Eitt boð ber tölurnar uppi Samúel Karl Ólason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 28. nóvember 2020 11:45 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að stóran hluta dreifingar Covid-19 sem greinst hefur að undanförnu megi rekja til eins fjölskylduboðs. Hann segir tölurnar í dag svipaðar og í gær en þó hafi fleiri verið í sóttkví við greiningu. Það gæti verið til marks um línulegan vöxt. Í samtali við fréttastofu segir Þórólfur að eitt boð beri tölurnar uppi að miklu leyti. Þar hafi fólk hist í fjölskylduhitting. Einnig komi aðrar hópamyndanir inn í og ekkert sé endilega um teiti eða slíkt að ræða. „Það þarf ekkert mikið meira til. Þess vegna erum við að biðla til fólks um að fara mjög varlega í hópamyndanir og láta þær helst vera, þannig að við getum náð þessu almennilega niður,“ segir Þórólfur. Sjá einnig: 21 greindist með Covid-19 innanlands í gær Hann segir ekki sé endanlega búið að ákveða næstu tillögur að sóttvarnaaðgerðum en núverandi aðgerðir gilda til 2. desember. Hann eigi í samvinnu við ráðherra og þær séu í skoðun. Hann hafi ekki gert upp hug sinn. „Ég held að það sé ljóst að það þarf ekki mikið út af að bregða til að við getum fengið mjög mikinn vöxt í þetta aftur. Þannig að ég held að það þurfi að fara mjög varlega í allar tilslakanir og kannski enn varlegra en maður áætlaði á meðan þetta leit vel út.“ Ef Íslendingar vilji ekki fara út í jólin með mikinn faraldur í gangi þurfi að fara mjög varlega í tilslakanir. Þórólfur segist hafa miklar áhyggjur af hópamyndun í verslun um helgina og biður fólk um að fara mjög varlega og forðast mannmergð. Þá biður hann fólk um að halda áfram að standa sig vel. „Það er búið að ganga mjög vel að ná þessari uppsveiflu sem við sáum fyrir mánuði síðan, niður og það er mjög mikilvægt að fólk haldi áfram. Það er fyrst og fremst hópamyndanirnar sem eru að valda þessu bakslagi núna,“ segir Þórólfur. „Fólk er ekki að passa sig. Fólk er að hittast, innan fjölskyldna, utan fjölskyldna, í litlum sakleysislegum hópum jafnvel. En afleiðingarnar geta orðið þessar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Þórólfur að eitt boð beri tölurnar uppi að miklu leyti. Þar hafi fólk hist í fjölskylduhitting. Einnig komi aðrar hópamyndanir inn í og ekkert sé endilega um teiti eða slíkt að ræða. „Það þarf ekkert mikið meira til. Þess vegna erum við að biðla til fólks um að fara mjög varlega í hópamyndanir og láta þær helst vera, þannig að við getum náð þessu almennilega niður,“ segir Þórólfur. Sjá einnig: 21 greindist með Covid-19 innanlands í gær Hann segir ekki sé endanlega búið að ákveða næstu tillögur að sóttvarnaaðgerðum en núverandi aðgerðir gilda til 2. desember. Hann eigi í samvinnu við ráðherra og þær séu í skoðun. Hann hafi ekki gert upp hug sinn. „Ég held að það sé ljóst að það þarf ekki mikið út af að bregða til að við getum fengið mjög mikinn vöxt í þetta aftur. Þannig að ég held að það þurfi að fara mjög varlega í allar tilslakanir og kannski enn varlegra en maður áætlaði á meðan þetta leit vel út.“ Ef Íslendingar vilji ekki fara út í jólin með mikinn faraldur í gangi þurfi að fara mjög varlega í tilslakanir. Þórólfur segist hafa miklar áhyggjur af hópamyndun í verslun um helgina og biður fólk um að fara mjög varlega og forðast mannmergð. Þá biður hann fólk um að halda áfram að standa sig vel. „Það er búið að ganga mjög vel að ná þessari uppsveiflu sem við sáum fyrir mánuði síðan, niður og það er mjög mikilvægt að fólk haldi áfram. Það er fyrst og fremst hópamyndanirnar sem eru að valda þessu bakslagi núna,“ segir Þórólfur. „Fólk er ekki að passa sig. Fólk er að hittast, innan fjölskyldna, utan fjölskyldna, í litlum sakleysislegum hópum jafnvel. En afleiðingarnar geta orðið þessar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Sjá meira