „Það er ein skýring en staðreyndin einfaldlega sú að ekki tekst að rekja öll smit. Sú er raunin að þessu sinni,“ segir í tilkynningu. Í ljósi aðstæðna hvetur aðgerðastjórn íbúa jafnframt til að gæta sérstaklega að sér næstu vikuna. Að henni liðinni er mesta smithættan liðin hjá. Múlaþing Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Harmar „dapurlegar athugasemdir“ vegna smits bílstjóra „Aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ brýnir Hlynur Bragason, eigandi Sæta hópferða, fyrir íbúum Fljótsdalshéraðs en í færslu í Facebook-síðunni Íbúar Fljótsdalshéraðs talar hann um dapurlegar athugasemdir, sem virðast hafa borist fyrirtækinu eða bílstjóra þess, sem greinst hefur með Covid-19. 18. nóvember 2020 20:16 Telja litlar líkur á því að bílstjórinn hafi smitað börnin Sá sem greindist með kórónuveiruna á Austurlandi í gær er skólabílstjóri sem ekur skólabörnum í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla. 18. nóvember 2020 13:28 Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Uppruna kórónuveirusmits sem á Austurlandi í síðustu viku, það eina í fjórðungnum, má mögulega rekja til einstaklings sem fann fyrir vægum Covid-einkennum, fór þó ekki í sýnatöku en er nú orðinn frískur. Ekki er þó hægt að slá því föstu og smitið telst enn órakið, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á Austurlandi. Sá eini sem nú er með virkt smit á Austurlandi er skólabílstjóri sem greindist með veiruna 17. nóvember. 38 fóru í skimun í kjölfarið, þar af voru flestir skólabörn sem bílstjórinn ók fyrr í mánuðinum, og reyndust öll sýni neikvæð, að því er segir í tilkynningu. Frá upphafi hefur þó verið talið ólíklegt að nokkur annar hafi smitast sökum sóttvarnaráðstafana sem viðhafðar voru af hálfu skóla og fyrirtækisins sem bílstjórinn starfar hjá. Lögregla segir líkur á frekara smiti nú minnka með hverjum deginum – jafnvel þó að uppruni þess sé óþekktur. Þennan uppruna megi þó mögulega rekja til einstaklings sem fann aðeins fyrir vægum einkennum Covid-19, leitaði sér ekki aðstoðar á heilbrigðisstofnun og er nú frískur að nýju. „Það er ein skýring en staðreyndin einfaldlega sú að ekki tekst að rekja öll smit. Sú er raunin að þessu sinni,“ segir í tilkynningu. Í ljósi aðstæðna hvetur aðgerðastjórn íbúa jafnframt til að gæta sérstaklega að sér næstu vikuna. Að henni liðinni er mesta smithættan liðin hjá.
Múlaþing Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Harmar „dapurlegar athugasemdir“ vegna smits bílstjóra „Aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ brýnir Hlynur Bragason, eigandi Sæta hópferða, fyrir íbúum Fljótsdalshéraðs en í færslu í Facebook-síðunni Íbúar Fljótsdalshéraðs talar hann um dapurlegar athugasemdir, sem virðast hafa borist fyrirtækinu eða bílstjóra þess, sem greinst hefur með Covid-19. 18. nóvember 2020 20:16 Telja litlar líkur á því að bílstjórinn hafi smitað börnin Sá sem greindist með kórónuveiruna á Austurlandi í gær er skólabílstjóri sem ekur skólabörnum í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla. 18. nóvember 2020 13:28 Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Harmar „dapurlegar athugasemdir“ vegna smits bílstjóra „Aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ brýnir Hlynur Bragason, eigandi Sæta hópferða, fyrir íbúum Fljótsdalshéraðs en í færslu í Facebook-síðunni Íbúar Fljótsdalshéraðs talar hann um dapurlegar athugasemdir, sem virðast hafa borist fyrirtækinu eða bílstjóra þess, sem greinst hefur með Covid-19. 18. nóvember 2020 20:16
Telja litlar líkur á því að bílstjórinn hafi smitað börnin Sá sem greindist með kórónuveiruna á Austurlandi í gær er skólabílstjóri sem ekur skólabörnum í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla. 18. nóvember 2020 13:28
Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28