Hefur áhyggjur af veldisvexti og skilar hugsanlega nýjum tillögum til ráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 27. nóvember 2020 11:40 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur miklar áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins og þeim fjölda sem greinst hefur með veiruna innanlands undanfarna daga. Tuttugu greindust í gær og voru ellefu utan sóttkvíar. Ellefu greindust innanlands í fyrradag og voru átta af þeim ekki í sóttkví. „Þessar tölur eins og þær hafa verið að birtast undanfarna daga vekja upp miklar áhyggjur af því að faraldurinn sé aftur að fara að blossa upp og við höfum séð og það gefur tilefni til að hafa áhyggjur af því að hann sé jafnvel að fara upp í veldisvöxt aftur og það byggir einkum á þeim fjölda sem er að greinast utan sóttkvíar,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Ekki er verið að greina neina nýja stofna veirunnar heldur er um að ræða þrjá sömu stofnana og undanfarið. „Við erum ekki að sjá neina nýja stofna í þessu sem hafa lekið inn um landamærin þannig að landamæraskimunin og aðgerðir á landamærum eru að halda og hafa sannað gildi sitt,“ segir Þórólfur. Hvetur alla til að stilla sig og taka því rólega Hann segir að rekja megi þau tilfelli sem greinst hafa undanfarna daga til samkomuhalds þar sem fólk er að hittast bæði innan og utan fjölskyldna. „Það er það sem er við höfum verið að vara við og höfum miklar áhyggjur af á þessum tíma sérstaklega,“ segir Þórólfur en fyrsti sunnudagur í aðventu er um helgina. Hann hvetur alla til að stilla sig, reyna að halda sig sem mest út af fyrir sig og reyna að taka því rólega. „Annars missum við þetta aftur bara út í mikinn vöxt áður en við vitum af. Hvað varðar mínar tillögur var ég búinn að skila tillögum til ráðherra en þær byggðust á öðrum tölum en við erum að sjá núna. Eins og ég hef oft sagt þá breyttist þetta mjög hratt frá degi til dags þannig að ég mun líklega ef hlutirnir halda svona áfram að endurskoða mínar tillögur núna um helgina,“ segir Þórólfur. Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til og með næsta þriðjudegi. Vonast hafði verið til þess að þá yrði hægt aða slaka eitthvað á samkomutakmörkunum en hvað verður nú í þeim efnum er alls óvíst ef marka má orð sóttvarnalæknis. Aðspurður hversu langan gildistíma hann muni setja á tillögur sínar ef það kemur til þess að hann skili inn nýjum tillögum kveðst Þórólfur ekki tilbúinn til að tjá sig um það. Það verði að koma í ljós. „En maður var náttúrulega að gera sér vonir um það, þegar þetta stefndi allt í rétta átt og virtist allt vera að fara á rétta veginn að það væri jafnvel hægt að koma með tillögur sem myndu gilda lengur en það er bara þannig að fyrirsjáanleikinn í þessu er mjög lítill og það sem maður heldur í dag er kannski horfið á morgun,“ segir Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira
„Þessar tölur eins og þær hafa verið að birtast undanfarna daga vekja upp miklar áhyggjur af því að faraldurinn sé aftur að fara að blossa upp og við höfum séð og það gefur tilefni til að hafa áhyggjur af því að hann sé jafnvel að fara upp í veldisvöxt aftur og það byggir einkum á þeim fjölda sem er að greinast utan sóttkvíar,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Ekki er verið að greina neina nýja stofna veirunnar heldur er um að ræða þrjá sömu stofnana og undanfarið. „Við erum ekki að sjá neina nýja stofna í þessu sem hafa lekið inn um landamærin þannig að landamæraskimunin og aðgerðir á landamærum eru að halda og hafa sannað gildi sitt,“ segir Þórólfur. Hvetur alla til að stilla sig og taka því rólega Hann segir að rekja megi þau tilfelli sem greinst hafa undanfarna daga til samkomuhalds þar sem fólk er að hittast bæði innan og utan fjölskyldna. „Það er það sem er við höfum verið að vara við og höfum miklar áhyggjur af á þessum tíma sérstaklega,“ segir Þórólfur en fyrsti sunnudagur í aðventu er um helgina. Hann hvetur alla til að stilla sig, reyna að halda sig sem mest út af fyrir sig og reyna að taka því rólega. „Annars missum við þetta aftur bara út í mikinn vöxt áður en við vitum af. Hvað varðar mínar tillögur var ég búinn að skila tillögum til ráðherra en þær byggðust á öðrum tölum en við erum að sjá núna. Eins og ég hef oft sagt þá breyttist þetta mjög hratt frá degi til dags þannig að ég mun líklega ef hlutirnir halda svona áfram að endurskoða mínar tillögur núna um helgina,“ segir Þórólfur. Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til og með næsta þriðjudegi. Vonast hafði verið til þess að þá yrði hægt aða slaka eitthvað á samkomutakmörkunum en hvað verður nú í þeim efnum er alls óvíst ef marka má orð sóttvarnalæknis. Aðspurður hversu langan gildistíma hann muni setja á tillögur sínar ef það kemur til þess að hann skili inn nýjum tillögum kveðst Þórólfur ekki tilbúinn til að tjá sig um það. Það verði að koma í ljós. „En maður var náttúrulega að gera sér vonir um það, þegar þetta stefndi allt í rétta átt og virtist allt vera að fara á rétta veginn að það væri jafnvel hægt að koma með tillögur sem myndu gilda lengur en það er bara þannig að fyrirsjáanleikinn í þessu er mjög lítill og það sem maður heldur í dag er kannski horfið á morgun,“ segir Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira