„Bálhvasst mjög víða og fljúgandi hálka. Svo er mjög dimmt í éljunum og hann er enn að hvessa“ Tryggvi Páll Tryggvason og Birgir Olgeirsson skrifa 26. nóvember 2020 20:00 Blessunarlega fylgir ekki mikill snjór þessu óveðri, en þó einhver. Vísir/Vilhelm Veðrið er ekki skaplegt. „Það er bálhvasst mjög víða og fljúgandi hálka. Svo er mjög dimmt í éljunum og hann er enn að hvessa um landið norðvestanvert og það verður rok og jafnvel sumstaðar ofsaveður í nótt fyrir norðan, allt austur í Eyjafjörð.“ Þetta sagði Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur um óveðrið sem nú gengur yfir mest allt landið, í samtali við Birgi Olgeirsson í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og norðurlandi vestra. Gilda þær til miðnættis. Þá eru einnig gular viðvaranir í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Norðurlandi eystra, Suðausturlandi og Miðhálendi fram eftir morgundeginum og í sumum tilvikum lengur. Hvernig verður þetta á morgun? „Hann gengur smám saman niður, ekki mikið samt. Það verður hvasst allan morgundaginn og svo sljákkar í honum á laugardeginum, seinnipart laugardagsins verður nú líklega orðið skaplegt veður.“ Hvernig er með ferðalög á milli byggðarlaga á morgun? „Það verður hálka að öllum líkindum og ekkert sérstaklega gott ferðaveður en þetta gæti verið verra samt. Það er ekki mjög mikill snjór með þessu og svo fýkur hann líka burt.“ Veturkonungur er þá kominn til að vera.? „Já, það er viðbúið. Það verður skaplegt veður líklega á sunnudaginn en svo verður líklega hörkufrost, það verður brunagaddur á mánudagsmorgni og svo kemur næsta lægð strax á mánudagskvöld.“ Veður Tengdar fréttir Eldingum slegið niður í öflugum éljum í dag Nokkrar eldingar hafa mælst í óveðrinu sem nú gengur yfir landið en góð skilyrði hafa orðið til fyrir eldinga- og þrumuveðri, að sögn veðurfræðings. 26. nóvember 2020 16:00 Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59 Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. 26. nóvember 2020 08:57 Veðurvaktin: Veturinn gengur í garð með látum Fyrsta alvöru vetrarlægðin, með hríðarveðri, stormi og éljum, gengur nú yfir stærstan hluta landsins. 26. nóvember 2020 10:13 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Sjá meira
„Það er bálhvasst mjög víða og fljúgandi hálka. Svo er mjög dimmt í éljunum og hann er enn að hvessa um landið norðvestanvert og það verður rok og jafnvel sumstaðar ofsaveður í nótt fyrir norðan, allt austur í Eyjafjörð.“ Þetta sagði Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur um óveðrið sem nú gengur yfir mest allt landið, í samtali við Birgi Olgeirsson í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og norðurlandi vestra. Gilda þær til miðnættis. Þá eru einnig gular viðvaranir í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Norðurlandi eystra, Suðausturlandi og Miðhálendi fram eftir morgundeginum og í sumum tilvikum lengur. Hvernig verður þetta á morgun? „Hann gengur smám saman niður, ekki mikið samt. Það verður hvasst allan morgundaginn og svo sljákkar í honum á laugardeginum, seinnipart laugardagsins verður nú líklega orðið skaplegt veður.“ Hvernig er með ferðalög á milli byggðarlaga á morgun? „Það verður hálka að öllum líkindum og ekkert sérstaklega gott ferðaveður en þetta gæti verið verra samt. Það er ekki mjög mikill snjór með þessu og svo fýkur hann líka burt.“ Veturkonungur er þá kominn til að vera.? „Já, það er viðbúið. Það verður skaplegt veður líklega á sunnudaginn en svo verður líklega hörkufrost, það verður brunagaddur á mánudagsmorgni og svo kemur næsta lægð strax á mánudagskvöld.“
Veður Tengdar fréttir Eldingum slegið niður í öflugum éljum í dag Nokkrar eldingar hafa mælst í óveðrinu sem nú gengur yfir landið en góð skilyrði hafa orðið til fyrir eldinga- og þrumuveðri, að sögn veðurfræðings. 26. nóvember 2020 16:00 Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59 Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. 26. nóvember 2020 08:57 Veðurvaktin: Veturinn gengur í garð með látum Fyrsta alvöru vetrarlægðin, með hríðarveðri, stormi og éljum, gengur nú yfir stærstan hluta landsins. 26. nóvember 2020 10:13 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Sjá meira
Eldingum slegið niður í öflugum éljum í dag Nokkrar eldingar hafa mælst í óveðrinu sem nú gengur yfir landið en góð skilyrði hafa orðið til fyrir eldinga- og þrumuveðri, að sögn veðurfræðings. 26. nóvember 2020 16:00
Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59
Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. 26. nóvember 2020 08:57
Veðurvaktin: Veturinn gengur í garð með látum Fyrsta alvöru vetrarlægðin, með hríðarveðri, stormi og éljum, gengur nú yfir stærstan hluta landsins. 26. nóvember 2020 10:13