Nefndin hafnaði kröfum KR og Fram Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2020 12:54 KR-ingar voru nánast eins nálægt Evrópusæti og hugsast getur. vísir/bára Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú tekið mál KR og Fram gegn stjórn KSÍ til efnislegrar meðferðar og hafnað kröfum félaganna. Þau hafa þrjá daga til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KSÍ. Sú ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október að flauta af keppni í Íslandsmótunum og bikarkeppnunum í fótbolta bitnaði illa á KR og Fram. Ákvörðunin byggði á reglugerð stjórnarinnar frá 17. júlí, vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar ákvörðunin var tekin eygði karlalið KR enn von um að ná Evrópusæti, í gegnum Pepsi Max-deildina eða Mjólkurbikarinn, og kvennalið KR átti veika von um að bjarga sér frá falli niður í Lengjudeildina. Fram var aðeins verri markatölu fyrir neðan Leikni R. sem samkvæmt ákvörðun KSÍ fór upp í Pepsi Max-deildina. KR krafðist þess að ákvörðun stjórnar um að hætta keppni yrði felld úr gildi en Fram þess að viðurkennt yrði að Leiknir og Fram væru jafnstæð, og að ákvörðunin um að Leiknir hlyti sæti í úrvalsdeild yrði ógilt. Aga- og úrskurðanefnd KSÍ vísaði í fyrstu frá kærum KR og Fram, sem áfrýjuðu þá. Áfrýjunardómstóll kvað upp úr um að nefndin þyrfti að taka málin til efnislegrar meðferðar og það hefur hún nú gert. Hafnar því að stjórn KSÍ hafi verið vanhæf Í niðurstöðukafla vegna máls KR segir meðal annars stjórn KSÍ hafi verið að bregðast við meiriháttar utanaðkomandi atburðum. Ekki séu til ákvæði í reglugerðarsafni KSÍ um hvað skuli gera ef ekki tekst að ljúka mótum. Hins vegar sé fullnægjandi lagagrundvöllur fyrir setningu Covid reglugerðarinnar. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnar því að Guðni Bergsson formaður KSÍ hafi verið vanhæfur til að taka ákvörðun um slit Íslandsmótsins og bendir á að byggt sé á reglugerð frá því í sumar.vísir/vilhelm Þá hafnar nefndin því að stjórn KSÍ hafi verið vanhæf til að ákveða að ljúka keppni, en í kæru KR var vísað í tengsl formanns KSÍ við Val og varaformanns við Breiðablik, liðin sem urðu Íslandsmeistarar þegar mótinu var slitið. Um þetta segir meðal annars í úrskurðinum: „Ákvörðun stjórnar var almenn, byggð á þeim reglum sem settar voru í júlí þegar óljóst var hvernig yrði með framhaldið á mótum KSÍ. Ákvörðunin varðaði með einhverjum hætti hagsmuni allra liða í þeim deildum sem ákvörðunin snéri að og snéri þannig ekki að einstökum liðum sérstaklega. Að öllu þessu virtu er það álit aga- og úrskurðarnefndar að ekki hafi verið fyrir hendi þær aðstæður hjá stjórn KSÍ sem valdi því að hún hafi ekki haft heimild til að taka hina kærðu ákvörðun á grundvelli vanhæfis. Málsástæðu kæranda hvað þetta varðar er því hafnað.“ Rétt og skylt að láta markatölu ráða Framarar kærðu þá ákvörðun að markatala skyldi ráða því hvort Leiknir eða Fram færi upp í efstu deild, þar sem að í Covid reglugerðinni hafi ekki verið kveðið á um hvað gerðist ef lið væru jöfn að stigum. Í niðurstöðu aga- og úrskurðanefndar segir: „Samkvæmt 8. gr. í Covid reglugerð hefur stjórn KSÍ lokaákvörðun um öll þau málefni sem reglugerðin nær ekki sérstaklega til. Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót eru ákvæði í 21. gr. um stigakeppni. Samkvæmt 21.3 segir að sigurvegari í stigakeppni sé það lið sem flest stig hlýtur og í 2. sæti er það lið sem hlýtur næst flest stig o.s.frv. Síðan segir að röð liða í stigakeppni ákvarðast nánar samkvæmt a) Fjölda stiga. b) Markamismunur. c) Fjöldi skoraðra marka, o.s.frv.“ Ekkert mæli því gegn ákvörðun stjórnar KSÍ og henni hafi verið „bæði rétt og skylt að leysa úr þeirri stöðu sem upp var komin með þessum hætti“. Úrskurður vegna máls KR Úrskurður vegna máls Fram Pepsi Max-deild karla KR Fram Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Tengdar fréttir Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23 Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01 Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú tekið mál KR og Fram gegn stjórn KSÍ til efnislegrar meðferðar og hafnað kröfum félaganna. Þau hafa þrjá daga til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KSÍ. Sú ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október að flauta af keppni í Íslandsmótunum og bikarkeppnunum í fótbolta bitnaði illa á KR og Fram. Ákvörðunin byggði á reglugerð stjórnarinnar frá 17. júlí, vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar ákvörðunin var tekin eygði karlalið KR enn von um að ná Evrópusæti, í gegnum Pepsi Max-deildina eða Mjólkurbikarinn, og kvennalið KR átti veika von um að bjarga sér frá falli niður í Lengjudeildina. Fram var aðeins verri markatölu fyrir neðan Leikni R. sem samkvæmt ákvörðun KSÍ fór upp í Pepsi Max-deildina. KR krafðist þess að ákvörðun stjórnar um að hætta keppni yrði felld úr gildi en Fram þess að viðurkennt yrði að Leiknir og Fram væru jafnstæð, og að ákvörðunin um að Leiknir hlyti sæti í úrvalsdeild yrði ógilt. Aga- og úrskurðanefnd KSÍ vísaði í fyrstu frá kærum KR og Fram, sem áfrýjuðu þá. Áfrýjunardómstóll kvað upp úr um að nefndin þyrfti að taka málin til efnislegrar meðferðar og það hefur hún nú gert. Hafnar því að stjórn KSÍ hafi verið vanhæf Í niðurstöðukafla vegna máls KR segir meðal annars stjórn KSÍ hafi verið að bregðast við meiriháttar utanaðkomandi atburðum. Ekki séu til ákvæði í reglugerðarsafni KSÍ um hvað skuli gera ef ekki tekst að ljúka mótum. Hins vegar sé fullnægjandi lagagrundvöllur fyrir setningu Covid reglugerðarinnar. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnar því að Guðni Bergsson formaður KSÍ hafi verið vanhæfur til að taka ákvörðun um slit Íslandsmótsins og bendir á að byggt sé á reglugerð frá því í sumar.vísir/vilhelm Þá hafnar nefndin því að stjórn KSÍ hafi verið vanhæf til að ákveða að ljúka keppni, en í kæru KR var vísað í tengsl formanns KSÍ við Val og varaformanns við Breiðablik, liðin sem urðu Íslandsmeistarar þegar mótinu var slitið. Um þetta segir meðal annars í úrskurðinum: „Ákvörðun stjórnar var almenn, byggð á þeim reglum sem settar voru í júlí þegar óljóst var hvernig yrði með framhaldið á mótum KSÍ. Ákvörðunin varðaði með einhverjum hætti hagsmuni allra liða í þeim deildum sem ákvörðunin snéri að og snéri þannig ekki að einstökum liðum sérstaklega. Að öllu þessu virtu er það álit aga- og úrskurðarnefndar að ekki hafi verið fyrir hendi þær aðstæður hjá stjórn KSÍ sem valdi því að hún hafi ekki haft heimild til að taka hina kærðu ákvörðun á grundvelli vanhæfis. Málsástæðu kæranda hvað þetta varðar er því hafnað.“ Rétt og skylt að láta markatölu ráða Framarar kærðu þá ákvörðun að markatala skyldi ráða því hvort Leiknir eða Fram færi upp í efstu deild, þar sem að í Covid reglugerðinni hafi ekki verið kveðið á um hvað gerðist ef lið væru jöfn að stigum. Í niðurstöðu aga- og úrskurðanefndar segir: „Samkvæmt 8. gr. í Covid reglugerð hefur stjórn KSÍ lokaákvörðun um öll þau málefni sem reglugerðin nær ekki sérstaklega til. Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót eru ákvæði í 21. gr. um stigakeppni. Samkvæmt 21.3 segir að sigurvegari í stigakeppni sé það lið sem flest stig hlýtur og í 2. sæti er það lið sem hlýtur næst flest stig o.s.frv. Síðan segir að röð liða í stigakeppni ákvarðast nánar samkvæmt a) Fjölda stiga. b) Markamismunur. c) Fjöldi skoraðra marka, o.s.frv.“ Ekkert mæli því gegn ákvörðun stjórnar KSÍ og henni hafi verið „bæði rétt og skylt að leysa úr þeirri stöðu sem upp var komin með þessum hætti“. Úrskurður vegna máls KR Úrskurður vegna máls Fram
Pepsi Max-deild karla KR Fram Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Tengdar fréttir Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23 Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01 Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23
Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01
Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti