Segir ekkert samræmi í fjöldatakmörkun í verslunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 18:31 Forstjóri Olís og formaður Samtaka verslunar og þjónustu bendir á mannsöfnuð fyrir utan verslanir vegna fjöldatakmarkana og telur að endurskoða þurfi reglurnar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Olís kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. Forstjóri Olís og formaður Samtaka verslunar og þjónustu kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. Samtök atvinnulífsins kölluðu í dag eftir því að stjórnvöld sníði skýran ramma um mögulegar aðgerðir á næstunni. Staðan kalli ekki á viðvarandi krísuástand. Sóttvarnalæknir segir kröfuna skiljanlega en erfiða viðureigar vegna ófyrirsjáanleika veirunnar. Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís og formaður Samtaka verslunar og þjónustu, óskar eftir samtali yfirvalda við atvinnulífið. Jafnvel þótt hagsmunir þeirra þyki kunna að stangast á við markmið sóttvarnaryfirvalda. Jón Ólafur Halldórsson forstjóri Olís, og formaður Samtaka verslunar og þjónustu.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég held að það sé nú hygginna manna háttur að hlusta á ráðin. Hvaðan sem þau koma. Það þarf líka að meta það að við höfum þó reynsluna af því að vinna úr þessum aðgerðum. Þetta samtal skiptir svo miklu máli til þess að við getum leyst úr þessu með skilvirkum hætti. Þetta snýst ekki bara um hvernig sóttvarnayfirvöld meta ástandið. Þetta snýst líka um pólitíska forrystu og við getum ekki látið atvinnulífið eða samfélagið stoppa. Við verðum að sjá til þess að hér geti daglegt líf gengið áfram. Við þurfum bara að gera það með öruggum hætti og ég held að það sé allt í lagi að það sé hlustað á það sem við höfum að segja,“ segir Jón. Hann telur að endurskoða þurfi fjöldatakmörk í samræmi við stærð verslana til að koma meðal annars í veg fyrir hópamyndun fyrir utan þær. „Ef við horfum á samræmið í aðgerðum finnst mér það skorta. Til dæmis erum við með risa verslunarhúsnæði; Byko, Húsasmiðjuna, Elko, Bauhaus. Þau búa við sömu takmarkanir og lítil apótek hér í bæ. Þetta gengur ekki upp. Við sjáum mannsöfnuð fyrir framan verslanir og þá myndast hætta á smitum.“ Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Almannavarnir Litakóðakerfið mögulega kynnt á morgun Hann telur einnig varhugavert að draga of miklar ályktanir af einstökum viðburðum og vísar þar í ummæli sóttvarnalæknis um smit í verslunarmiðstöð á upplýsingafundi almannavarna í dag. „Ég held að við ættum að forðast að draga of stórar ályktanir af því sem verður síðan grundvöllur að einhverjum aðgerðum sem ná heilt yfir. Ég treysti rakningateyminu til að finna fljótt og vel út úr þessu,“ segir Jón. Almannavarnir hafa unnið að litakóðakerfi fyrir stöðu faraldursins og stefnt er að því að kynna það á ríkisstjórnarfundi á morgun. Horft hefur verið til þess fyrir atvinnulífið en Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá ríkislögreglustjóra, sagðist í samtali við fréttastofu í dag hafa áhyggjur af því að fólk beri mögulega of miklar væntingar til kerfisins. „Að það muni leysa eitthvað eða breyta einhverju dramatísku. Þetta er bara eins og við þekkjum með veðrið. Bara til að lýsa ástandi,“ sagði Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira
Forstjóri Olís og formaður Samtaka verslunar og þjónustu kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. Samtök atvinnulífsins kölluðu í dag eftir því að stjórnvöld sníði skýran ramma um mögulegar aðgerðir á næstunni. Staðan kalli ekki á viðvarandi krísuástand. Sóttvarnalæknir segir kröfuna skiljanlega en erfiða viðureigar vegna ófyrirsjáanleika veirunnar. Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís og formaður Samtaka verslunar og þjónustu, óskar eftir samtali yfirvalda við atvinnulífið. Jafnvel þótt hagsmunir þeirra þyki kunna að stangast á við markmið sóttvarnaryfirvalda. Jón Ólafur Halldórsson forstjóri Olís, og formaður Samtaka verslunar og þjónustu.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég held að það sé nú hygginna manna háttur að hlusta á ráðin. Hvaðan sem þau koma. Það þarf líka að meta það að við höfum þó reynsluna af því að vinna úr þessum aðgerðum. Þetta samtal skiptir svo miklu máli til þess að við getum leyst úr þessu með skilvirkum hætti. Þetta snýst ekki bara um hvernig sóttvarnayfirvöld meta ástandið. Þetta snýst líka um pólitíska forrystu og við getum ekki látið atvinnulífið eða samfélagið stoppa. Við verðum að sjá til þess að hér geti daglegt líf gengið áfram. Við þurfum bara að gera það með öruggum hætti og ég held að það sé allt í lagi að það sé hlustað á það sem við höfum að segja,“ segir Jón. Hann telur að endurskoða þurfi fjöldatakmörk í samræmi við stærð verslana til að koma meðal annars í veg fyrir hópamyndun fyrir utan þær. „Ef við horfum á samræmið í aðgerðum finnst mér það skorta. Til dæmis erum við með risa verslunarhúsnæði; Byko, Húsasmiðjuna, Elko, Bauhaus. Þau búa við sömu takmarkanir og lítil apótek hér í bæ. Þetta gengur ekki upp. Við sjáum mannsöfnuð fyrir framan verslanir og þá myndast hætta á smitum.“ Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Almannavarnir Litakóðakerfið mögulega kynnt á morgun Hann telur einnig varhugavert að draga of miklar ályktanir af einstökum viðburðum og vísar þar í ummæli sóttvarnalæknis um smit í verslunarmiðstöð á upplýsingafundi almannavarna í dag. „Ég held að við ættum að forðast að draga of stórar ályktanir af því sem verður síðan grundvöllur að einhverjum aðgerðum sem ná heilt yfir. Ég treysti rakningateyminu til að finna fljótt og vel út úr þessu,“ segir Jón. Almannavarnir hafa unnið að litakóðakerfi fyrir stöðu faraldursins og stefnt er að því að kynna það á ríkisstjórnarfundi á morgun. Horft hefur verið til þess fyrir atvinnulífið en Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá ríkislögreglustjóra, sagðist í samtali við fréttastofu í dag hafa áhyggjur af því að fólk beri mögulega of miklar væntingar til kerfisins. „Að það muni leysa eitthvað eða breyta einhverju dramatísku. Þetta er bara eins og við þekkjum með veðrið. Bara til að lýsa ástandi,“ sagði Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira