Stuðst við sjúkrasögu til að boða áhættuhópa í bólusetningu Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2020 18:30 Undirbúningsvinna stendur yfir hér á landi vegna bólusetninga við kórónuveirunni. Vísir/VIlhelm Þeir sem eru í áhættuhópi gagnvart kórónuveirunni munu fá rafrænt boð um að mæta í bólusetningu. Stuðst verður við sjúkrasögu sem er vistuð í gagnagrunni heilbrigðiskerfisins. Heilbrigðisráðuneytið leggur nú lokahönd á reglugerð um forgangshópa í bóluefni við kórónuveirunni. Stuðst verður við leiðbeiningar frá Alþjóðheilbrigðismálastofnuninni um forgangshópa. Heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur með sjúklingum og aldraðir eru þar í fyrsta hópi. Í öðrum hópi eru einstaklingar með hjarta- og æðasjúkdóma, lungnasjúkdóma, offitu eða sykursýki. „Við erum með öruggt sjúkraskrárkerfi þar sem sjúkdómsgreiningar eru vel skráðar. Þannig að við eigum að geta kallað til fólk. Þeir sem stýra þessu munu leita eftir upplýsingum hjá heilbrigðisstofnunum um starfsmenn og þá sem þurfa á þessari þjónustu að halda og eru í forgangshópi,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm „Þeir sem eru með alvarlega sjúkdóma eiga að vera skráðir í sjúkraskrár kerfin sem eru í notkun hér á landi og eiga að vera í gagnagrunni landlæknis. Þetta ætti því að vera auðvelt.“ Þannig að ef maður er í áhættuhópi, með hjarta- eða æðasjúkdóm, lungnasjúkdóm, með sykursýki eða í offitu, þá á maður að fá boð þegar kemur að þessu? „Já, það á að vera alveg tryggt,“ svar Óskar. Unnið er að því að boða í bólusetningar með rafrænum hætti líkt og gert er með skimanir. Þannig sent verður út SMS og fólk fær strikamerki og mætir? „Ég vona að það verði með þeim hætti, fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur, það fái boð.“ Ef bóluefni verður af skornum skammti þarf að forgangsraða á milli áhættuhópa. Í heilbrigðiskerfinu er verið að greina þá sem sýkst hafa af veirunni til að meta hvort meiri áhætta sé af einum undirliggjandi sjúkdómi heldur en öðrum í tengslum við Covid. Ísland mun fá bóluefni í gegnum samstarf við Evrópusambandið. Vonast er til að bóluefni verði komið um áramótin. „Okkur dreymir um að fá bóluefni sem allra fyrst til landsins. Vonandi fáum við bóluefni á næstu vikum. En við getum ekki verið viss um að það komi í desember, en það er talað um í kringum áramótin.“ Hann segir að heilsugæslan geti bólusett þjóðina ef nógu mikið bóluefni er í boði. „Við á höfuðborgarsvæðinu erum með 19 heilsugæslustöðvar sem við getum nýtt allar. Fyrirtæki hafa einnig boðið okkur stóra sali á þeirra vegum sem við gætum notað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Þeir sem eru í áhættuhópi gagnvart kórónuveirunni munu fá rafrænt boð um að mæta í bólusetningu. Stuðst verður við sjúkrasögu sem er vistuð í gagnagrunni heilbrigðiskerfisins. Heilbrigðisráðuneytið leggur nú lokahönd á reglugerð um forgangshópa í bóluefni við kórónuveirunni. Stuðst verður við leiðbeiningar frá Alþjóðheilbrigðismálastofnuninni um forgangshópa. Heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur með sjúklingum og aldraðir eru þar í fyrsta hópi. Í öðrum hópi eru einstaklingar með hjarta- og æðasjúkdóma, lungnasjúkdóma, offitu eða sykursýki. „Við erum með öruggt sjúkraskrárkerfi þar sem sjúkdómsgreiningar eru vel skráðar. Þannig að við eigum að geta kallað til fólk. Þeir sem stýra þessu munu leita eftir upplýsingum hjá heilbrigðisstofnunum um starfsmenn og þá sem þurfa á þessari þjónustu að halda og eru í forgangshópi,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm „Þeir sem eru með alvarlega sjúkdóma eiga að vera skráðir í sjúkraskrár kerfin sem eru í notkun hér á landi og eiga að vera í gagnagrunni landlæknis. Þetta ætti því að vera auðvelt.“ Þannig að ef maður er í áhættuhópi, með hjarta- eða æðasjúkdóm, lungnasjúkdóm, með sykursýki eða í offitu, þá á maður að fá boð þegar kemur að þessu? „Já, það á að vera alveg tryggt,“ svar Óskar. Unnið er að því að boða í bólusetningar með rafrænum hætti líkt og gert er með skimanir. Þannig sent verður út SMS og fólk fær strikamerki og mætir? „Ég vona að það verði með þeim hætti, fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur, það fái boð.“ Ef bóluefni verður af skornum skammti þarf að forgangsraða á milli áhættuhópa. Í heilbrigðiskerfinu er verið að greina þá sem sýkst hafa af veirunni til að meta hvort meiri áhætta sé af einum undirliggjandi sjúkdómi heldur en öðrum í tengslum við Covid. Ísland mun fá bóluefni í gegnum samstarf við Evrópusambandið. Vonast er til að bóluefni verði komið um áramótin. „Okkur dreymir um að fá bóluefni sem allra fyrst til landsins. Vonandi fáum við bóluefni á næstu vikum. En við getum ekki verið viss um að það komi í desember, en það er talað um í kringum áramótin.“ Hann segir að heilsugæslan geti bólusett þjóðina ef nógu mikið bóluefni er í boði. „Við á höfuðborgarsvæðinu erum með 19 heilsugæslustöðvar sem við getum nýtt allar. Fyrirtæki hafa einnig boðið okkur stóra sali á þeirra vegum sem við gætum notað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira