Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar þar sem segir að um þrjú prósent minni afla sé að ræða miðað við sama tímabil í fyrra. Þessi samdráttur skýrist að mestu af samdrætti í kolmunaveiðum.
Aflaverðmæti eykst hins vegar um tvö prósent miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þar af var verðmæti botnfisktegunda fyrstu þrjá ársfjóðrungana rúmir 86 milljarðar króna sem er álíka mikið og var á sama tímabili árið áður.
