Það þýðir að önnur lið geta boðið honum samning frá og með 1.janúar næstkomandi.
Samkvæmt heimildum þýska dagblaðsins Bild eru yfirgnæfandi líkur á því að Calhanoglu muni semja við Manchester United og raunar séu viðræður vegna þessa mjög langt á veg komnar.
Áhugi er einnig frá liðum á borð við Juventus, Inter og Atletico Madrid.
Calhanoglu, sem er 26 ára gamall, er fæddur og uppalinn í Þýskalandi þó hann spili fyrir Tyrkland en hann sló í gegn með Bayer Leverkusen þaðan sem hann var keyptur til AC Milan fyrir 24 milljónir evra sumarið 2017.
Þar hefur hann verið í lykilhlutverki allar götur síðan en hann hefur spilað alla 8 leiki liðsins í ítölsku úrvalsdeildinni á yfirstandandi leiktíð, þar sem liðið trónir taplaust á toppi deildarinnar.