Hefur áhyggjur af veldisvexti og skilar hugsanlega nýjum tillögum til ráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 27. nóvember 2020 11:40 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur miklar áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins og þeim fjölda sem greinst hefur með veiruna innanlands undanfarna daga. Tuttugu greindust í gær og voru ellefu utan sóttkvíar. Ellefu greindust innanlands í fyrradag og voru átta af þeim ekki í sóttkví. „Þessar tölur eins og þær hafa verið að birtast undanfarna daga vekja upp miklar áhyggjur af því að faraldurinn sé aftur að fara að blossa upp og við höfum séð og það gefur tilefni til að hafa áhyggjur af því að hann sé jafnvel að fara upp í veldisvöxt aftur og það byggir einkum á þeim fjölda sem er að greinast utan sóttkvíar,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Ekki er verið að greina neina nýja stofna veirunnar heldur er um að ræða þrjá sömu stofnana og undanfarið. „Við erum ekki að sjá neina nýja stofna í þessu sem hafa lekið inn um landamærin þannig að landamæraskimunin og aðgerðir á landamærum eru að halda og hafa sannað gildi sitt,“ segir Þórólfur. Hvetur alla til að stilla sig og taka því rólega Hann segir að rekja megi þau tilfelli sem greinst hafa undanfarna daga til samkomuhalds þar sem fólk er að hittast bæði innan og utan fjölskyldna. „Það er það sem er við höfum verið að vara við og höfum miklar áhyggjur af á þessum tíma sérstaklega,“ segir Þórólfur en fyrsti sunnudagur í aðventu er um helgina. Hann hvetur alla til að stilla sig, reyna að halda sig sem mest út af fyrir sig og reyna að taka því rólega. „Annars missum við þetta aftur bara út í mikinn vöxt áður en við vitum af. Hvað varðar mínar tillögur var ég búinn að skila tillögum til ráðherra en þær byggðust á öðrum tölum en við erum að sjá núna. Eins og ég hef oft sagt þá breyttist þetta mjög hratt frá degi til dags þannig að ég mun líklega ef hlutirnir halda svona áfram að endurskoða mínar tillögur núna um helgina,“ segir Þórólfur. Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til og með næsta þriðjudegi. Vonast hafði verið til þess að þá yrði hægt aða slaka eitthvað á samkomutakmörkunum en hvað verður nú í þeim efnum er alls óvíst ef marka má orð sóttvarnalæknis. Aðspurður hversu langan gildistíma hann muni setja á tillögur sínar ef það kemur til þess að hann skili inn nýjum tillögum kveðst Þórólfur ekki tilbúinn til að tjá sig um það. Það verði að koma í ljós. „En maður var náttúrulega að gera sér vonir um það, þegar þetta stefndi allt í rétta átt og virtist allt vera að fara á rétta veginn að það væri jafnvel hægt að koma með tillögur sem myndu gilda lengur en það er bara þannig að fyrirsjáanleikinn í þessu er mjög lítill og það sem maður heldur í dag er kannski horfið á morgun,“ segir Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
„Þessar tölur eins og þær hafa verið að birtast undanfarna daga vekja upp miklar áhyggjur af því að faraldurinn sé aftur að fara að blossa upp og við höfum séð og það gefur tilefni til að hafa áhyggjur af því að hann sé jafnvel að fara upp í veldisvöxt aftur og það byggir einkum á þeim fjölda sem er að greinast utan sóttkvíar,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Ekki er verið að greina neina nýja stofna veirunnar heldur er um að ræða þrjá sömu stofnana og undanfarið. „Við erum ekki að sjá neina nýja stofna í þessu sem hafa lekið inn um landamærin þannig að landamæraskimunin og aðgerðir á landamærum eru að halda og hafa sannað gildi sitt,“ segir Þórólfur. Hvetur alla til að stilla sig og taka því rólega Hann segir að rekja megi þau tilfelli sem greinst hafa undanfarna daga til samkomuhalds þar sem fólk er að hittast bæði innan og utan fjölskyldna. „Það er það sem er við höfum verið að vara við og höfum miklar áhyggjur af á þessum tíma sérstaklega,“ segir Þórólfur en fyrsti sunnudagur í aðventu er um helgina. Hann hvetur alla til að stilla sig, reyna að halda sig sem mest út af fyrir sig og reyna að taka því rólega. „Annars missum við þetta aftur bara út í mikinn vöxt áður en við vitum af. Hvað varðar mínar tillögur var ég búinn að skila tillögum til ráðherra en þær byggðust á öðrum tölum en við erum að sjá núna. Eins og ég hef oft sagt þá breyttist þetta mjög hratt frá degi til dags þannig að ég mun líklega ef hlutirnir halda svona áfram að endurskoða mínar tillögur núna um helgina,“ segir Þórólfur. Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til og með næsta þriðjudegi. Vonast hafði verið til þess að þá yrði hægt aða slaka eitthvað á samkomutakmörkunum en hvað verður nú í þeim efnum er alls óvíst ef marka má orð sóttvarnalæknis. Aðspurður hversu langan gildistíma hann muni setja á tillögur sínar ef það kemur til þess að hann skili inn nýjum tillögum kveðst Þórólfur ekki tilbúinn til að tjá sig um það. Það verði að koma í ljós. „En maður var náttúrulega að gera sér vonir um það, þegar þetta stefndi allt í rétta átt og virtist allt vera að fara á rétta veginn að það væri jafnvel hægt að koma með tillögur sem myndu gilda lengur en það er bara þannig að fyrirsjáanleikinn í þessu er mjög lítill og það sem maður heldur í dag er kannski horfið á morgun,“ segir Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira