Hættar að horfa í laumi og skammast sín Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 08:01 Sveindís Anja Þórhallsdóttir sálfræðingur og Hildur Stefanía Árnadóttir þroskaþjálfi tengdust í vinnunni yfir ást sinni á raunveruleikasjónvarpi. Mynd úr einkasafni Óraunveruleikinn er nýtt hlaðvarp um ýmsa raunveruleikaþætti sem sýndir eru hér á landi, þá aðallega um þá sem varða ástina. Á bak við þættina eru Sveindís Anja Þórhallsdóttir sálfræðingur og Hildur Stefanía Árnadóttir þroskaþjálfi. Sveindís og Hildur kynntust á vinnustað sínum fyrr á þessu ári og tengdust svo yfir ást sinni á þáttunum Temptation Island sem sýndir eru á Stöð 2. „Ég er miðaldra fjögurra barna móðir og hún er tæplega þrítug svo við þykjumst ná að skoða málin frá ólíkum hliðum. Ég er dæmandi lítil kona á meðan hún er þroskuð og skilningsrík á aðstæður þátttakenda,“ segir Hildur um hlaðvarpið. Byrjaði að horfa með dætrunum Sveindís hefur horft á raunveruleikaþætti frá því hún var barn en Hildur byrjaði fyrst að horfa fyrir alvöru með dætrum sínum í fyrstu Covid bylgjunni. Báðar horfa núna á Temptation Island og Bachelorette og segja að það sé heilög stund í hverri viku. „Ég byrjaði að horfa á alls konar raunveruleikaþætti þegar ég var krakki og Skjár 1 var og hét. Það var svo margt skemmtilegt í gangi þar og sumt sem ég byrjaði að fylgjast með þá er ég ennþá að horfa á. Við höfum vaxið og elst saman eins og gott rauðvín, raunveruleikaþættirnir og ég,“ segir Sveindís. „Ég horfði á fyrsta Bachelor þáttinn sem var sýndur fyrir 18 árum. Ég var á þeim tíma ekki tilbúin að horfast í augu við að ég hefði gaman af þeim og laumu horfði. Temptation Island Scandinavia var sýndur á svipuðum tíma en þá var ég búsett í Noregi og gat verið opnari með áhuga minn, enda þekkti ég nánast engan. Síðan tók við 18 ára hlé. Í Covid hömlunar ástandinu þarf kona að hugsa út fyrir boxið til að láta tímann líða. Eftir að hafa býsnast yfir Love Island þegar dætur mínar voru að horfa fann ég að ég gat ekki hætt að fylgjast með og spyrjast fyrir um þátttakendur og áttaði mig þá á því að ég þurfti að viðurkenna fyrir sjálfri mér að ég elskhataði þættina sem breyttist fljótlega í hreina ást. Ég horfði því á methraða á allar þáttaraðir Love Island UK , til að vinna upp 18 ára afneitaða raunveruleika ást,“ segir Hildur. Falin ástríða „Við kynntumst í janúar 2020 í vinnunni og þegar við höfðum myndað trúnaðarsamband gat ég opnað á það að ég væri að hámhorfa Love Island og þar hitti skrattinn ömmu sína. Þvílíkur léttir fyrir laumuaðdáandann mig að komast að því að jafn vel gefin og heilsteypt kona og Sveindís væri á kafi í raunveruleikaþáttum,“ segir Hildur. „Mér finnst við hafa þekkst miklu lengur en við kynntumst bara á þessu ári. Í gegnum tíðina hef ég stundum falið ástríðu mína fyrir þessu áhugamáli af því þegar maður nefnir að maður horfir á raunveruleikasjónvarp fær maður oft svör eins og „þetta er svo mikið rusl,“ „ég horfi ekki á svona þvælu,” og „hvernig geturðu horft á þetta?” Ég hugsa slíkt hið sama um fólk sem horfir á íþróttir í sjónvarpinu þannig ég ákvað fyrir nokkru síðan að hætta að skammast mín fyrir þetta.“ Hildur segir að Sveindís hafi byrjað að ýja að því mjög fljótlega að þær ættu að fara af stað með hlaðvarp um raunveruleikaþætti. „Ég hef ofsalega gaman af athygli en fannst þetta samt aðeins of langt út fyrir þægindarammann og var alltaf að vona að hún myndi gleyma þessu. Hún gerði það ekki enda með minni eins og fíll konan, svo var hún bara búin að kaupa allar græjur og þá gat ég ekki bakkað út úr því. Hún er líka ofsalega flinkur sálfræðingur og sannfærði mig um að ég þyrfti að æfa mig í að gera það sem ég óttast( innan skynsamlegra marka). Ég er ofsalega glöð með það í dag því þetta er algjörlega það sem heldur mér gangandi núna. Við erum að vinna í sama sóttvarnarhólfi í vinnunni svo við megum hittast en fyrir utan sóttvarnarhólfs vinnufélaga og fjölskyldu er ég ekki að hitta neinn svo þetta er hápunktur félagslegrar virkni. Svo er markmiðið líka að minnka raunveruleikaástarskömm,“ segir Hildur og Sveindís tekur undir. „Mér finnst Hildur aðallega bara svo fyndin að mér fannst mikilvægt að fleiri fengju að njóta húmorsins hennar. Svo fannst mér bara svo ótrúlega gaman að finna raunveruleikaþáttaelskandi vinkonu að ég er viss um að það eru margir þarna úti eins og við, að horfa í laumi og skammast sín fyrir það en eiga alls ekki að gera það og við viljum opna á umræðuna og hvetja fólk til að vera með okkur. Þess vegna vildum við koma hlaðvarpinu af stað til að finna fleiri eins og okkur, það væri frábært að geta rætt þættina, þátttakendur og skipst á skoðunum við fólk sem er eins þenkjandi.“ Langt frá raunveruleikanum Nafnið Óraunveruleikinn varð fyrir valinu og eru nú komnir nokkrir þættir á Spotify og aðrar efnisveitur. „Við vildum koma því til skila að það sem kemur fram í raunveruleikaþáttum er langt frá raunveruleika flestra. Smá áminning um að vera ekki að bera sig saman við þátttakendur á meðan það er tilvísun í að við fjöllum um raunveruleikaþætti,“ segir Hildur. „Sömuleiðis vildum við hafa nafn sem nær utan um það að við fjöllum um alls konar raunveruleikaþætti og bindum okkur ekki við eina seríu,“ segir Sveindís. Hún bætir við að það sem aðgreini þær frá öðrum hlaðvörpum sé að þær taki ekki bara fyrir eina þáttaröð. „Við fjöllum um raunveruleikaþætti sem eru til sýningar það skiptið á íslensku sjónvarpsstöðvunum. Hlaðvarpið er létt og skemmtilegt, við förum yfir efni hvers þáttar, segjum okkar skoðanir á hinu og þessu og komum líka með ýmislegt aukaefni sem við höfum grafið upp á netinu um þættina og þátttakendur, séð í viðtölum, á samfélagsmiðlum og segjum frá svo fólk þurfi ekki sjálft að standa í að leita eftir. Við fjöllum um alls kyns raunveruleikaþætti, eins og er um Temptation Island og Bachelorette, en við munum síðan fjalla um Love Island og Love is Blind þegar þeir byrja aftur og örugglega um fleiri seríur sem koma út og okkur finnst áhugaverðar.“ Temptation Island þættirnir ganga í stuttu máli út á að pör fara á eyju með einhleypum einstaklingum og eru þar í sitthvoru lagi að kanna hvort sambandið standist það próf.Temptation Island Þær ákváðu að hlusta ekki á önnur hlaðvörp um raunveruleikasjónvarp áður en þær byrjuðu og koma þess í stað með sinn eigin stíl þar sem þeirra persónuleikar fá að njóta sín. „Við erum líka með mjög ólíkan bakgrunn ég er fjögurra barna móðir á fimmtugsaldri á meðan Sveindís er tæplega þrítug þriggja katta mamma. Hún er töluvert skilningsríkari en ég og fær mig stundum til að sýna fólki vægð sem ég hefði ekki annars gert,“ útskýrir Hildur. Jafn órómantísk og Shrek Þáttaraðirnar sem þær eru að taka fyrir núna eru Bachelorette og Love Island en þær horfa á marga þætti og útiloka ekki að fjalla um neinn raunveruleikaþátt, það mun allt bara koma í ljós með tímanum. „Ég horfi á flest sem ég kemst í þó að ég komist ekki með tærnar þar sem Sveindís hefur hælana. Ég hef verið að einbeita mér að raunveruleikaþáttum sem snúast um ástina sem er áhugavert í ljósi þessi að ég er eins órómantísk og Shrek. Ég mæli með Love Island, Temptation Island, Bachelorette og Love on the spectrum,“ segir Hildur. „Sem krakki fór ég að horfa á Survivor og á tímabili setti ég mömmu í það hlutverk að fylgjast með nýjum þáttum af því fótboltaæfingarnar mínar voru á sama tíma og ég varð að vita hvað gerðist og hver var kosinn burt. Þá var nú bara línuleg dagskrá svo það var ekki hægt að redda sér með VODinu eftirá. Þetta tókst svo vel að ég held að mamma sé ennþá að horfa á Survivor með öðru auganu,“ segir Sveindís. „Ég fylgist líka grimmt með America’s Next Top Model og Real Housewives of Orange County og horfi enn á Survivor og RHOC. Ég elska Rupaul’s Drag Race, var rosalega hamingjusöm þegar þættirnir mættu loksins á Netflix því það auðveldaði mjög lífið að þurfa ekki að streyma þeim á netinu og gerir það að verkum að ég horfi á þá eins og Friends áður fyrr, spila hverja seríu aftur og aftur eins og bakgrunnstónlist. Ég kom tiltölulega seint inn í Love Island miðað við flesta en hámhorfði á þá á árinu eins og Hildur og elska þá. Bachelor og Bachelorette hefur stundum orðið fyrir valinu. Ég hef líka rosalega gaman af Top Chef og álíka keppnisþáttum þar sem fólk sýnir hæfileika sína og alls kyns minni seríur á Netflix eins og Glow up, Blown away, Stay here, Restaurant’s on the Edge og svo er ég að reyna að koma Hildi inn í Selling Sunset en það hefur ekki borið árangur ennþá. Svo erum við að horfa á Temptation Island núna og bíðum spenntar eftir fleiri klikkuðum seríum af þáttum eins og Love is Blind.“ Vinkonurnar eru sannir aðdáendur Love Island og eiga eins vatnsflöskur og keppendurnir.Mynd úr einkasafni Pörin tilbúin til að láta freistast Þær hafa báðar mjög gaman af Temptation Island sem eru í sýningu á Stöð 2 í vetur og eiga meira að segja vatnsflöskur eins og keppendur þáttanna fá við komu. „Ég var svo glöð að sjá að það væri búið að endurvekja þessa þætti því ég man eftir að hafa horft á þá þegar ég var unglingur á Skjá 1 hér í gamla gamla daga. Mér finnst þetta svo skemmtilega klikkuð pæling af því ég myndi aldrei hugsa mér að fara í svona aðstæður og finnst einmitt bara svo áhugavert að fylgjast með hvernig fólki farnast í extreme aðstæðum, hef ótrúlega gaman af að sjá samskiptin milli paranna og einhleypa fólksins og ég þarf náttúrulega að vita hvort þetta virki fyrir þau og sambandið þeirra - þó ég voni nú eiginlega að sumir hætti saman eins og John og Kady, ég er ekki svo viss um að það sé það besta í stöðunni fyrir hann að halda áfram í sambandinu, sömuleiðis Nicole og Karl, ég fæ mjög spes vibe frá Karl og held að Nicole gæti blómstrað meira án hans. Svo er svo gaman að hella sér aðeins í dramað. Kaci er ótrúlega jákvæð og gaman að fylgjast með henni en ég veit ekki hvað Evan er að gera og það ímynda ég mér að gæti verið eins og að horfa á lestarslys - langar ekki að gera það en get ekki slitið augun frá. Ég er spennt að sjá hvernig fer með Javen og Shari sem virðast bæði vera að opna sig meira fyrir þessu ferli,“ segir Sveindís. „Sú staðreynd að fólk sé í alvöru tilbúið að fara á eyju til að láta freistast og að maki þeirra sé að gera slíkt hið sama sprengir í mér hugann. Það sem heillar mig í seríunni sem er sýnd á Stöð 2 núna er Kaci og hennar jákvæða hugarfar á meðan ég á erfitt með hvað hún er tilbúin að beygja sig og bugta fyrir maka sinn sem er afskaplega mikið óþolandi að mínu mati. Þegar þau eru að horfa á myndbönd af maka sínum líður mér svo illa en get samt ekki hætt. Það er kannski akkúrat það sem heillar mig við þættina mér finnst þetta óþægilegt en get ekki hætt,“ segir Hildur. Óraunveruleikinn er fyrir alla sem hafa áhuga á raunveruleikaþáttum um ástina. Þættina má finna á öllum helstu efnisveitum.Óraunveruleikinn Gæti fallið fyrir blómavasa „Mér finnst mjög áhugavert að fylgjast með nýlegri seríum af Bachelor og Bachelorette því mér finnst fólk vera orðið ákveðnara og vita meira hvernig það getur lagað þættina að sér, til dæmis með að senda fólk heim strax ef það fýlar það ekki og álíka. Mér finnst líka áhugaverð dýnamík að fylgjast með af því þetta eru svo óeðlilegar deit-aðstæður, margir af sama kyni saman í húsi og eyða meiri tíma saman en með aðilanum sem þeir eru að deita og öll deit eru svo blússandi „over the top“ rómantísk að ég held ég myndi verða ástfangin af blómavasa ef hann færi með mig á svona deit, sem sagt ómögulegt að verða ekki hrifin,“ segir Sveindís. Það er þó ýmislegt sem þær væru til í að sjá öðruvísi í Bachelor og Bachelorette, eins og til dæmis færri keppendur, það þyrfti helst nafnspjöld í byrjun þar sem svo margir sjást í hverjum þætti. „Ég skil ekki af hverju Bachelorette biður ekki elskhuga sinn um að kvænast sér? Tvíverknaður að hún bjóði honum síðustu rósina bara til þess að hann þurfi svo að biðja hennar,“ segir Hildur. Stofnuðu stuðningshóp Þær segja að það vanti klárlega meiri fjölbreytni í val á þátttakendum hvað varðar kynhneigð, kynvitund, kynþátt, fötlun, holdafar og líkamsgerð. „Ég horfi oftast ein því ég á erfitt með að einbeita mér og fólk er oft að anda hátt eða tyggja á meðan það er að horfa með mér og það slær mig útaf laginu. Þegar ég er ein get ég líka fengið útrás fyrir pirring með því að láta þátttakendur heyra það. Enda aldrei verið blíðari við fólk í raunheimum eins og eftir að ég fór að horfa,“ segir Hildur. „Ég kom manninum mínum inn á Jersey Shore og Real Housewives of Orange County stuttu eftir að við byrjuðum saman og síðan þá horfum við á flestallt svona saman. Ég mæli innilega með að venja makann á raunveruleikasjónvarp því það er svo æðislegt að geta spjallað um þættina og hneykslast á keppendum eins og við þekkjum þá persónulega. Við Hildur horfum síðan oftast á þættina sem við erum að fjalla um í sitt hvoru lagi en hittumst og horfum aftur saman til að rifja upp,“ segir Sveindís. „Þið finnið okkur á Spotify, Apple Podcast og öllum helstu podcastveitum, við erum líka á facebook og instagram undir Óraunveruleikinn og opnuðum facebook hóp til að ræða um raunveruleikaþætti sem heitir Stuðningshópur fyrir fólk sem fær ekki nóg af raunveruleikaþáttum, sem við hvetjum fólk sem hefur áhuga á til að koma í,“ segja þær að lokum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Sveindís og Hildur kynntust á vinnustað sínum fyrr á þessu ári og tengdust svo yfir ást sinni á þáttunum Temptation Island sem sýndir eru á Stöð 2. „Ég er miðaldra fjögurra barna móðir og hún er tæplega þrítug svo við þykjumst ná að skoða málin frá ólíkum hliðum. Ég er dæmandi lítil kona á meðan hún er þroskuð og skilningsrík á aðstæður þátttakenda,“ segir Hildur um hlaðvarpið. Byrjaði að horfa með dætrunum Sveindís hefur horft á raunveruleikaþætti frá því hún var barn en Hildur byrjaði fyrst að horfa fyrir alvöru með dætrum sínum í fyrstu Covid bylgjunni. Báðar horfa núna á Temptation Island og Bachelorette og segja að það sé heilög stund í hverri viku. „Ég byrjaði að horfa á alls konar raunveruleikaþætti þegar ég var krakki og Skjár 1 var og hét. Það var svo margt skemmtilegt í gangi þar og sumt sem ég byrjaði að fylgjast með þá er ég ennþá að horfa á. Við höfum vaxið og elst saman eins og gott rauðvín, raunveruleikaþættirnir og ég,“ segir Sveindís. „Ég horfði á fyrsta Bachelor þáttinn sem var sýndur fyrir 18 árum. Ég var á þeim tíma ekki tilbúin að horfast í augu við að ég hefði gaman af þeim og laumu horfði. Temptation Island Scandinavia var sýndur á svipuðum tíma en þá var ég búsett í Noregi og gat verið opnari með áhuga minn, enda þekkti ég nánast engan. Síðan tók við 18 ára hlé. Í Covid hömlunar ástandinu þarf kona að hugsa út fyrir boxið til að láta tímann líða. Eftir að hafa býsnast yfir Love Island þegar dætur mínar voru að horfa fann ég að ég gat ekki hætt að fylgjast með og spyrjast fyrir um þátttakendur og áttaði mig þá á því að ég þurfti að viðurkenna fyrir sjálfri mér að ég elskhataði þættina sem breyttist fljótlega í hreina ást. Ég horfði því á methraða á allar þáttaraðir Love Island UK , til að vinna upp 18 ára afneitaða raunveruleika ást,“ segir Hildur. Falin ástríða „Við kynntumst í janúar 2020 í vinnunni og þegar við höfðum myndað trúnaðarsamband gat ég opnað á það að ég væri að hámhorfa Love Island og þar hitti skrattinn ömmu sína. Þvílíkur léttir fyrir laumuaðdáandann mig að komast að því að jafn vel gefin og heilsteypt kona og Sveindís væri á kafi í raunveruleikaþáttum,“ segir Hildur. „Mér finnst við hafa þekkst miklu lengur en við kynntumst bara á þessu ári. Í gegnum tíðina hef ég stundum falið ástríðu mína fyrir þessu áhugamáli af því þegar maður nefnir að maður horfir á raunveruleikasjónvarp fær maður oft svör eins og „þetta er svo mikið rusl,“ „ég horfi ekki á svona þvælu,” og „hvernig geturðu horft á þetta?” Ég hugsa slíkt hið sama um fólk sem horfir á íþróttir í sjónvarpinu þannig ég ákvað fyrir nokkru síðan að hætta að skammast mín fyrir þetta.“ Hildur segir að Sveindís hafi byrjað að ýja að því mjög fljótlega að þær ættu að fara af stað með hlaðvarp um raunveruleikaþætti. „Ég hef ofsalega gaman af athygli en fannst þetta samt aðeins of langt út fyrir þægindarammann og var alltaf að vona að hún myndi gleyma þessu. Hún gerði það ekki enda með minni eins og fíll konan, svo var hún bara búin að kaupa allar græjur og þá gat ég ekki bakkað út úr því. Hún er líka ofsalega flinkur sálfræðingur og sannfærði mig um að ég þyrfti að æfa mig í að gera það sem ég óttast( innan skynsamlegra marka). Ég er ofsalega glöð með það í dag því þetta er algjörlega það sem heldur mér gangandi núna. Við erum að vinna í sama sóttvarnarhólfi í vinnunni svo við megum hittast en fyrir utan sóttvarnarhólfs vinnufélaga og fjölskyldu er ég ekki að hitta neinn svo þetta er hápunktur félagslegrar virkni. Svo er markmiðið líka að minnka raunveruleikaástarskömm,“ segir Hildur og Sveindís tekur undir. „Mér finnst Hildur aðallega bara svo fyndin að mér fannst mikilvægt að fleiri fengju að njóta húmorsins hennar. Svo fannst mér bara svo ótrúlega gaman að finna raunveruleikaþáttaelskandi vinkonu að ég er viss um að það eru margir þarna úti eins og við, að horfa í laumi og skammast sín fyrir það en eiga alls ekki að gera það og við viljum opna á umræðuna og hvetja fólk til að vera með okkur. Þess vegna vildum við koma hlaðvarpinu af stað til að finna fleiri eins og okkur, það væri frábært að geta rætt þættina, þátttakendur og skipst á skoðunum við fólk sem er eins þenkjandi.“ Langt frá raunveruleikanum Nafnið Óraunveruleikinn varð fyrir valinu og eru nú komnir nokkrir þættir á Spotify og aðrar efnisveitur. „Við vildum koma því til skila að það sem kemur fram í raunveruleikaþáttum er langt frá raunveruleika flestra. Smá áminning um að vera ekki að bera sig saman við þátttakendur á meðan það er tilvísun í að við fjöllum um raunveruleikaþætti,“ segir Hildur. „Sömuleiðis vildum við hafa nafn sem nær utan um það að við fjöllum um alls konar raunveruleikaþætti og bindum okkur ekki við eina seríu,“ segir Sveindís. Hún bætir við að það sem aðgreini þær frá öðrum hlaðvörpum sé að þær taki ekki bara fyrir eina þáttaröð. „Við fjöllum um raunveruleikaþætti sem eru til sýningar það skiptið á íslensku sjónvarpsstöðvunum. Hlaðvarpið er létt og skemmtilegt, við förum yfir efni hvers þáttar, segjum okkar skoðanir á hinu og þessu og komum líka með ýmislegt aukaefni sem við höfum grafið upp á netinu um þættina og þátttakendur, séð í viðtölum, á samfélagsmiðlum og segjum frá svo fólk þurfi ekki sjálft að standa í að leita eftir. Við fjöllum um alls kyns raunveruleikaþætti, eins og er um Temptation Island og Bachelorette, en við munum síðan fjalla um Love Island og Love is Blind þegar þeir byrja aftur og örugglega um fleiri seríur sem koma út og okkur finnst áhugaverðar.“ Temptation Island þættirnir ganga í stuttu máli út á að pör fara á eyju með einhleypum einstaklingum og eru þar í sitthvoru lagi að kanna hvort sambandið standist það próf.Temptation Island Þær ákváðu að hlusta ekki á önnur hlaðvörp um raunveruleikasjónvarp áður en þær byrjuðu og koma þess í stað með sinn eigin stíl þar sem þeirra persónuleikar fá að njóta sín. „Við erum líka með mjög ólíkan bakgrunn ég er fjögurra barna móðir á fimmtugsaldri á meðan Sveindís er tæplega þrítug þriggja katta mamma. Hún er töluvert skilningsríkari en ég og fær mig stundum til að sýna fólki vægð sem ég hefði ekki annars gert,“ útskýrir Hildur. Jafn órómantísk og Shrek Þáttaraðirnar sem þær eru að taka fyrir núna eru Bachelorette og Love Island en þær horfa á marga þætti og útiloka ekki að fjalla um neinn raunveruleikaþátt, það mun allt bara koma í ljós með tímanum. „Ég horfi á flest sem ég kemst í þó að ég komist ekki með tærnar þar sem Sveindís hefur hælana. Ég hef verið að einbeita mér að raunveruleikaþáttum sem snúast um ástina sem er áhugavert í ljósi þessi að ég er eins órómantísk og Shrek. Ég mæli með Love Island, Temptation Island, Bachelorette og Love on the spectrum,“ segir Hildur. „Sem krakki fór ég að horfa á Survivor og á tímabili setti ég mömmu í það hlutverk að fylgjast með nýjum þáttum af því fótboltaæfingarnar mínar voru á sama tíma og ég varð að vita hvað gerðist og hver var kosinn burt. Þá var nú bara línuleg dagskrá svo það var ekki hægt að redda sér með VODinu eftirá. Þetta tókst svo vel að ég held að mamma sé ennþá að horfa á Survivor með öðru auganu,“ segir Sveindís. „Ég fylgist líka grimmt með America’s Next Top Model og Real Housewives of Orange County og horfi enn á Survivor og RHOC. Ég elska Rupaul’s Drag Race, var rosalega hamingjusöm þegar þættirnir mættu loksins á Netflix því það auðveldaði mjög lífið að þurfa ekki að streyma þeim á netinu og gerir það að verkum að ég horfi á þá eins og Friends áður fyrr, spila hverja seríu aftur og aftur eins og bakgrunnstónlist. Ég kom tiltölulega seint inn í Love Island miðað við flesta en hámhorfði á þá á árinu eins og Hildur og elska þá. Bachelor og Bachelorette hefur stundum orðið fyrir valinu. Ég hef líka rosalega gaman af Top Chef og álíka keppnisþáttum þar sem fólk sýnir hæfileika sína og alls kyns minni seríur á Netflix eins og Glow up, Blown away, Stay here, Restaurant’s on the Edge og svo er ég að reyna að koma Hildi inn í Selling Sunset en það hefur ekki borið árangur ennþá. Svo erum við að horfa á Temptation Island núna og bíðum spenntar eftir fleiri klikkuðum seríum af þáttum eins og Love is Blind.“ Vinkonurnar eru sannir aðdáendur Love Island og eiga eins vatnsflöskur og keppendurnir.Mynd úr einkasafni Pörin tilbúin til að láta freistast Þær hafa báðar mjög gaman af Temptation Island sem eru í sýningu á Stöð 2 í vetur og eiga meira að segja vatnsflöskur eins og keppendur þáttanna fá við komu. „Ég var svo glöð að sjá að það væri búið að endurvekja þessa þætti því ég man eftir að hafa horft á þá þegar ég var unglingur á Skjá 1 hér í gamla gamla daga. Mér finnst þetta svo skemmtilega klikkuð pæling af því ég myndi aldrei hugsa mér að fara í svona aðstæður og finnst einmitt bara svo áhugavert að fylgjast með hvernig fólki farnast í extreme aðstæðum, hef ótrúlega gaman af að sjá samskiptin milli paranna og einhleypa fólksins og ég þarf náttúrulega að vita hvort þetta virki fyrir þau og sambandið þeirra - þó ég voni nú eiginlega að sumir hætti saman eins og John og Kady, ég er ekki svo viss um að það sé það besta í stöðunni fyrir hann að halda áfram í sambandinu, sömuleiðis Nicole og Karl, ég fæ mjög spes vibe frá Karl og held að Nicole gæti blómstrað meira án hans. Svo er svo gaman að hella sér aðeins í dramað. Kaci er ótrúlega jákvæð og gaman að fylgjast með henni en ég veit ekki hvað Evan er að gera og það ímynda ég mér að gæti verið eins og að horfa á lestarslys - langar ekki að gera það en get ekki slitið augun frá. Ég er spennt að sjá hvernig fer með Javen og Shari sem virðast bæði vera að opna sig meira fyrir þessu ferli,“ segir Sveindís. „Sú staðreynd að fólk sé í alvöru tilbúið að fara á eyju til að láta freistast og að maki þeirra sé að gera slíkt hið sama sprengir í mér hugann. Það sem heillar mig í seríunni sem er sýnd á Stöð 2 núna er Kaci og hennar jákvæða hugarfar á meðan ég á erfitt með hvað hún er tilbúin að beygja sig og bugta fyrir maka sinn sem er afskaplega mikið óþolandi að mínu mati. Þegar þau eru að horfa á myndbönd af maka sínum líður mér svo illa en get samt ekki hætt. Það er kannski akkúrat það sem heillar mig við þættina mér finnst þetta óþægilegt en get ekki hætt,“ segir Hildur. Óraunveruleikinn er fyrir alla sem hafa áhuga á raunveruleikaþáttum um ástina. Þættina má finna á öllum helstu efnisveitum.Óraunveruleikinn Gæti fallið fyrir blómavasa „Mér finnst mjög áhugavert að fylgjast með nýlegri seríum af Bachelor og Bachelorette því mér finnst fólk vera orðið ákveðnara og vita meira hvernig það getur lagað þættina að sér, til dæmis með að senda fólk heim strax ef það fýlar það ekki og álíka. Mér finnst líka áhugaverð dýnamík að fylgjast með af því þetta eru svo óeðlilegar deit-aðstæður, margir af sama kyni saman í húsi og eyða meiri tíma saman en með aðilanum sem þeir eru að deita og öll deit eru svo blússandi „over the top“ rómantísk að ég held ég myndi verða ástfangin af blómavasa ef hann færi með mig á svona deit, sem sagt ómögulegt að verða ekki hrifin,“ segir Sveindís. Það er þó ýmislegt sem þær væru til í að sjá öðruvísi í Bachelor og Bachelorette, eins og til dæmis færri keppendur, það þyrfti helst nafnspjöld í byrjun þar sem svo margir sjást í hverjum þætti. „Ég skil ekki af hverju Bachelorette biður ekki elskhuga sinn um að kvænast sér? Tvíverknaður að hún bjóði honum síðustu rósina bara til þess að hann þurfi svo að biðja hennar,“ segir Hildur. Stofnuðu stuðningshóp Þær segja að það vanti klárlega meiri fjölbreytni í val á þátttakendum hvað varðar kynhneigð, kynvitund, kynþátt, fötlun, holdafar og líkamsgerð. „Ég horfi oftast ein því ég á erfitt með að einbeita mér og fólk er oft að anda hátt eða tyggja á meðan það er að horfa með mér og það slær mig útaf laginu. Þegar ég er ein get ég líka fengið útrás fyrir pirring með því að láta þátttakendur heyra það. Enda aldrei verið blíðari við fólk í raunheimum eins og eftir að ég fór að horfa,“ segir Hildur. „Ég kom manninum mínum inn á Jersey Shore og Real Housewives of Orange County stuttu eftir að við byrjuðum saman og síðan þá horfum við á flestallt svona saman. Ég mæli innilega með að venja makann á raunveruleikasjónvarp því það er svo æðislegt að geta spjallað um þættina og hneykslast á keppendum eins og við þekkjum þá persónulega. Við Hildur horfum síðan oftast á þættina sem við erum að fjalla um í sitt hvoru lagi en hittumst og horfum aftur saman til að rifja upp,“ segir Sveindís. „Þið finnið okkur á Spotify, Apple Podcast og öllum helstu podcastveitum, við erum líka á facebook og instagram undir Óraunveruleikinn og opnuðum facebook hóp til að ræða um raunveruleikaþætti sem heitir Stuðningshópur fyrir fólk sem fær ekki nóg af raunveruleikaþáttum, sem við hvetjum fólk sem hefur áhuga á til að koma í,“ segja þær að lokum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira