Segir Kringluna öruggan stað til að heimsækja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2020 16:21 Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar segir engin smit hafa komið upp í verslunum eða veitingastöðum Kringlunnar. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir Kringluna öruggan stað til að heimsækja en minnir á mikilvægi sóttvarna. Engin smit hafi komið upp nýlega í verslunum eða veitingastöðum Kringlunnar. Forsvarsmönnum Kringlunnar er ekki kunnugt um að nýleg smit hafi komið upp á meðal starfsfólks verslana eða veitingastaða Kringlunnar. Þetta segir Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar í tilkynningu. Smitin sem Rögnvaldur tjáði Vísi að hefðu komið upp í Kringlunni voru á meðal starfsmanna á skrifstofu.Vísir/Baldur Hrafnkell Vísir hafði eftir Rögnvaldi Ólafssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni fyrr í dag að einhverjir starfsmenn í Kringlunni hefðu veikst. Ekki væri vitað hvernig þau tilvik væru komin upp. „Forsvarsmönnum Kringlunnar er ekki kunnugt um að nýleg smit hafi komið upp á meðal starfsfólks verslana eða veitingastaða Kringlunnar og hefur almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra staðfest það,“ segir Sigurjón Örn í fréttatilkynningu. Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, tjáði Vísi nú síðdegis að kórónuveirusmit sem rakið væri til Kringlunnar hefði komið upp hjá tveimur starfsmönnum á skrifstofu í Kinglunni. Smitrakning stæði enn yfir en ekkert sem bendi til þess að smit tengdist verslun í Kringlunni. Grímuskylda er í Kringlunni, bæði á göngugötum og í verslunum.Vísir/Vilhelm Sigurjón segir í tilkynningu að sóttvarnir séu í hæsta forgangi í Kringlunni og reglum um sóttvarnir hafi verið fylgt í hvívetna. Nefnir hann grímuskyldu í göngugötu og verslunum, sprit við alla innganga verslana og víðar auk þess sem þrif hafi verið stóraukin frá því að faraldurinn hófst og allir helstu snertifletir eru sótthreinsaðir reglulega. „Með róttækum aðgerðum sem gripið hefur verið til í sóttvörnum telur Kringlan sig vera öruggan stað að heimsækja en hvetur jafnframt alla viðskiptavini til að virða reglur um sóttvarnir s.s. fjarlægðarmörk, grímuskyldu auk þess að sinna persónulegum sóttvörnum. Mestu skiptir að við stöndum saman - í 2 metra fjarlægð,“ segir í tilkynningunni. Rögnvaldur mælti með því á upplýsingafundi almannavarna í dag að fólk nýtti netið til verslunar. Sigurjón bendir á að vöruúrval margra verslana megi nálgast á vef Kringlunnar, tilboðin séu þau sömu og flestar verslanir bjóði upp á heimsendingu. Engin smit hjá starfsfólki Kringlunnar Forsvarsmönnum Kringlunnar er ekki kunnugt um að nýleg smit hafi komið upp á meðal starfsfólks verslana eða veitingastaða Kringlunnar og hefur almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra staðfest það. Rétt er að fram komi að sóttvarnir eru í hæsta forgangi í verslunarmiðstöðinni og reglum um sóttvarnir hefur verið fylgt í hvívetna. ·Grímuskylda er í göngugötu sem og í öllum verslunum. ·Boðið er upp á spritt við innganga, hjá öllum verslunum og víðar um húsið. ·Þá hafa þrif verið stóraukin frá því að faraldurinn hófst og allir helstu snertifletir eru sótthreinsaðir reglulega. Kringlan er öruggur staður til að versla á – heimsendingar eru þó einnig í boðiNú fer í hönd tími jólainnkaupa og leggur Kringlan mikla áherslu á góðan undirbúning viðskiptavina til að auðvelt verði að sinna innkaupum og hlýta um leið öllum gildandi takmörkunum. Á kringlan.is er hægt að kynna sér vöruúrval verslana og jafnvel klára kaup. Verslanir bjóða flestar upp á heimsendingu en auk þess er hægt að fá vörur afhentar í póstbox Kringlunnar sem eru opin til kl.23 öll kvöld. Þannig geta viðskiptavinir nýtt sér öll þau sömu tilboð sem eru í boði í verslunum með því að versla á netinu og fá vörurnar heimsendar. Með róttækum aðgerðum sem gripið hefur verið til í sóttvörnum telur Kringlan sig vera öruggan stað að heimsækja en hvetur jafnframt alla viðskiptavini til að virða reglur um sóttvarnir s.s. fjarlægðarmörk, grímuskyldu auk þess að sinna persónulegum sóttvörnum. Mestu skiptir að við stöndum saman - í 2 metra fjarlægð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Verslun Kringlan Reykjavík Tengdar fréttir Starfsfólk á skrifstofu í Kringlunni veiktist Smitin ekki rakin til verslunar í Kringlunni. 26. nóvember 2020 15:49 Starfsfólk í Kringlunni veiktist Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir smit sem komið hafa upp hjá starfsfólki í Kringlunni meðal þeirra sem séu í skoðun. 26. nóvember 2020 12:56 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Forsvarsmönnum Kringlunnar er ekki kunnugt um að nýleg smit hafi komið upp á meðal starfsfólks verslana eða veitingastaða Kringlunnar. Þetta segir Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar í tilkynningu. Smitin sem Rögnvaldur tjáði Vísi að hefðu komið upp í Kringlunni voru á meðal starfsmanna á skrifstofu.Vísir/Baldur Hrafnkell Vísir hafði eftir Rögnvaldi Ólafssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni fyrr í dag að einhverjir starfsmenn í Kringlunni hefðu veikst. Ekki væri vitað hvernig þau tilvik væru komin upp. „Forsvarsmönnum Kringlunnar er ekki kunnugt um að nýleg smit hafi komið upp á meðal starfsfólks verslana eða veitingastaða Kringlunnar og hefur almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra staðfest það,“ segir Sigurjón Örn í fréttatilkynningu. Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, tjáði Vísi nú síðdegis að kórónuveirusmit sem rakið væri til Kringlunnar hefði komið upp hjá tveimur starfsmönnum á skrifstofu í Kinglunni. Smitrakning stæði enn yfir en ekkert sem bendi til þess að smit tengdist verslun í Kringlunni. Grímuskylda er í Kringlunni, bæði á göngugötum og í verslunum.Vísir/Vilhelm Sigurjón segir í tilkynningu að sóttvarnir séu í hæsta forgangi í Kringlunni og reglum um sóttvarnir hafi verið fylgt í hvívetna. Nefnir hann grímuskyldu í göngugötu og verslunum, sprit við alla innganga verslana og víðar auk þess sem þrif hafi verið stóraukin frá því að faraldurinn hófst og allir helstu snertifletir eru sótthreinsaðir reglulega. „Með róttækum aðgerðum sem gripið hefur verið til í sóttvörnum telur Kringlan sig vera öruggan stað að heimsækja en hvetur jafnframt alla viðskiptavini til að virða reglur um sóttvarnir s.s. fjarlægðarmörk, grímuskyldu auk þess að sinna persónulegum sóttvörnum. Mestu skiptir að við stöndum saman - í 2 metra fjarlægð,“ segir í tilkynningunni. Rögnvaldur mælti með því á upplýsingafundi almannavarna í dag að fólk nýtti netið til verslunar. Sigurjón bendir á að vöruúrval margra verslana megi nálgast á vef Kringlunnar, tilboðin séu þau sömu og flestar verslanir bjóði upp á heimsendingu. Engin smit hjá starfsfólki Kringlunnar Forsvarsmönnum Kringlunnar er ekki kunnugt um að nýleg smit hafi komið upp á meðal starfsfólks verslana eða veitingastaða Kringlunnar og hefur almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra staðfest það. Rétt er að fram komi að sóttvarnir eru í hæsta forgangi í verslunarmiðstöðinni og reglum um sóttvarnir hefur verið fylgt í hvívetna. ·Grímuskylda er í göngugötu sem og í öllum verslunum. ·Boðið er upp á spritt við innganga, hjá öllum verslunum og víðar um húsið. ·Þá hafa þrif verið stóraukin frá því að faraldurinn hófst og allir helstu snertifletir eru sótthreinsaðir reglulega. Kringlan er öruggur staður til að versla á – heimsendingar eru þó einnig í boðiNú fer í hönd tími jólainnkaupa og leggur Kringlan mikla áherslu á góðan undirbúning viðskiptavina til að auðvelt verði að sinna innkaupum og hlýta um leið öllum gildandi takmörkunum. Á kringlan.is er hægt að kynna sér vöruúrval verslana og jafnvel klára kaup. Verslanir bjóða flestar upp á heimsendingu en auk þess er hægt að fá vörur afhentar í póstbox Kringlunnar sem eru opin til kl.23 öll kvöld. Þannig geta viðskiptavinir nýtt sér öll þau sömu tilboð sem eru í boði í verslunum með því að versla á netinu og fá vörurnar heimsendar. Með róttækum aðgerðum sem gripið hefur verið til í sóttvörnum telur Kringlan sig vera öruggan stað að heimsækja en hvetur jafnframt alla viðskiptavini til að virða reglur um sóttvarnir s.s. fjarlægðarmörk, grímuskyldu auk þess að sinna persónulegum sóttvörnum. Mestu skiptir að við stöndum saman - í 2 metra fjarlægð.
Engin smit hjá starfsfólki Kringlunnar Forsvarsmönnum Kringlunnar er ekki kunnugt um að nýleg smit hafi komið upp á meðal starfsfólks verslana eða veitingastaða Kringlunnar og hefur almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra staðfest það. Rétt er að fram komi að sóttvarnir eru í hæsta forgangi í verslunarmiðstöðinni og reglum um sóttvarnir hefur verið fylgt í hvívetna. ·Grímuskylda er í göngugötu sem og í öllum verslunum. ·Boðið er upp á spritt við innganga, hjá öllum verslunum og víðar um húsið. ·Þá hafa þrif verið stóraukin frá því að faraldurinn hófst og allir helstu snertifletir eru sótthreinsaðir reglulega. Kringlan er öruggur staður til að versla á – heimsendingar eru þó einnig í boðiNú fer í hönd tími jólainnkaupa og leggur Kringlan mikla áherslu á góðan undirbúning viðskiptavina til að auðvelt verði að sinna innkaupum og hlýta um leið öllum gildandi takmörkunum. Á kringlan.is er hægt að kynna sér vöruúrval verslana og jafnvel klára kaup. Verslanir bjóða flestar upp á heimsendingu en auk þess er hægt að fá vörur afhentar í póstbox Kringlunnar sem eru opin til kl.23 öll kvöld. Þannig geta viðskiptavinir nýtt sér öll þau sömu tilboð sem eru í boði í verslunum með því að versla á netinu og fá vörurnar heimsendar. Með róttækum aðgerðum sem gripið hefur verið til í sóttvörnum telur Kringlan sig vera öruggan stað að heimsækja en hvetur jafnframt alla viðskiptavini til að virða reglur um sóttvarnir s.s. fjarlægðarmörk, grímuskyldu auk þess að sinna persónulegum sóttvörnum. Mestu skiptir að við stöndum saman - í 2 metra fjarlægð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Verslun Kringlan Reykjavík Tengdar fréttir Starfsfólk á skrifstofu í Kringlunni veiktist Smitin ekki rakin til verslunar í Kringlunni. 26. nóvember 2020 15:49 Starfsfólk í Kringlunni veiktist Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir smit sem komið hafa upp hjá starfsfólki í Kringlunni meðal þeirra sem séu í skoðun. 26. nóvember 2020 12:56 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Starfsfólk á skrifstofu í Kringlunni veiktist Smitin ekki rakin til verslunar í Kringlunni. 26. nóvember 2020 15:49
Starfsfólk í Kringlunni veiktist Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir smit sem komið hafa upp hjá starfsfólki í Kringlunni meðal þeirra sem séu í skoðun. 26. nóvember 2020 12:56