Stuðst við sjúkrasögu til að boða áhættuhópa í bólusetningu Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2020 18:30 Undirbúningsvinna stendur yfir hér á landi vegna bólusetninga við kórónuveirunni. Vísir/VIlhelm Þeir sem eru í áhættuhópi gagnvart kórónuveirunni munu fá rafrænt boð um að mæta í bólusetningu. Stuðst verður við sjúkrasögu sem er vistuð í gagnagrunni heilbrigðiskerfisins. Heilbrigðisráðuneytið leggur nú lokahönd á reglugerð um forgangshópa í bóluefni við kórónuveirunni. Stuðst verður við leiðbeiningar frá Alþjóðheilbrigðismálastofnuninni um forgangshópa. Heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur með sjúklingum og aldraðir eru þar í fyrsta hópi. Í öðrum hópi eru einstaklingar með hjarta- og æðasjúkdóma, lungnasjúkdóma, offitu eða sykursýki. „Við erum með öruggt sjúkraskrárkerfi þar sem sjúkdómsgreiningar eru vel skráðar. Þannig að við eigum að geta kallað til fólk. Þeir sem stýra þessu munu leita eftir upplýsingum hjá heilbrigðisstofnunum um starfsmenn og þá sem þurfa á þessari þjónustu að halda og eru í forgangshópi,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm „Þeir sem eru með alvarlega sjúkdóma eiga að vera skráðir í sjúkraskrár kerfin sem eru í notkun hér á landi og eiga að vera í gagnagrunni landlæknis. Þetta ætti því að vera auðvelt.“ Þannig að ef maður er í áhættuhópi, með hjarta- eða æðasjúkdóm, lungnasjúkdóm, með sykursýki eða í offitu, þá á maður að fá boð þegar kemur að þessu? „Já, það á að vera alveg tryggt,“ svar Óskar. Unnið er að því að boða í bólusetningar með rafrænum hætti líkt og gert er með skimanir. Þannig sent verður út SMS og fólk fær strikamerki og mætir? „Ég vona að það verði með þeim hætti, fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur, það fái boð.“ Ef bóluefni verður af skornum skammti þarf að forgangsraða á milli áhættuhópa. Í heilbrigðiskerfinu er verið að greina þá sem sýkst hafa af veirunni til að meta hvort meiri áhætta sé af einum undirliggjandi sjúkdómi heldur en öðrum í tengslum við Covid. Ísland mun fá bóluefni í gegnum samstarf við Evrópusambandið. Vonast er til að bóluefni verði komið um áramótin. „Okkur dreymir um að fá bóluefni sem allra fyrst til landsins. Vonandi fáum við bóluefni á næstu vikum. En við getum ekki verið viss um að það komi í desember, en það er talað um í kringum áramótin.“ Hann segir að heilsugæslan geti bólusett þjóðina ef nógu mikið bóluefni er í boði. „Við á höfuðborgarsvæðinu erum með 19 heilsugæslustöðvar sem við getum nýtt allar. Fyrirtæki hafa einnig boðið okkur stóra sali á þeirra vegum sem við gætum notað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Þeir sem eru í áhættuhópi gagnvart kórónuveirunni munu fá rafrænt boð um að mæta í bólusetningu. Stuðst verður við sjúkrasögu sem er vistuð í gagnagrunni heilbrigðiskerfisins. Heilbrigðisráðuneytið leggur nú lokahönd á reglugerð um forgangshópa í bóluefni við kórónuveirunni. Stuðst verður við leiðbeiningar frá Alþjóðheilbrigðismálastofnuninni um forgangshópa. Heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur með sjúklingum og aldraðir eru þar í fyrsta hópi. Í öðrum hópi eru einstaklingar með hjarta- og æðasjúkdóma, lungnasjúkdóma, offitu eða sykursýki. „Við erum með öruggt sjúkraskrárkerfi þar sem sjúkdómsgreiningar eru vel skráðar. Þannig að við eigum að geta kallað til fólk. Þeir sem stýra þessu munu leita eftir upplýsingum hjá heilbrigðisstofnunum um starfsmenn og þá sem þurfa á þessari þjónustu að halda og eru í forgangshópi,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm „Þeir sem eru með alvarlega sjúkdóma eiga að vera skráðir í sjúkraskrár kerfin sem eru í notkun hér á landi og eiga að vera í gagnagrunni landlæknis. Þetta ætti því að vera auðvelt.“ Þannig að ef maður er í áhættuhópi, með hjarta- eða æðasjúkdóm, lungnasjúkdóm, með sykursýki eða í offitu, þá á maður að fá boð þegar kemur að þessu? „Já, það á að vera alveg tryggt,“ svar Óskar. Unnið er að því að boða í bólusetningar með rafrænum hætti líkt og gert er með skimanir. Þannig sent verður út SMS og fólk fær strikamerki og mætir? „Ég vona að það verði með þeim hætti, fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur, það fái boð.“ Ef bóluefni verður af skornum skammti þarf að forgangsraða á milli áhættuhópa. Í heilbrigðiskerfinu er verið að greina þá sem sýkst hafa af veirunni til að meta hvort meiri áhætta sé af einum undirliggjandi sjúkdómi heldur en öðrum í tengslum við Covid. Ísland mun fá bóluefni í gegnum samstarf við Evrópusambandið. Vonast er til að bóluefni verði komið um áramótin. „Okkur dreymir um að fá bóluefni sem allra fyrst til landsins. Vonandi fáum við bóluefni á næstu vikum. En við getum ekki verið viss um að það komi í desember, en það er talað um í kringum áramótin.“ Hann segir að heilsugæslan geti bólusett þjóðina ef nógu mikið bóluefni er í boði. „Við á höfuðborgarsvæðinu erum með 19 heilsugæslustöðvar sem við getum nýtt allar. Fyrirtæki hafa einnig boðið okkur stóra sali á þeirra vegum sem við gætum notað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira