Um tíu þúsund börn á leik- og grunnskólaaldri þurft í sóttkví í þriðju bylgju Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. nóvember 2020 08:31 Börn að leik við grunnskóla í Kópavogi en þegar maður er í sóttkví má ekki mæta í skólann. Vísir/Vilhelm Þúsundir barna á leik- og grunnskólaaldri hafa þurft í sóttkví síðustu mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Þá hafa mörg hundruð börn á sama aldri greinst með veiruna. Um tíu þúsund börn á leik- og grunnskólaaldri hafa þurft að fara í sóttkví í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins. Alls hafa 1.978 börn á aldrinum núll til fimm ára þurft að fara í sóttkví og 7.856 börn á aldrinum sex til fimmtán ára. Þetta kemur fram í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, við fyrirspurn Vísis. 106 börn á aldrinum núll til fimm ára hafa síðan greinst með kórónuveiruna í þriðju bylgjunni og 325 börn á aldrinum sex til fimmtán ára. Þegar þetta er skrifað eru tvö börn yngri en eins árs í einangrun vegna smits, sjö á aldrinum eins til fimm ára, átta á aldrinum sex til tólf ára og sex á aldrinum þrettán til sautján ára. Eitt af því sem stjórnvöld hafa lagt áherslu á í þessari bylgju er að reyna að skerða skólastarf í leik- og grunnskólum sem minnst. Þannig hefur ekki verið gripið til þess ráðs, eins og gert var í fyrstu bylgju faraldursins, að skerða skólastarf með þeim hætti að börn mættu bara nokkra klukkutíma í dag í skólann á hverjum degi eða annan hvern dag. Á móti kemur að fjöldi nemenda og kennara hefur þurft að fara í sóttkví eftir að smit hafa komið upp í hinum ýmsu skólum, bæði á leik- og grunnskólastigi. Nýjasta dæmið er Öldutúnsskóli í Hafnarfirði. Á föstudag var greint frá því að 62 nemendur og fjórtán starfsmenn skólans þyrftu að fara í sóttkví eftir að kórónuveirusmit kom upp í skólanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Um tíu þúsund börn á leik- og grunnskólaaldri hafa þurft að fara í sóttkví í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins. Alls hafa 1.978 börn á aldrinum núll til fimm ára þurft að fara í sóttkví og 7.856 börn á aldrinum sex til fimmtán ára. Þetta kemur fram í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, við fyrirspurn Vísis. 106 börn á aldrinum núll til fimm ára hafa síðan greinst með kórónuveiruna í þriðju bylgjunni og 325 börn á aldrinum sex til fimmtán ára. Þegar þetta er skrifað eru tvö börn yngri en eins árs í einangrun vegna smits, sjö á aldrinum eins til fimm ára, átta á aldrinum sex til tólf ára og sex á aldrinum þrettán til sautján ára. Eitt af því sem stjórnvöld hafa lagt áherslu á í þessari bylgju er að reyna að skerða skólastarf í leik- og grunnskólum sem minnst. Þannig hefur ekki verið gripið til þess ráðs, eins og gert var í fyrstu bylgju faraldursins, að skerða skólastarf með þeim hætti að börn mættu bara nokkra klukkutíma í dag í skólann á hverjum degi eða annan hvern dag. Á móti kemur að fjöldi nemenda og kennara hefur þurft að fara í sóttkví eftir að smit hafa komið upp í hinum ýmsu skólum, bæði á leik- og grunnskólastigi. Nýjasta dæmið er Öldutúnsskóli í Hafnarfirði. Á föstudag var greint frá því að 62 nemendur og fjórtán starfsmenn skólans þyrftu að fara í sóttkví eftir að kórónuveirusmit kom upp í skólanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira