Landspítali af hættustigi á óvissustig Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. nóvember 2020 15:58 Landspítalinn við Hringbraut. Vísir/vilhelm Landspítali hefur verið færður af hættustigi á óvissustig. Þetta er gert í ljósi batnandi stöðu á spítalanum og færri kórónuveirusmita í samfélaginu, að því er fram kemur í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala. Í óvissustigi felst að „viðbúnaður er vegna yfirvofandi eða orðins atburðar“. Á óvissustigi fylgist farsóttanefnd náið með þróun mála en fundir viðbragðsstjórnar og farsóttanefndar falla niður nema þörf krefjist frekari samhæfingar. Spítalinn var færður yfir á neyðarstig í fyrsta sinn í lok október eftir að hópsýking kom upp á Landakoti. Hann var svo færður af neyðarstigi á hættustig nú í nóvember. Níu sjúklingar liggja nú inni á Landspítala með virka Covid-sýkingu. Einangrun hefur verið aflétt af 34 sjúklingum sem nú eru á spítalanum. 172 sjúklingar er í eftirliti Covid-göngudeildar og þar af 23 börn. Sjö starfsmenn Landspítala eru skráðir í einangrun og níu í sóttkví. Þá er þess getið í tilkynningu að ekki liggi fyrir hvenær bóluefnið við Covid-19 berist til landsins en undirbúningur framkvæmdar bólusetningar innan spítalans sé þegar hafinn. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Aðhaldskrafa á spítalann eins og blaut tuska Þjarmað var að Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, vegna niðurskurðarkröfu á Landspítalann í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 24. nóvember 2020 14:47 Níu greindust innanlands í gær Níu greindust innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en fjórir ekki. 24. nóvember 2020 10:55 Töluvert álag á bráðamóttökunni vegna hálkuslysa Álagið á bráðamóttöku Landspítalans jókst þó nokkuð um liðna helgi vegna þeirra rúmlega þrjátíu einstaklinga sem þangað þurftu að leita út af því að þeir höfðu slasað sig í hálku. 24. nóvember 2020 06:58 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Landspítali hefur verið færður af hættustigi á óvissustig. Þetta er gert í ljósi batnandi stöðu á spítalanum og færri kórónuveirusmita í samfélaginu, að því er fram kemur í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala. Í óvissustigi felst að „viðbúnaður er vegna yfirvofandi eða orðins atburðar“. Á óvissustigi fylgist farsóttanefnd náið með þróun mála en fundir viðbragðsstjórnar og farsóttanefndar falla niður nema þörf krefjist frekari samhæfingar. Spítalinn var færður yfir á neyðarstig í fyrsta sinn í lok október eftir að hópsýking kom upp á Landakoti. Hann var svo færður af neyðarstigi á hættustig nú í nóvember. Níu sjúklingar liggja nú inni á Landspítala með virka Covid-sýkingu. Einangrun hefur verið aflétt af 34 sjúklingum sem nú eru á spítalanum. 172 sjúklingar er í eftirliti Covid-göngudeildar og þar af 23 börn. Sjö starfsmenn Landspítala eru skráðir í einangrun og níu í sóttkví. Þá er þess getið í tilkynningu að ekki liggi fyrir hvenær bóluefnið við Covid-19 berist til landsins en undirbúningur framkvæmdar bólusetningar innan spítalans sé þegar hafinn.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Aðhaldskrafa á spítalann eins og blaut tuska Þjarmað var að Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, vegna niðurskurðarkröfu á Landspítalann í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 24. nóvember 2020 14:47 Níu greindust innanlands í gær Níu greindust innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en fjórir ekki. 24. nóvember 2020 10:55 Töluvert álag á bráðamóttökunni vegna hálkuslysa Álagið á bráðamóttöku Landspítalans jókst þó nokkuð um liðna helgi vegna þeirra rúmlega þrjátíu einstaklinga sem þangað þurftu að leita út af því að þeir höfðu slasað sig í hálku. 24. nóvember 2020 06:58 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Aðhaldskrafa á spítalann eins og blaut tuska Þjarmað var að Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, vegna niðurskurðarkröfu á Landspítalann í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 24. nóvember 2020 14:47
Níu greindust innanlands í gær Níu greindust innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en fjórir ekki. 24. nóvember 2020 10:55
Töluvert álag á bráðamóttökunni vegna hálkuslysa Álagið á bráðamóttöku Landspítalans jókst þó nokkuð um liðna helgi vegna þeirra rúmlega þrjátíu einstaklinga sem þangað þurftu að leita út af því að þeir höfðu slasað sig í hálku. 24. nóvember 2020 06:58