Maradona dúxaði á matskýrslu Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2020 10:31 Diego Armando Maradona í búningi Barcelona áirð 1983. Getty/Alessandro Sabattini Hversu góður var táningurinn Diego Maradona? Matskýrsla njósnara Barcelona segir sína sögu. Eftir fráfall Diego Maradona hafa knattspyrnuspekingar og aðrir reynt að átta sig á hversu frábær og einstakur fótboltamaður Argentínumaðurinn var. Í tilefni að slíkum pælingum grófu menn upp matskýrslu njósnara Barcelona frá því að Maradona var ungur leikmaður hjá Boca Juniors. Barcelona var farið að fylgjast náið með Diego Maradona mörgum árum en félagið gerði hann að dýrasta leikmanni heims árið 1982. Fimm árum fyrr fékk Barcelona matskýrslu á undrabarninu Diego Armando Maradona og hún var ekkert slor. Speed - 9.5/10 Starting speed - 9.5/10 Speed with the ball - 9.1/10 Agility - 9.5/10Barcelona's scouting report on Maradona from 1978 is a piece of football history. Iconic! https://t.co/DejZItnSeI— SPORTbible (@sportbible) November 27, 2020 Cesar Luis Menotti, þjálfari heimsmeistara Argentínu 1978, tók saman matskýrslu á hinum sautján ára gamla Maradona árið 1978. Menotti mætti á leik hjá Boca Juniors á móti Argentinos Juniors og skilaði af sér skýrslu eftir hann. Blaðamaður Marca á Spáni gróf upp þessa matskýrslu Menotti. Undir almenna boltatækni þá skrifaði Menotti „ósigrandi“ og undir liðnum sérstök boltatækni þá skrifaði hann „Undraverður, afkastamikill og sérfræðingur í knattraki. Mikill kraftur, ótrúlegt hugrekki, ótrúleg skilvirkni. Mjög gott skot.“ Two years of magic at the Camp Nou — FC Barcelona (@FCBarcelona) November 25, 2020 Hann hélt áfram lofræðunni. „Frábær sendingamaður. Mjög nákvæmur og með fullkomna yfirsýn. Meðal skallamaður. Góðir leiðtogahæfileikar. Hefur kraft í aða halda bolta og magnaður að passa upp á boltann.“ Cesar Luis Menotti var ekki hættur því upptalningin hélt áfram og nú var komið að fótboltagreindinni. „Fullkominn skilningur á fótbolta. Hefur fullkomna tilfinningu fyrir íþróttinni. Góð yfirsýn. Mjög hraður að hugsa og taka réttar ákvarðanir,“ skrifaði Menotti í skýrslu sína og þá var komið að einkunnagjöfinni. Táningurinn Maradona fékk 9,5 af 10 fyrir hraða, viðbragð, hraða án bolta og fimi. Hann fékk 9,1 fyrir hraða með bolta og átta í einkunn fyrir stökkkraft. Menotti gaf honum líka 10 af 10 fyrir andlegan styrk, einbeitingu og persónuleika. Barcelona beið þó með að kaupa strákinn í fimm ár en var tilbúið að gera hann að dýrasta knattspyrnumanni heims eftir HM á Spáni 1982. Barca borgaði þá fimm milljónir punda fyrir hann sem þykir ekki mikill peningur í dag. Diego Maradona skoraði 38 mörk í 58 leikjum á tveimur tímabilum með Barcelona en félagið seldi hann síðan til Napoli sumarið 1984 fyrir annað heimsmet. Thank you for everything, Diego pic.twitter.com/bJ9l3ixY7A— FC Barcelona (@FCBarcelona) November 25, 2020 Spænski boltinn Tengdar fréttir Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00 Maradona spilaði einu sinni fyrir enskt félag og það á lánuðum skóm Diego Maradona spilaði aldrei í ensku deildinni en hann náði þó einu sinni að spila fyrir enskt félag á níunda áratugnum. 26. nóvember 2020 12:30 Breysku fótboltasnillingarnir létust sama dag Fótboltasnillingarnir Diego Maradona og George Best létust á sama degi, 25. nóvember. 26. nóvember 2020 11:30 Maradona á forsíðum blaðanna: Í höndum Guðs og Guð er dauður Diego Maradona er áberandi á forsíðum dagblaða um víða veröld. 26. nóvember 2020 07:31 Maradona minnst meðal Íslendinga | Vann HM einn síns liðs og hitti Gaupa á HM 2006 Diego Armando Maradona lést í dag sextugur að aldri. Samkvæmt fréttamiðlum í heimalandi hans Argentínu fékk hann hjartaáfall og lést í kjölfarið. Hafði hann mikil áhrif á íslenska íþróttamenn eins og sjá má í fréttinni. 25. nóvember 2020 20:45 Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Fleiri fréttir Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Eftir fráfall Diego Maradona hafa knattspyrnuspekingar og aðrir reynt að átta sig á hversu frábær og einstakur fótboltamaður Argentínumaðurinn var. Í tilefni að slíkum pælingum grófu menn upp matskýrslu njósnara Barcelona frá því að Maradona var ungur leikmaður hjá Boca Juniors. Barcelona var farið að fylgjast náið með Diego Maradona mörgum árum en félagið gerði hann að dýrasta leikmanni heims árið 1982. Fimm árum fyrr fékk Barcelona matskýrslu á undrabarninu Diego Armando Maradona og hún var ekkert slor. Speed - 9.5/10 Starting speed - 9.5/10 Speed with the ball - 9.1/10 Agility - 9.5/10Barcelona's scouting report on Maradona from 1978 is a piece of football history. Iconic! https://t.co/DejZItnSeI— SPORTbible (@sportbible) November 27, 2020 Cesar Luis Menotti, þjálfari heimsmeistara Argentínu 1978, tók saman matskýrslu á hinum sautján ára gamla Maradona árið 1978. Menotti mætti á leik hjá Boca Juniors á móti Argentinos Juniors og skilaði af sér skýrslu eftir hann. Blaðamaður Marca á Spáni gróf upp þessa matskýrslu Menotti. Undir almenna boltatækni þá skrifaði Menotti „ósigrandi“ og undir liðnum sérstök boltatækni þá skrifaði hann „Undraverður, afkastamikill og sérfræðingur í knattraki. Mikill kraftur, ótrúlegt hugrekki, ótrúleg skilvirkni. Mjög gott skot.“ Two years of magic at the Camp Nou — FC Barcelona (@FCBarcelona) November 25, 2020 Hann hélt áfram lofræðunni. „Frábær sendingamaður. Mjög nákvæmur og með fullkomna yfirsýn. Meðal skallamaður. Góðir leiðtogahæfileikar. Hefur kraft í aða halda bolta og magnaður að passa upp á boltann.“ Cesar Luis Menotti var ekki hættur því upptalningin hélt áfram og nú var komið að fótboltagreindinni. „Fullkominn skilningur á fótbolta. Hefur fullkomna tilfinningu fyrir íþróttinni. Góð yfirsýn. Mjög hraður að hugsa og taka réttar ákvarðanir,“ skrifaði Menotti í skýrslu sína og þá var komið að einkunnagjöfinni. Táningurinn Maradona fékk 9,5 af 10 fyrir hraða, viðbragð, hraða án bolta og fimi. Hann fékk 9,1 fyrir hraða með bolta og átta í einkunn fyrir stökkkraft. Menotti gaf honum líka 10 af 10 fyrir andlegan styrk, einbeitingu og persónuleika. Barcelona beið þó með að kaupa strákinn í fimm ár en var tilbúið að gera hann að dýrasta knattspyrnumanni heims eftir HM á Spáni 1982. Barca borgaði þá fimm milljónir punda fyrir hann sem þykir ekki mikill peningur í dag. Diego Maradona skoraði 38 mörk í 58 leikjum á tveimur tímabilum með Barcelona en félagið seldi hann síðan til Napoli sumarið 1984 fyrir annað heimsmet. Thank you for everything, Diego pic.twitter.com/bJ9l3ixY7A— FC Barcelona (@FCBarcelona) November 25, 2020
Spænski boltinn Tengdar fréttir Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00 Maradona spilaði einu sinni fyrir enskt félag og það á lánuðum skóm Diego Maradona spilaði aldrei í ensku deildinni en hann náði þó einu sinni að spila fyrir enskt félag á níunda áratugnum. 26. nóvember 2020 12:30 Breysku fótboltasnillingarnir létust sama dag Fótboltasnillingarnir Diego Maradona og George Best létust á sama degi, 25. nóvember. 26. nóvember 2020 11:30 Maradona á forsíðum blaðanna: Í höndum Guðs og Guð er dauður Diego Maradona er áberandi á forsíðum dagblaða um víða veröld. 26. nóvember 2020 07:31 Maradona minnst meðal Íslendinga | Vann HM einn síns liðs og hitti Gaupa á HM 2006 Diego Armando Maradona lést í dag sextugur að aldri. Samkvæmt fréttamiðlum í heimalandi hans Argentínu fékk hann hjartaáfall og lést í kjölfarið. Hafði hann mikil áhrif á íslenska íþróttamenn eins og sjá má í fréttinni. 25. nóvember 2020 20:45 Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Fleiri fréttir Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00
Maradona spilaði einu sinni fyrir enskt félag og það á lánuðum skóm Diego Maradona spilaði aldrei í ensku deildinni en hann náði þó einu sinni að spila fyrir enskt félag á níunda áratugnum. 26. nóvember 2020 12:30
Breysku fótboltasnillingarnir létust sama dag Fótboltasnillingarnir Diego Maradona og George Best létust á sama degi, 25. nóvember. 26. nóvember 2020 11:30
Maradona á forsíðum blaðanna: Í höndum Guðs og Guð er dauður Diego Maradona er áberandi á forsíðum dagblaða um víða veröld. 26. nóvember 2020 07:31
Maradona minnst meðal Íslendinga | Vann HM einn síns liðs og hitti Gaupa á HM 2006 Diego Armando Maradona lést í dag sextugur að aldri. Samkvæmt fréttamiðlum í heimalandi hans Argentínu fékk hann hjartaáfall og lést í kjölfarið. Hafði hann mikil áhrif á íslenska íþróttamenn eins og sjá má í fréttinni. 25. nóvember 2020 20:45