Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 08:57 Þessi mynd er tekin í vonskuveðri sem gekk yfir landið um miðjan desember í fyrra. Vísir/Vilhelm Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. Fá verkefni bárust björgunarsveitum á landinu í vonskuveðri sem gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Eitthvað var um fok og einn bíll í vandræðum en verkefnin voru innan við tíu talsins. Í dag er áfram varað við vondu veðri á stærstum hluta landsins. Hríðarveður er í vændum og gular og appelsíngular viðvaranir taka gildi fyrir hádegi og eftir hádegi. Veðrið verður einna verst við Faxaflóa og Breiðafjörð þar sem appelsínugular viðvaranir gilda. Davíð segir björgunarsveitarfólk vel undirbúið fyrir daginn. „Björgunarsveitarfólk víða um landið er mjög meðvitað um veðrið og klárt að bregðast við ef kallið kemur. En við ítrekum það við fólk þótt að þessi nótt hafi gengið vel að fólk fylgist áfram vel með upplýsingum um færð og veður og hinkri með ferðalög á meðan veðrið gengur yfir,“ segir Davíð. Engin björgunarþyrla er tiltæk hjá Landhelgisgæslunni vegna verkfalls flugvirkja en þyrlur Gæslunnar gegna mikilvægu hlutverki í almannavarnakerfi þjóðarinnar. Aðspurður hvaða áhrif þetta hafi á störf og undirbúning Landsbjargar, til dæmis í dag þegar búist er við miklu óveðri, segir Davíð að undirbúningur björgunarsveitanna nú hafi verið á hefðbundinn hátt. „Ég held að það sjái það allir að þetta er alvarleg staða, eins og komið hefur fram í fjölmiðlum síðustu daga. Við undirbúum okkur í raun og veru á hefðbundinn hátt. Björgunarsveitarfólk er vel þjálfað og vel tækjum búið. Þökk sé stuðningi samfélagsins þá eru björgunarsveitir til taks allt árið um kring, allan sólarhringinn úti um allt land,“ segir Davíð og bætir við að Landsbjörg og Gæslan hafi alltaf átt í mjög góðu samstarfi. „Svo við kjósum auðvitað að þetta leysist fljótt þannig að við getum haldið áfram þessu góða samstarfi.“ Veður Björgunarsveitir Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira
Fá verkefni bárust björgunarsveitum á landinu í vonskuveðri sem gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Eitthvað var um fok og einn bíll í vandræðum en verkefnin voru innan við tíu talsins. Í dag er áfram varað við vondu veðri á stærstum hluta landsins. Hríðarveður er í vændum og gular og appelsíngular viðvaranir taka gildi fyrir hádegi og eftir hádegi. Veðrið verður einna verst við Faxaflóa og Breiðafjörð þar sem appelsínugular viðvaranir gilda. Davíð segir björgunarsveitarfólk vel undirbúið fyrir daginn. „Björgunarsveitarfólk víða um landið er mjög meðvitað um veðrið og klárt að bregðast við ef kallið kemur. En við ítrekum það við fólk þótt að þessi nótt hafi gengið vel að fólk fylgist áfram vel með upplýsingum um færð og veður og hinkri með ferðalög á meðan veðrið gengur yfir,“ segir Davíð. Engin björgunarþyrla er tiltæk hjá Landhelgisgæslunni vegna verkfalls flugvirkja en þyrlur Gæslunnar gegna mikilvægu hlutverki í almannavarnakerfi þjóðarinnar. Aðspurður hvaða áhrif þetta hafi á störf og undirbúning Landsbjargar, til dæmis í dag þegar búist er við miklu óveðri, segir Davíð að undirbúningur björgunarsveitanna nú hafi verið á hefðbundinn hátt. „Ég held að það sjái það allir að þetta er alvarleg staða, eins og komið hefur fram í fjölmiðlum síðustu daga. Við undirbúum okkur í raun og veru á hefðbundinn hátt. Björgunarsveitarfólk er vel þjálfað og vel tækjum búið. Þökk sé stuðningi samfélagsins þá eru björgunarsveitir til taks allt árið um kring, allan sólarhringinn úti um allt land,“ segir Davíð og bætir við að Landsbjörg og Gæslan hafi alltaf átt í mjög góðu samstarfi. „Svo við kjósum auðvitað að þetta leysist fljótt þannig að við getum haldið áfram þessu góða samstarfi.“
Veður Björgunarsveitir Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira