„Erfitt að brjóta þetta lið“ Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2020 14:30 Elín Metta Jensen hefur verið sjóðheit í undankeppni EM og skorað í öllum leikjum Íslands nema einum, alls sex mörk. vísir/vilhelm „Þær geta verið hörkugóðar,“ segir Elín Metta Jensen um landslið Slóvakíu fyrir leikinn mikilvæga í undankeppni EM á morgun. Ísland þarf á stigi að halda til að tryggja sér 2. sætið í riðlinum sem dugar til að komast í umspil um sæti á EM í Englandi. Vinni Ísland á morgun og lokaleikinn við Ungverjaland á þriðjudag gæti liðið auk þess komist beint á EM, án umspils, sem eitt af þremur liðum með bestan árangur í 2. sæti síns riðils. Elín Metta var lykillinn að sigri 1-0 sigrinum gegn Slóvakíu á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári með marki um miðjan seinni hálfleik. Ljóst er að varnarleikur er aðalsmerki slóvakíska liðsins: Klippa: Elín Metta um Slóvakíu „Þetta er mjög baráttuglatt lið, eins og við. Við þurfum að vera þolinmóðar, því það er erfitt að brjóta þetta lið. Þær eru agaðar og skipulagðar, svo það þýðir alls ekki að mæta eitthvað slakar til leiks þó að við höfum unnið þær síðast. Þær geta verið hörkugóðar.“ Algjör veisla fyrir þau lið sem komast á EM Markmið íslenska liðsins er skýrt, að komast fjórða skiptið í röð á EM, og í þetta sinn fer mótið fram í Englandi sem ýmsir líta á sem vöggu fótboltans. „Ég held að þetta verði örugglega mjög gott mót fyrir kvennaknattspyrnuna í heild sinni. Það að halda þetta í Englandi er risastórt fyrir kvennaboltann og ég held að þetta verði algjör veisla fyrir þau lið sem komast á EM. Ég vona innilega að Ísland komist á EM. Við erum með stelpur sem eru nýskriðnar úr því að vera efnilegar í að vera virkilega góðar, og það verður spennandi að fylgjast með þeim á næstu árum. Ég er viss um það að ef við komumst á EM þá munu þær blómstra þar,“ segir Elín Metta. Klippa: Elín Metta um EM í Englandi Óvanalegt er að leikið sé í undankeppni svo seint á árinu en það er vegna frestana af völdum kórónuveirufaraldursins. Elín Metta er ein af mörgum leikmönnum íslenska hópsins sem leika með íslenskum félagsliðum, og hafa því lítið spilað síðustu tvo mánuði. Á fínum stað miðað við allt Ekki er að heyra á þessari 25 ára gömlu markavél, sem skorað hefur sex mörk í sex leikjum í undankeppninni, að það komi að sök: „Við Valsararnir fengum aukaleik núna fyrir stuttu og það hefur hjálpað okkur að hafa verið að æfa stíft fyrir Meistaradeildina. Aðrar af okkur sem spilum heima hafa líka fengið tækifæri til að æfa og æft vel, þannig að mér finnst við vera á fínum stað miðað við allt,“ segir Elín Metta, og bætir við að íslenski hópurinn hafi verið í mjög góðum málum í Bratislava síðustu daga, þó að hann hafi reyndar þurft að skjótast yfir landamærin til Austurríkis til að æfa vegna sóttvarnareglna í Slóvakíu. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Ætlum beint á EM og verðum með enn betra lið þá „Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir um Evrópumótið í fótbolta, fyrir leikina tvo sem gætu skilað Íslandi á mótið. 25. nóvember 2020 12:00 Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Patrícia Hmírová hefur skorað 80% marka Slóvakíu en missir af leiknum mikilvæga við Ísland á fimmtudaginn vegna kórónuveirusmits. 24. nóvember 2020 17:01 Íslensku stelpurnar þurfa að fara yfir landamærin til þess að geta æft Sóttvarnarreglur í Slóvakíu hafa einnig áhrif á undirbúning íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir tvo leiki í undankeppni EM. 24. nóvember 2020 13:01 Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
„Þær geta verið hörkugóðar,“ segir Elín Metta Jensen um landslið Slóvakíu fyrir leikinn mikilvæga í undankeppni EM á morgun. Ísland þarf á stigi að halda til að tryggja sér 2. sætið í riðlinum sem dugar til að komast í umspil um sæti á EM í Englandi. Vinni Ísland á morgun og lokaleikinn við Ungverjaland á þriðjudag gæti liðið auk þess komist beint á EM, án umspils, sem eitt af þremur liðum með bestan árangur í 2. sæti síns riðils. Elín Metta var lykillinn að sigri 1-0 sigrinum gegn Slóvakíu á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári með marki um miðjan seinni hálfleik. Ljóst er að varnarleikur er aðalsmerki slóvakíska liðsins: Klippa: Elín Metta um Slóvakíu „Þetta er mjög baráttuglatt lið, eins og við. Við þurfum að vera þolinmóðar, því það er erfitt að brjóta þetta lið. Þær eru agaðar og skipulagðar, svo það þýðir alls ekki að mæta eitthvað slakar til leiks þó að við höfum unnið þær síðast. Þær geta verið hörkugóðar.“ Algjör veisla fyrir þau lið sem komast á EM Markmið íslenska liðsins er skýrt, að komast fjórða skiptið í röð á EM, og í þetta sinn fer mótið fram í Englandi sem ýmsir líta á sem vöggu fótboltans. „Ég held að þetta verði örugglega mjög gott mót fyrir kvennaknattspyrnuna í heild sinni. Það að halda þetta í Englandi er risastórt fyrir kvennaboltann og ég held að þetta verði algjör veisla fyrir þau lið sem komast á EM. Ég vona innilega að Ísland komist á EM. Við erum með stelpur sem eru nýskriðnar úr því að vera efnilegar í að vera virkilega góðar, og það verður spennandi að fylgjast með þeim á næstu árum. Ég er viss um það að ef við komumst á EM þá munu þær blómstra þar,“ segir Elín Metta. Klippa: Elín Metta um EM í Englandi Óvanalegt er að leikið sé í undankeppni svo seint á árinu en það er vegna frestana af völdum kórónuveirufaraldursins. Elín Metta er ein af mörgum leikmönnum íslenska hópsins sem leika með íslenskum félagsliðum, og hafa því lítið spilað síðustu tvo mánuði. Á fínum stað miðað við allt Ekki er að heyra á þessari 25 ára gömlu markavél, sem skorað hefur sex mörk í sex leikjum í undankeppninni, að það komi að sök: „Við Valsararnir fengum aukaleik núna fyrir stuttu og það hefur hjálpað okkur að hafa verið að æfa stíft fyrir Meistaradeildina. Aðrar af okkur sem spilum heima hafa líka fengið tækifæri til að æfa og æft vel, þannig að mér finnst við vera á fínum stað miðað við allt,“ segir Elín Metta, og bætir við að íslenski hópurinn hafi verið í mjög góðum málum í Bratislava síðustu daga, þó að hann hafi reyndar þurft að skjótast yfir landamærin til Austurríkis til að æfa vegna sóttvarnareglna í Slóvakíu.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Ætlum beint á EM og verðum með enn betra lið þá „Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir um Evrópumótið í fótbolta, fyrir leikina tvo sem gætu skilað Íslandi á mótið. 25. nóvember 2020 12:00 Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Patrícia Hmírová hefur skorað 80% marka Slóvakíu en missir af leiknum mikilvæga við Ísland á fimmtudaginn vegna kórónuveirusmits. 24. nóvember 2020 17:01 Íslensku stelpurnar þurfa að fara yfir landamærin til þess að geta æft Sóttvarnarreglur í Slóvakíu hafa einnig áhrif á undirbúning íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir tvo leiki í undankeppni EM. 24. nóvember 2020 13:01 Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Ætlum beint á EM og verðum með enn betra lið þá „Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir um Evrópumótið í fótbolta, fyrir leikina tvo sem gætu skilað Íslandi á mótið. 25. nóvember 2020 12:00
Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Patrícia Hmírová hefur skorað 80% marka Slóvakíu en missir af leiknum mikilvæga við Ísland á fimmtudaginn vegna kórónuveirusmits. 24. nóvember 2020 17:01
Íslensku stelpurnar þurfa að fara yfir landamærin til þess að geta æft Sóttvarnarreglur í Slóvakíu hafa einnig áhrif á undirbúning íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir tvo leiki í undankeppni EM. 24. nóvember 2020 13:01
Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti