Agnar Smári: Erfitt að viðurkenna að maður sé með þennan sjúkdóm Runólfur Trausti Þórhallsson og Svava Kristín Gretarsdóttir skrifa 26. nóvember 2020 21:00 Agnar Smári í leik með Val. Vísir/Bára Agnar Smári Jónsson var gestur Svövu Kristínar Grétarsdóttur í þættinum Lífið utan leiksins sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Þar opnar hann sig um átröskun en hann hefur glímt við sjúkdóminn undanfarin sex ár. Agnar Smári Jónsson, leikmaður Vals í Olís deild karla í handbolta, var gestur Svövu Kristínar Gretarsdóttur í þættinum Lífið utan leiksins sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Þar opnar Agnar Smári sig um átröskun sem hann hefur glímt við undanfarin sex ár, segir hann sjúkdóminn „tabú“ karlmönnum. Brot úr þættinum má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Floppaði í atvinnmennsku Agnar Smári, er tvöfaldur Íslands- og bikarmeistari með ÍBV ásamt því að fagnað deildarmeistaratitli Olís deildarinnar með bæði ÍBV og Val. Agnar Smári, reyndi fyrir sér í atvinnumennsku árið 2015. Hann skrifaði þá undir tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Mors-Thy. Stoppaði hann þó stutt við í Danmörku og sneri aftur heim til Vestmannaeyja, á láni til ÍBV. Agnar Smári í leik með ÍBV á sínum tíma.vísir/vilhelm Eftir erfiðan tíma í atvinnumennsku reyndi Agnar Smári að snúa við blaðinu, fór óhefðbundnar leiðir sem leiddu til þess að hann hefur nú glímt við átröskun síðustu sex ár „Ég dett í svona maníur [Innskot: Oflæti] og ætla bara að bomba mér í form. Það eru ótrúlega margir sem spyrja mig út í það af hverju ég sé svona mikið jó-jó.“ „Það er skrítið að segja þetta í sjónvarpi. Kem frá Danmörku, nýbúinn að floppa í atvinnumennsku þar og ég byrja að æla. Síðustu sex ár er ég búinn að vera að berjast við búlimíu [Innskot: Lotugræðgi] mjög mikla búlimíu,“ sagði Agnar Smári, sem var þarna að opna sig um sjúkdóminn opinberlega í fyrsta sinn. „Ég kom heim með skottið á milli lappanna. Ég og þjálfarinn náðum ekki vel saman og ég fór að leita í mat úti. Ég kom aðeins þyngri heim og hef alltaf átt auðvelt með að æla. Svo gerist þetta bara hægt og rólega að ég fór að æla eftir að hafa borðað.“ „Það er erfitt að sannfæra sjálfan sig að maður sé með þennan sjúkdóm, maður hugsar alltaf „svona kemur ekki fyrir mig,“ bætti Agnar við um þennan erfiða sjúkdóm. Þú ert ekki í góðu formi ef andlega formið er ekki í lagi „Þegar þú ert í íþróttum er ógeðslega mikið hugsað um líkamlegt ástand, sem ég skil alveg. Auðvitað er pressa að vera í góðu formi en þú ert ekki í góðu formi ef andlega formið er ekki í lagi.“ Agnar Smári segir vandamálið algengara en margir gera sér grein fyrir og að umræðan um átröskun hjá karlmönnum sé ekki nægilega hávær. „Það er byggð svo mikil ímynd á karlmenn og kvenmenn í íþróttaheimi að þú eigir að vera svona og svona. Það sem mér finnst vanta er tal um heilbrigt líferni,“ sagði Agnar að endingu. Klippa: Agnar Smári opnar sig um átröskun Íslenski handboltinn Handbolti Valur Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira
Agnar Smári Jónsson, leikmaður Vals í Olís deild karla í handbolta, var gestur Svövu Kristínar Gretarsdóttur í þættinum Lífið utan leiksins sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Þar opnar Agnar Smári sig um átröskun sem hann hefur glímt við undanfarin sex ár, segir hann sjúkdóminn „tabú“ karlmönnum. Brot úr þættinum má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Floppaði í atvinnmennsku Agnar Smári, er tvöfaldur Íslands- og bikarmeistari með ÍBV ásamt því að fagnað deildarmeistaratitli Olís deildarinnar með bæði ÍBV og Val. Agnar Smári, reyndi fyrir sér í atvinnumennsku árið 2015. Hann skrifaði þá undir tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Mors-Thy. Stoppaði hann þó stutt við í Danmörku og sneri aftur heim til Vestmannaeyja, á láni til ÍBV. Agnar Smári í leik með ÍBV á sínum tíma.vísir/vilhelm Eftir erfiðan tíma í atvinnumennsku reyndi Agnar Smári að snúa við blaðinu, fór óhefðbundnar leiðir sem leiddu til þess að hann hefur nú glímt við átröskun síðustu sex ár „Ég dett í svona maníur [Innskot: Oflæti] og ætla bara að bomba mér í form. Það eru ótrúlega margir sem spyrja mig út í það af hverju ég sé svona mikið jó-jó.“ „Það er skrítið að segja þetta í sjónvarpi. Kem frá Danmörku, nýbúinn að floppa í atvinnumennsku þar og ég byrja að æla. Síðustu sex ár er ég búinn að vera að berjast við búlimíu [Innskot: Lotugræðgi] mjög mikla búlimíu,“ sagði Agnar Smári, sem var þarna að opna sig um sjúkdóminn opinberlega í fyrsta sinn. „Ég kom heim með skottið á milli lappanna. Ég og þjálfarinn náðum ekki vel saman og ég fór að leita í mat úti. Ég kom aðeins þyngri heim og hef alltaf átt auðvelt með að æla. Svo gerist þetta bara hægt og rólega að ég fór að æla eftir að hafa borðað.“ „Það er erfitt að sannfæra sjálfan sig að maður sé með þennan sjúkdóm, maður hugsar alltaf „svona kemur ekki fyrir mig,“ bætti Agnar við um þennan erfiða sjúkdóm. Þú ert ekki í góðu formi ef andlega formið er ekki í lagi „Þegar þú ert í íþróttum er ógeðslega mikið hugsað um líkamlegt ástand, sem ég skil alveg. Auðvitað er pressa að vera í góðu formi en þú ert ekki í góðu formi ef andlega formið er ekki í lagi.“ Agnar Smári segir vandamálið algengara en margir gera sér grein fyrir og að umræðan um átröskun hjá karlmönnum sé ekki nægilega hávær. „Það er byggð svo mikil ímynd á karlmenn og kvenmenn í íþróttaheimi að þú eigir að vera svona og svona. Það sem mér finnst vanta er tal um heilbrigt líferni,“ sagði Agnar að endingu. Klippa: Agnar Smári opnar sig um átröskun
Íslenski handboltinn Handbolti Valur Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira