Leikur sem við eigum oft í erfiðleikum með Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2020 10:00 Ingibjörg Sigurðardóttir skallar boltann í 1-1 jafnteflinu við Svíþjóð á Laugardalsvelli í haust. vísir/vilhelm Ingibjörg Sigurðardóttir segir það mikla áskorun fyrir íslenska landsliðið að brjóta upp vörn Slóvakíu í dag, á velli sem sé ekki sá besti, og knýja fram sigur í baráttunni um að komast beint á EM í fótbolta. Ingibjörg Sigurðardóttir segir það mikla áskorun fyrir íslenska landsliðið að brjóta upp vörn Slóvakíu í dag, á velli sem sé ekki sá besti, og knýja fram sigur í baráttunni um að komast beint á EM í fótbolta. Jafntefli í dag dugar Íslandi til að tryggja sér 2. sæti í riðlinum og fara í umspil um sæti á EM í Englandi. Ágætar líkur eru á að sigur í dag og gegn Ungverjalandi í lokaleiknum á þriðjudag dygðu hins vegar til að koma Íslandi beint á EM, sem eitt af þremur liðum með bestan árangur í 2. sæti síns riðils. Það reyndist hins vegar þrautin þyngri að vinna Slóvakíu á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári síðan, þrátt fyrir yfirburði úti á vellinum, því eina markið kom um miðjan seinni hálfleik, úr smiðju Elínar Mettu Jensen. Klippa: Ingibjörg um Slóvakíu „Þær voru mjög þéttar fyrir og erfitt að komast í gegnum þær. Við vorum mikið með boltann en í fyrri hálfleiknum var kannski aðeins of lágt tempó hjá okkur með boltann. Um leið og við jukum hraðann í seinni hálfleiknum fórum við að geta opnað þær aðeins betur,“ sagði Ingibjörg við Vísi í gær. „Leiðinlegt fyrir þær“ „Þetta endaði samt bara 1-0, þetta er hörkulið með gott varnarskipulag. Þetta er kannski leikur sem að við eigum oft í erfiðleikum með; að vera mikið með boltann og þurfa að spila okkur í gegnum svona varnarsinnað lið. Þetta er mikið „challenge“ fyrir okkur. Þær eru á heimavelli og maður býst ekkert við besta velli í heimi. Aðstæðurnar eru ekkert eins og á Laugardalsvelli. Við verðum bara að reyna að halda háu tempói með boltann og vera þolinmóðar. Ég held að það sé lykillinn. Þær eru líka fastar fyrir og það verður kannski mikið af aukaspyrnum og stoppi í leiknum. Við þurfum að vera undirbúnar fyrir allt,“ sagði Ingibjörg. Íslenska liðinu hefur til þessa tekist að forðast kórónuveirusmit en hið sama verður ekki sagt um leikmenn Slóvakíu því aðalmarkaskorari liðsins, Patrícia Hmírová, er með veiruna. „Það hlaut kannski að koma að því að það kæmi eitthvað upp í tengslum við okkar leiki því það hefur allt gengið upp hingað til. Auðvitað er þetta leiðinlegt fyrir þær, maður vill bæta besta liðinu, en svona er þetta,“ sagði Ingibjörg. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Ætlum beint á EM og verðum með enn betra lið þá „Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir um Evrópumótið í fótbolta, fyrir leikina tvo sem gætu skilað Íslandi á mótið. 25. nóvember 2020 12:00 Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Patrícia Hmírová hefur skorað 80% marka Slóvakíu en missir af leiknum mikilvæga við Ísland á fimmtudaginn vegna kórónuveirusmits. 24. nóvember 2020 17:01 Íslensku stelpurnar þurfa að fara yfir landamærin til þess að geta æft Sóttvarnarreglur í Slóvakíu hafa einnig áhrif á undirbúning íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir tvo leiki í undankeppni EM. 24. nóvember 2020 13:01 Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Ingibjörg Sigurðardóttir segir það mikla áskorun fyrir íslenska landsliðið að brjóta upp vörn Slóvakíu í dag, á velli sem sé ekki sá besti, og knýja fram sigur í baráttunni um að komast beint á EM í fótbolta. Jafntefli í dag dugar Íslandi til að tryggja sér 2. sæti í riðlinum og fara í umspil um sæti á EM í Englandi. Ágætar líkur eru á að sigur í dag og gegn Ungverjalandi í lokaleiknum á þriðjudag dygðu hins vegar til að koma Íslandi beint á EM, sem eitt af þremur liðum með bestan árangur í 2. sæti síns riðils. Það reyndist hins vegar þrautin þyngri að vinna Slóvakíu á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári síðan, þrátt fyrir yfirburði úti á vellinum, því eina markið kom um miðjan seinni hálfleik, úr smiðju Elínar Mettu Jensen. Klippa: Ingibjörg um Slóvakíu „Þær voru mjög þéttar fyrir og erfitt að komast í gegnum þær. Við vorum mikið með boltann en í fyrri hálfleiknum var kannski aðeins of lágt tempó hjá okkur með boltann. Um leið og við jukum hraðann í seinni hálfleiknum fórum við að geta opnað þær aðeins betur,“ sagði Ingibjörg við Vísi í gær. „Leiðinlegt fyrir þær“ „Þetta endaði samt bara 1-0, þetta er hörkulið með gott varnarskipulag. Þetta er kannski leikur sem að við eigum oft í erfiðleikum með; að vera mikið með boltann og þurfa að spila okkur í gegnum svona varnarsinnað lið. Þetta er mikið „challenge“ fyrir okkur. Þær eru á heimavelli og maður býst ekkert við besta velli í heimi. Aðstæðurnar eru ekkert eins og á Laugardalsvelli. Við verðum bara að reyna að halda háu tempói með boltann og vera þolinmóðar. Ég held að það sé lykillinn. Þær eru líka fastar fyrir og það verður kannski mikið af aukaspyrnum og stoppi í leiknum. Við þurfum að vera undirbúnar fyrir allt,“ sagði Ingibjörg. Íslenska liðinu hefur til þessa tekist að forðast kórónuveirusmit en hið sama verður ekki sagt um leikmenn Slóvakíu því aðalmarkaskorari liðsins, Patrícia Hmírová, er með veiruna. „Það hlaut kannski að koma að því að það kæmi eitthvað upp í tengslum við okkar leiki því það hefur allt gengið upp hingað til. Auðvitað er þetta leiðinlegt fyrir þær, maður vill bæta besta liðinu, en svona er þetta,“ sagði Ingibjörg.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Ætlum beint á EM og verðum með enn betra lið þá „Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir um Evrópumótið í fótbolta, fyrir leikina tvo sem gætu skilað Íslandi á mótið. 25. nóvember 2020 12:00 Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Patrícia Hmírová hefur skorað 80% marka Slóvakíu en missir af leiknum mikilvæga við Ísland á fimmtudaginn vegna kórónuveirusmits. 24. nóvember 2020 17:01 Íslensku stelpurnar þurfa að fara yfir landamærin til þess að geta æft Sóttvarnarreglur í Slóvakíu hafa einnig áhrif á undirbúning íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir tvo leiki í undankeppni EM. 24. nóvember 2020 13:01 Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Ætlum beint á EM og verðum með enn betra lið þá „Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir um Evrópumótið í fótbolta, fyrir leikina tvo sem gætu skilað Íslandi á mótið. 25. nóvember 2020 12:00
Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Patrícia Hmírová hefur skorað 80% marka Slóvakíu en missir af leiknum mikilvæga við Ísland á fimmtudaginn vegna kórónuveirusmits. 24. nóvember 2020 17:01
Íslensku stelpurnar þurfa að fara yfir landamærin til þess að geta æft Sóttvarnarreglur í Slóvakíu hafa einnig áhrif á undirbúning íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir tvo leiki í undankeppni EM. 24. nóvember 2020 13:01
Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti