Baskarnir, Januzaj og Silva í draumaheimi Sindri Sverrisson skrifar 29. nóvember 2020 09:46 Real Sociedad hefur fagnað fjölda marka og sigra það sem af er leiktíð. Getty/Mateo Villalba Byrjun Real Sociedad á leiktíðinni í spænska boltanum hefur verið draumi líkust og enn betri en þegar Xabi Alonso fór með liðinu í titilbaráttu fyrir 17 árum. Fáir bjuggust sjálfsagt við því að eftir tíu umferðir yrði Real Sociedad á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta. Sú var þó raunin. Á meðan að gengi meistara Real Madrid hefur verið misjafnt, og Barcelona virst nánast í molum, hefur hinu 111 ára gamla félagi úr Baskahéraði, Real Sociedad, gengið líkt og í draumi. Sociedad tekur á móti Villarreal í kvöld og getur unnið sinn sjöunda sigur í röð í deildinni. Liðið er með 23 stig og hefur ekki byrjað svona vel síðan að það varð síðast Spánarmeistari, tímabilið 1981-82. Sociedad varð í 6. sæti á siðustu leiktíð. Félagið hafði hægt um sig á leikmannamarkaðnum í haust, og missti Martin Ödegaard aftur úr láni til Real Madrid, en tókst þó að landa snillingnum David Silva sem kom frítt frá Manchester City við litla kátínu Lazio-manna. Sociedad fylgdi þeirri stefnu lengst af í sinni sögu, að nota aðeins leikmenn frá Baskahéraði. Á síðustu áratugum hefur félagið vikið frá þeirri stefnu, eins og þegar það fékk Alfreð Finnbogason árið 2014, en kjarninn í liðinu er eftir sem áður Baskar. Með fleiri uppalda í hópnum en öll hin Þjálfarinn Imanol Alguacil er raunar með 16 leikmenn í sínum aðalliðshópi sem komu í gegnum unglingaakademíu félagsins, fleiri en nokkurt annað félag í spænsku 1. deildinni. Þar á meðal eru spænski landsliðsmaðurinn Mikel Oyarzabal sem kominn er með sex mörk á tímabilinu. Imanol þjálfaði í akademíunni áður en hann tók við aðalliðinu árið 2018. Í dag eru fimm útlendingar í leikmannahópnum hjá Imanol. Þeirra á meðal eru Belginn Adnan Januzaj, sem náði ekki að slá í gegn hjá Manchester United, og sænska ungstirnið Alexander Isak sem kom frá Dortmund í fyrra. Januzaj er á sinni fjórðu leiktíð með Sociedad en þeir hafa skorað tvö mörk hvor á leiktíðinni. Sociedad hefur ekki barist um spænska meistaratitilinn af alvöru síðan árið 2003, með ungan Xabi Alonso þá innanborðs, þegar liðið endaði aðeins tveimur stigum á eftir Real Madrid. Hve lengi liðið endist í titilbaráttunni í vetur verður hins vegar að koma í ljós. Spænski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Sjá meira
Fáir bjuggust sjálfsagt við því að eftir tíu umferðir yrði Real Sociedad á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta. Sú var þó raunin. Á meðan að gengi meistara Real Madrid hefur verið misjafnt, og Barcelona virst nánast í molum, hefur hinu 111 ára gamla félagi úr Baskahéraði, Real Sociedad, gengið líkt og í draumi. Sociedad tekur á móti Villarreal í kvöld og getur unnið sinn sjöunda sigur í röð í deildinni. Liðið er með 23 stig og hefur ekki byrjað svona vel síðan að það varð síðast Spánarmeistari, tímabilið 1981-82. Sociedad varð í 6. sæti á siðustu leiktíð. Félagið hafði hægt um sig á leikmannamarkaðnum í haust, og missti Martin Ödegaard aftur úr láni til Real Madrid, en tókst þó að landa snillingnum David Silva sem kom frítt frá Manchester City við litla kátínu Lazio-manna. Sociedad fylgdi þeirri stefnu lengst af í sinni sögu, að nota aðeins leikmenn frá Baskahéraði. Á síðustu áratugum hefur félagið vikið frá þeirri stefnu, eins og þegar það fékk Alfreð Finnbogason árið 2014, en kjarninn í liðinu er eftir sem áður Baskar. Með fleiri uppalda í hópnum en öll hin Þjálfarinn Imanol Alguacil er raunar með 16 leikmenn í sínum aðalliðshópi sem komu í gegnum unglingaakademíu félagsins, fleiri en nokkurt annað félag í spænsku 1. deildinni. Þar á meðal eru spænski landsliðsmaðurinn Mikel Oyarzabal sem kominn er með sex mörk á tímabilinu. Imanol þjálfaði í akademíunni áður en hann tók við aðalliðinu árið 2018. Í dag eru fimm útlendingar í leikmannahópnum hjá Imanol. Þeirra á meðal eru Belginn Adnan Januzaj, sem náði ekki að slá í gegn hjá Manchester United, og sænska ungstirnið Alexander Isak sem kom frá Dortmund í fyrra. Januzaj er á sinni fjórðu leiktíð með Sociedad en þeir hafa skorað tvö mörk hvor á leiktíðinni. Sociedad hefur ekki barist um spænska meistaratitilinn af alvöru síðan árið 2003, með ungan Xabi Alonso þá innanborðs, þegar liðið endaði aðeins tveimur stigum á eftir Real Madrid. Hve lengi liðið endist í titilbaráttunni í vetur verður hins vegar að koma í ljós.
Spænski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Sjá meira