Hvað þarf til að Ísland spili á EM í Englandi? Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2020 09:01 Íslenska landsliðið komst á EM 2009, 2013 og 2017 og ætlar sér að spila á EM sem fram fer árið 2022, en mótinu var frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins. vísir/vilhelm Fagna Íslendingar EM-sæti á þriðjudaginn? Fer íslenska liðið í umspil? Verður EM-draumurinn kannski að engu í Ungverjalandi, í annað sinn á skömmum tíma? Fagna Íslendingar EM-sæti á þriðjudaginn? Fer íslenska liðið í umspil? Verður EM-draumurinn kannski að engu í Ungverjalandi, í annað sinn á skömmum tíma? Á íslensku má alltaf finna svar. Í stuttu máli má segja að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta eigi mjög góða möguleika á að komast beint á EM í Englandi vinni það síðustu tvo leiki sína í undankeppninni. Það er þó ekki alveg öruggt eins og nánar er farið yfir hér að neðan. Ísland mætir Slóvakíu í bænum Senec í dag og svo Ungverjalandi í Újpest þriðjudaginn 1. desember. Staðan í riðli Íslands er þannig að Svíþjóð er efst með 19 stig og hefur þegar tryggt sér efsta sætið og þar með farseðilinn til Englands. Ísland er í 2. sæti með 13 stig, Slóvakía með 10, Ungverjaland 7 og Lettland 0. Ungverjaland á aðeins eftir leik sinn við Ísland, og Slóvakía og Svíþjóð mætast í lokaumferðinni. Lettland hefur lokið keppni. Leikið er í níu undanriðlum og komast þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti beint á EM. Hin sex liðin fara í umspil um þrjú síðustu lausu sætin á EM, þar sem 16 lið taka þátt. Slóvakía getur enn náð sætinu af Íslandi Sem sagt, Ísland þarf í fyrsta lagi að tryggja sér 2. sæti. Til þess dugar að ná jafntefli gegn Slóvakíu í dag. Vinni Slóvakía þyrfti Ísland að ná í stig gegn Ungverjalandi í lokaumferðinni og hugsanlega að treysta á hjálp frá Svíum sem mæta Slóvökum. Elín Metta Jensen ræddi möguleika Íslands við Vísi í gær: Klippa: Elín Metta um EM-möguleikana Ef Ísland nær 2. sæti má samt slá því föstu að liðið þurfi að fara í umspil ef það vinnur ekki leikina tvo sem það á eftir. Umspilið fer fram 5.-13. apríl á næsta ári og verður leikið heima og að heiman. Hvað ef að Ísland vinnur báða leikina? Vinnist leikirnir við Slóvakíu og Ungverjaland eru möguleikarnir hins vegar mjög góðir á að komast beint á EM, þó að ekkert sé öruggt. Ísland væri þá með 19 stig og betri árangur en liðin í A-, C-, D- og I-riðli, en þyrfti að treysta á hagstæð úrslit í tveimur riðlum af þessum fjórum til viðbótar: B-riðill: Ítalía endar í 2. sæti riðilsins. Íslandi dugar að vinna báða sína leiki til að gera betur en Ítalía nema að Ítalir vinni Ísrael á heimavelli og topplið Danmerkur á útivelli. H-riðill: Sviss (19 stig) og Belgía (18 stig) eru efst og mætast í Belgíu á þriðjudaginn. Aðeins jafntefli þar gefur möguleika á að lið úr H-riðli komist á EM á kostnað Íslands. Belgía myndi þá enda í 2. sæti með 19 stig, með 11 mörkum betri markatölu en Ísland er með núna. Vinni Belgar enda Svisslendingar í 2. sæti með 19 stig og verri markatölu en Ísland, að því gefnu að Ísland vinni sína tvo leiki, og vinni Sviss enda Belgar með 18 stig í 2. sæti. G-riðill: Þarna virðist minnst von fyrir Ísland. Frakkland og Austurríki eru jöfn með 16 stig, eiga tvo leiki eftir hvort og mætast í Frakklandi á morgun. Ef liðin gera jafntefli gæti liðið í 2. sæti endað með 20 stig, fyrir ofan Ísland. Vinni annað liðið er líklegt að hitt endi í 2. sæti með 19 stig og að minnsta kosti fimm mörkum betri markatölu en Ísland er með núna. E-riðill: Enn á eftir að spila fjölda leikja í riðlinum því fjórum leikjum var frestað fram í febrúar vegna kórónuveirufaraldursins. Finnland, Portúgal og Skotland eru í baráttunni um efstu tvö sætin og er staðan mjög óljós, en gæti skýrst eftir leik Portúgals og Skotlands á morgun og leik Skotlands og Finnlands á þriðjudaginn. EM 2021 í Englandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Fagna Íslendingar EM-sæti á þriðjudaginn? Fer íslenska liðið í umspil? Verður EM-draumurinn kannski að engu í Ungverjalandi, í annað sinn á skömmum tíma? Á íslensku má alltaf finna svar. Í stuttu máli má segja að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta eigi mjög góða möguleika á að komast beint á EM í Englandi vinni það síðustu tvo leiki sína í undankeppninni. Það er þó ekki alveg öruggt eins og nánar er farið yfir hér að neðan. Ísland mætir Slóvakíu í bænum Senec í dag og svo Ungverjalandi í Újpest þriðjudaginn 1. desember. Staðan í riðli Íslands er þannig að Svíþjóð er efst með 19 stig og hefur þegar tryggt sér efsta sætið og þar með farseðilinn til Englands. Ísland er í 2. sæti með 13 stig, Slóvakía með 10, Ungverjaland 7 og Lettland 0. Ungverjaland á aðeins eftir leik sinn við Ísland, og Slóvakía og Svíþjóð mætast í lokaumferðinni. Lettland hefur lokið keppni. Leikið er í níu undanriðlum og komast þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti beint á EM. Hin sex liðin fara í umspil um þrjú síðustu lausu sætin á EM, þar sem 16 lið taka þátt. Slóvakía getur enn náð sætinu af Íslandi Sem sagt, Ísland þarf í fyrsta lagi að tryggja sér 2. sæti. Til þess dugar að ná jafntefli gegn Slóvakíu í dag. Vinni Slóvakía þyrfti Ísland að ná í stig gegn Ungverjalandi í lokaumferðinni og hugsanlega að treysta á hjálp frá Svíum sem mæta Slóvökum. Elín Metta Jensen ræddi möguleika Íslands við Vísi í gær: Klippa: Elín Metta um EM-möguleikana Ef Ísland nær 2. sæti má samt slá því föstu að liðið þurfi að fara í umspil ef það vinnur ekki leikina tvo sem það á eftir. Umspilið fer fram 5.-13. apríl á næsta ári og verður leikið heima og að heiman. Hvað ef að Ísland vinnur báða leikina? Vinnist leikirnir við Slóvakíu og Ungverjaland eru möguleikarnir hins vegar mjög góðir á að komast beint á EM, þó að ekkert sé öruggt. Ísland væri þá með 19 stig og betri árangur en liðin í A-, C-, D- og I-riðli, en þyrfti að treysta á hagstæð úrslit í tveimur riðlum af þessum fjórum til viðbótar: B-riðill: Ítalía endar í 2. sæti riðilsins. Íslandi dugar að vinna báða sína leiki til að gera betur en Ítalía nema að Ítalir vinni Ísrael á heimavelli og topplið Danmerkur á útivelli. H-riðill: Sviss (19 stig) og Belgía (18 stig) eru efst og mætast í Belgíu á þriðjudaginn. Aðeins jafntefli þar gefur möguleika á að lið úr H-riðli komist á EM á kostnað Íslands. Belgía myndi þá enda í 2. sæti með 19 stig, með 11 mörkum betri markatölu en Ísland er með núna. Vinni Belgar enda Svisslendingar í 2. sæti með 19 stig og verri markatölu en Ísland, að því gefnu að Ísland vinni sína tvo leiki, og vinni Sviss enda Belgar með 18 stig í 2. sæti. G-riðill: Þarna virðist minnst von fyrir Ísland. Frakkland og Austurríki eru jöfn með 16 stig, eiga tvo leiki eftir hvort og mætast í Frakklandi á morgun. Ef liðin gera jafntefli gæti liðið í 2. sæti endað með 20 stig, fyrir ofan Ísland. Vinni annað liðið er líklegt að hitt endi í 2. sæti með 19 stig og að minnsta kosti fimm mörkum betri markatölu en Ísland er með núna. E-riðill: Enn á eftir að spila fjölda leikja í riðlinum því fjórum leikjum var frestað fram í febrúar vegna kórónuveirufaraldursins. Finnland, Portúgal og Skotland eru í baráttunni um efstu tvö sætin og er staðan mjög óljós, en gæti skýrst eftir leik Portúgals og Skotlands á morgun og leik Skotlands og Finnlands á þriðjudaginn.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira