„Bálhvasst mjög víða og fljúgandi hálka. Svo er mjög dimmt í éljunum og hann er enn að hvessa“ Tryggvi Páll Tryggvason og Birgir Olgeirsson skrifa 26. nóvember 2020 20:00 Blessunarlega fylgir ekki mikill snjór þessu óveðri, en þó einhver. Vísir/Vilhelm Veðrið er ekki skaplegt. „Það er bálhvasst mjög víða og fljúgandi hálka. Svo er mjög dimmt í éljunum og hann er enn að hvessa um landið norðvestanvert og það verður rok og jafnvel sumstaðar ofsaveður í nótt fyrir norðan, allt austur í Eyjafjörð.“ Þetta sagði Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur um óveðrið sem nú gengur yfir mest allt landið, í samtali við Birgi Olgeirsson í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og norðurlandi vestra. Gilda þær til miðnættis. Þá eru einnig gular viðvaranir í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Norðurlandi eystra, Suðausturlandi og Miðhálendi fram eftir morgundeginum og í sumum tilvikum lengur. Hvernig verður þetta á morgun? „Hann gengur smám saman niður, ekki mikið samt. Það verður hvasst allan morgundaginn og svo sljákkar í honum á laugardeginum, seinnipart laugardagsins verður nú líklega orðið skaplegt veður.“ Hvernig er með ferðalög á milli byggðarlaga á morgun? „Það verður hálka að öllum líkindum og ekkert sérstaklega gott ferðaveður en þetta gæti verið verra samt. Það er ekki mjög mikill snjór með þessu og svo fýkur hann líka burt.“ Veturkonungur er þá kominn til að vera.? „Já, það er viðbúið. Það verður skaplegt veður líklega á sunnudaginn en svo verður líklega hörkufrost, það verður brunagaddur á mánudagsmorgni og svo kemur næsta lægð strax á mánudagskvöld.“ Veður Tengdar fréttir Eldingum slegið niður í öflugum éljum í dag Nokkrar eldingar hafa mælst í óveðrinu sem nú gengur yfir landið en góð skilyrði hafa orðið til fyrir eldinga- og þrumuveðri, að sögn veðurfræðings. 26. nóvember 2020 16:00 Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59 Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. 26. nóvember 2020 08:57 Veðurvaktin: Veturinn gengur í garð með látum Fyrsta alvöru vetrarlægðin, með hríðarveðri, stormi og éljum, gengur nú yfir stærstan hluta landsins. 26. nóvember 2020 10:13 Mest lesið Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Kveikti í konu í lest Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira
„Það er bálhvasst mjög víða og fljúgandi hálka. Svo er mjög dimmt í éljunum og hann er enn að hvessa um landið norðvestanvert og það verður rok og jafnvel sumstaðar ofsaveður í nótt fyrir norðan, allt austur í Eyjafjörð.“ Þetta sagði Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur um óveðrið sem nú gengur yfir mest allt landið, í samtali við Birgi Olgeirsson í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og norðurlandi vestra. Gilda þær til miðnættis. Þá eru einnig gular viðvaranir í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Norðurlandi eystra, Suðausturlandi og Miðhálendi fram eftir morgundeginum og í sumum tilvikum lengur. Hvernig verður þetta á morgun? „Hann gengur smám saman niður, ekki mikið samt. Það verður hvasst allan morgundaginn og svo sljákkar í honum á laugardeginum, seinnipart laugardagsins verður nú líklega orðið skaplegt veður.“ Hvernig er með ferðalög á milli byggðarlaga á morgun? „Það verður hálka að öllum líkindum og ekkert sérstaklega gott ferðaveður en þetta gæti verið verra samt. Það er ekki mjög mikill snjór með þessu og svo fýkur hann líka burt.“ Veturkonungur er þá kominn til að vera.? „Já, það er viðbúið. Það verður skaplegt veður líklega á sunnudaginn en svo verður líklega hörkufrost, það verður brunagaddur á mánudagsmorgni og svo kemur næsta lægð strax á mánudagskvöld.“
Veður Tengdar fréttir Eldingum slegið niður í öflugum éljum í dag Nokkrar eldingar hafa mælst í óveðrinu sem nú gengur yfir landið en góð skilyrði hafa orðið til fyrir eldinga- og þrumuveðri, að sögn veðurfræðings. 26. nóvember 2020 16:00 Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59 Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. 26. nóvember 2020 08:57 Veðurvaktin: Veturinn gengur í garð með látum Fyrsta alvöru vetrarlægðin, með hríðarveðri, stormi og éljum, gengur nú yfir stærstan hluta landsins. 26. nóvember 2020 10:13 Mest lesið Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Kveikti í konu í lest Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira
Eldingum slegið niður í öflugum éljum í dag Nokkrar eldingar hafa mælst í óveðrinu sem nú gengur yfir landið en góð skilyrði hafa orðið til fyrir eldinga- og þrumuveðri, að sögn veðurfræðings. 26. nóvember 2020 16:00
Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59
Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. 26. nóvember 2020 08:57
Veðurvaktin: Veturinn gengur í garð með látum Fyrsta alvöru vetrarlægðin, með hríðarveðri, stormi og éljum, gengur nú yfir stærstan hluta landsins. 26. nóvember 2020 10:13