Stuðst við sjúkrasögu til að boða áhættuhópa í bólusetningu Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2020 18:30 Undirbúningsvinna stendur yfir hér á landi vegna bólusetninga við kórónuveirunni. Vísir/VIlhelm Þeir sem eru í áhættuhópi gagnvart kórónuveirunni munu fá rafrænt boð um að mæta í bólusetningu. Stuðst verður við sjúkrasögu sem er vistuð í gagnagrunni heilbrigðiskerfisins. Heilbrigðisráðuneytið leggur nú lokahönd á reglugerð um forgangshópa í bóluefni við kórónuveirunni. Stuðst verður við leiðbeiningar frá Alþjóðheilbrigðismálastofnuninni um forgangshópa. Heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur með sjúklingum og aldraðir eru þar í fyrsta hópi. Í öðrum hópi eru einstaklingar með hjarta- og æðasjúkdóma, lungnasjúkdóma, offitu eða sykursýki. „Við erum með öruggt sjúkraskrárkerfi þar sem sjúkdómsgreiningar eru vel skráðar. Þannig að við eigum að geta kallað til fólk. Þeir sem stýra þessu munu leita eftir upplýsingum hjá heilbrigðisstofnunum um starfsmenn og þá sem þurfa á þessari þjónustu að halda og eru í forgangshópi,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm „Þeir sem eru með alvarlega sjúkdóma eiga að vera skráðir í sjúkraskrár kerfin sem eru í notkun hér á landi og eiga að vera í gagnagrunni landlæknis. Þetta ætti því að vera auðvelt.“ Þannig að ef maður er í áhættuhópi, með hjarta- eða æðasjúkdóm, lungnasjúkdóm, með sykursýki eða í offitu, þá á maður að fá boð þegar kemur að þessu? „Já, það á að vera alveg tryggt,“ svar Óskar. Unnið er að því að boða í bólusetningar með rafrænum hætti líkt og gert er með skimanir. Þannig sent verður út SMS og fólk fær strikamerki og mætir? „Ég vona að það verði með þeim hætti, fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur, það fái boð.“ Ef bóluefni verður af skornum skammti þarf að forgangsraða á milli áhættuhópa. Í heilbrigðiskerfinu er verið að greina þá sem sýkst hafa af veirunni til að meta hvort meiri áhætta sé af einum undirliggjandi sjúkdómi heldur en öðrum í tengslum við Covid. Ísland mun fá bóluefni í gegnum samstarf við Evrópusambandið. Vonast er til að bóluefni verði komið um áramótin. „Okkur dreymir um að fá bóluefni sem allra fyrst til landsins. Vonandi fáum við bóluefni á næstu vikum. En við getum ekki verið viss um að það komi í desember, en það er talað um í kringum áramótin.“ Hann segir að heilsugæslan geti bólusett þjóðina ef nógu mikið bóluefni er í boði. „Við á höfuðborgarsvæðinu erum með 19 heilsugæslustöðvar sem við getum nýtt allar. Fyrirtæki hafa einnig boðið okkur stóra sali á þeirra vegum sem við gætum notað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Þeir sem eru í áhættuhópi gagnvart kórónuveirunni munu fá rafrænt boð um að mæta í bólusetningu. Stuðst verður við sjúkrasögu sem er vistuð í gagnagrunni heilbrigðiskerfisins. Heilbrigðisráðuneytið leggur nú lokahönd á reglugerð um forgangshópa í bóluefni við kórónuveirunni. Stuðst verður við leiðbeiningar frá Alþjóðheilbrigðismálastofnuninni um forgangshópa. Heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur með sjúklingum og aldraðir eru þar í fyrsta hópi. Í öðrum hópi eru einstaklingar með hjarta- og æðasjúkdóma, lungnasjúkdóma, offitu eða sykursýki. „Við erum með öruggt sjúkraskrárkerfi þar sem sjúkdómsgreiningar eru vel skráðar. Þannig að við eigum að geta kallað til fólk. Þeir sem stýra þessu munu leita eftir upplýsingum hjá heilbrigðisstofnunum um starfsmenn og þá sem þurfa á þessari þjónustu að halda og eru í forgangshópi,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm „Þeir sem eru með alvarlega sjúkdóma eiga að vera skráðir í sjúkraskrár kerfin sem eru í notkun hér á landi og eiga að vera í gagnagrunni landlæknis. Þetta ætti því að vera auðvelt.“ Þannig að ef maður er í áhættuhópi, með hjarta- eða æðasjúkdóm, lungnasjúkdóm, með sykursýki eða í offitu, þá á maður að fá boð þegar kemur að þessu? „Já, það á að vera alveg tryggt,“ svar Óskar. Unnið er að því að boða í bólusetningar með rafrænum hætti líkt og gert er með skimanir. Þannig sent verður út SMS og fólk fær strikamerki og mætir? „Ég vona að það verði með þeim hætti, fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur, það fái boð.“ Ef bóluefni verður af skornum skammti þarf að forgangsraða á milli áhættuhópa. Í heilbrigðiskerfinu er verið að greina þá sem sýkst hafa af veirunni til að meta hvort meiri áhætta sé af einum undirliggjandi sjúkdómi heldur en öðrum í tengslum við Covid. Ísland mun fá bóluefni í gegnum samstarf við Evrópusambandið. Vonast er til að bóluefni verði komið um áramótin. „Okkur dreymir um að fá bóluefni sem allra fyrst til landsins. Vonandi fáum við bóluefni á næstu vikum. En við getum ekki verið viss um að það komi í desember, en það er talað um í kringum áramótin.“ Hann segir að heilsugæslan geti bólusett þjóðina ef nógu mikið bóluefni er í boði. „Við á höfuðborgarsvæðinu erum með 19 heilsugæslustöðvar sem við getum nýtt allar. Fyrirtæki hafa einnig boðið okkur stóra sali á þeirra vegum sem við gætum notað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira