Fagnar sigri og biður þolendur ofbeldis að gefast ekki upp Sylvía Hall skrifar 28. nóvember 2020 23:20 Rúna ásamt systrum sínum og móður fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur. Aðsend Rúmlega fimm ára baráttu Rúnu Guðmundsdóttur við kerfið lauk í gær þegar Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrrverandi sambýlismann hennar til þess að greiða henni 1,3 milljónir í skaðabætur vegna heimilisofbeldis. Rúna segir þungu fargi af sér létt, það sé ómetanlegt að kerfið viðurkenni að hún hafi verið beitt ranglæti. „Ég hef reynt að lifa lífinu áfram og gefa ofbeldismanninum ekki framtíðina mína í kaupbæti en það er oft auðveldara í orði en á borði,“ segir Rúna í samtali við Vísi. Hún segir málið ómeðvitað hafa haldið sér niðri, enda erfitt að hafa beðið svo lengi eftir úrlausn í kerfinu. „Eftir þrautagöngu mína í gegnum „kerfið“ fæ ég loksins staðfestingu. Það er mikil heilun í því en allt frá því ég gekk fyrst inn til lögreglunnar hef ég ekki upplifað að frásögn minni hefur verið trúað innan kerfisins. Í gær fékk ég staðfestingu frá héraðsdómi að hann heyrir í mér; hlustaði og stóð með mér þegar ég segi enn og aftur að við samþykkjum ekki ofbeldi“. Rúna greindi frá niðurstöðu héraðsdóms í dag en málið á rætur sínar að rekja aftur til ársins 2015. Þá hafi fyrrverandi sambýlismaður ráðist á hana og beitt hana hrottalegu ofbeldi á heimili þeirra með þeim afleiðingum að hún hlaut margþætta áverka. Mistök hjá lögreglu leiddu þó til þess að sakamál gegn honum fór aldrei fyrir dóm, en við skýrslutöku gleymdist að kveikja á upptöku. Rannsókn var felld niður áður en kærufrestur rann út, en Rúna ræddi ofbeldið meðal annars í viðtali við RÚV árið 2017. Ekki sú fyrsta og ekki sú síðasta Líkt og áður sagði var dómur kveðinn upp í gær. Lögmenn Rúnu hringdu í hana og létu vita að von væri á dómi í gær, föstudag, en ætluðu að láta hana vita hvernig færi. Eftir smá umhugsun ákvað Rúna að mæta með þeim, þó svo að það væri algengara að lögmenn mættu einungis fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Rúna segir þungu fargi af sér létt eftir dóm héraðsdóms.Aðsend Hún segist ekki hafa gert sér neinar vonir um að niðurstaðan yrði sér í vil, enda málið búið að taka mjög á. Það hafi verið auðvelt að ímynda sér það versta, en um tíma sá hún ekki fyrir endann á málinu vegna þess hversu löng meðferð þess var fyrir dómi. „Þegar ég gekk inn í héraðsdóm í gær bjóst ég ekki við neinu. Eftir allar þær hindranir sem ég hef þurft að yfirstíga í þessu máli þorði ég ekki að gefa sjálfri mér þá von að loks núna myndu hlutirnir ganga upp,“ segir Rúna. Þrátt fyrir þennan áfanga segir hún ljóst að of margir eru í sömu stöðu og hún. Hún vilji þó biðla til allra þeirra að gefast ekki upp, þó slagurinn við kerfið geti orðið þungbær. „Þetta eru allt saman smáskref. Ég er ekki fyrsti einstaklingurinn og ekki sá síðasti sem gengur í gegnum þessa erfiðu og óþörfu lífsreynslu, en saman getum við unnið að því að búa svo um að þolendur ofbeldis þurfa ekki að berjast fyrir rétti sínum heldur sé hann sjálfsagður.“ Ofbeldissambönd brjóta niður sjálfið Rúna tjáði sig um niðurstöðuna í færslu í dag þar sem hún lýsti afleiðingum þess að verða fyrir slíku ofbeldi. Hún segist hafa tapað gleðinni eftir árásina og hafði engan skilning á því hvernig fólk gat hlegið og haft gaman að lífinu. Persónulega væri hún sátt með að geta vaknað á morgnana. „Ég man þegar ég spurði sálfræðinginn minn hvort ég ætti einhvern tíma eftir að verða glöð aftur eða finna til hamingju? Ég horfði á fólkið í kringum mig og skildi ekki hvernig þau gátu hlegið, glaðst og notið lífsins. Með tímanum tókst mér, með aðstoð sálfræðings, fjölskyldu, vina og samstarfsmanna að feta mig áfram að einhverju sem ég gat kallað jafnvægi,“ skrifar Rúna. Með tíð og tíma hafi dagarnir orðið betri og stuðningur fjölskyldu og vina hafi verið ómetanlegur. Það hafi þó verið erfitt að standa með sjálfri sér oft á tíðum, og skeytingarleysi lögreglunnar hafi bætt gráu ofan á svart. Eftir að rannsókn málsins var felld niður var eina úrræðið að höfða einkamál og gerði hún það með það í huga að vera fyrirmynd fyrir syni sína. „Þegar ég hugsa til baka þá stingur það mig í hjartað að styrkur minn fólst ekki í því að ég stóð upp fyrir sjálfri mér heldur stóð ég upp fyrir mömmunni sem var fyrirmynd drengjanna sinna. Því þegar maður hefur verið í ofbeldissambandi er sjálfið þitt brotið niður smátt og smátt þar til þú veist ekki hvenær þú ert hamingjusöm af því þú ert hamingjusöm, eða af því að makinn þinn er sáttur við og með þig.“ Hún biðlar til fólks í sömu sporum að finna styrkinn. Þó baráttan sé erfið getur hún orðið þess virði. „Fyrir alla þá sem standa í eða hafa staðið í mínum sporum, þá langar mig að biðja ykkur um að gefast ekki upp.“ Dómsmál Samfélagsmiðlar Heimilisofbeldi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
„Ég hef reynt að lifa lífinu áfram og gefa ofbeldismanninum ekki framtíðina mína í kaupbæti en það er oft auðveldara í orði en á borði,“ segir Rúna í samtali við Vísi. Hún segir málið ómeðvitað hafa haldið sér niðri, enda erfitt að hafa beðið svo lengi eftir úrlausn í kerfinu. „Eftir þrautagöngu mína í gegnum „kerfið“ fæ ég loksins staðfestingu. Það er mikil heilun í því en allt frá því ég gekk fyrst inn til lögreglunnar hef ég ekki upplifað að frásögn minni hefur verið trúað innan kerfisins. Í gær fékk ég staðfestingu frá héraðsdómi að hann heyrir í mér; hlustaði og stóð með mér þegar ég segi enn og aftur að við samþykkjum ekki ofbeldi“. Rúna greindi frá niðurstöðu héraðsdóms í dag en málið á rætur sínar að rekja aftur til ársins 2015. Þá hafi fyrrverandi sambýlismaður ráðist á hana og beitt hana hrottalegu ofbeldi á heimili þeirra með þeim afleiðingum að hún hlaut margþætta áverka. Mistök hjá lögreglu leiddu þó til þess að sakamál gegn honum fór aldrei fyrir dóm, en við skýrslutöku gleymdist að kveikja á upptöku. Rannsókn var felld niður áður en kærufrestur rann út, en Rúna ræddi ofbeldið meðal annars í viðtali við RÚV árið 2017. Ekki sú fyrsta og ekki sú síðasta Líkt og áður sagði var dómur kveðinn upp í gær. Lögmenn Rúnu hringdu í hana og létu vita að von væri á dómi í gær, föstudag, en ætluðu að láta hana vita hvernig færi. Eftir smá umhugsun ákvað Rúna að mæta með þeim, þó svo að það væri algengara að lögmenn mættu einungis fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Rúna segir þungu fargi af sér létt eftir dóm héraðsdóms.Aðsend Hún segist ekki hafa gert sér neinar vonir um að niðurstaðan yrði sér í vil, enda málið búið að taka mjög á. Það hafi verið auðvelt að ímynda sér það versta, en um tíma sá hún ekki fyrir endann á málinu vegna þess hversu löng meðferð þess var fyrir dómi. „Þegar ég gekk inn í héraðsdóm í gær bjóst ég ekki við neinu. Eftir allar þær hindranir sem ég hef þurft að yfirstíga í þessu máli þorði ég ekki að gefa sjálfri mér þá von að loks núna myndu hlutirnir ganga upp,“ segir Rúna. Þrátt fyrir þennan áfanga segir hún ljóst að of margir eru í sömu stöðu og hún. Hún vilji þó biðla til allra þeirra að gefast ekki upp, þó slagurinn við kerfið geti orðið þungbær. „Þetta eru allt saman smáskref. Ég er ekki fyrsti einstaklingurinn og ekki sá síðasti sem gengur í gegnum þessa erfiðu og óþörfu lífsreynslu, en saman getum við unnið að því að búa svo um að þolendur ofbeldis þurfa ekki að berjast fyrir rétti sínum heldur sé hann sjálfsagður.“ Ofbeldissambönd brjóta niður sjálfið Rúna tjáði sig um niðurstöðuna í færslu í dag þar sem hún lýsti afleiðingum þess að verða fyrir slíku ofbeldi. Hún segist hafa tapað gleðinni eftir árásina og hafði engan skilning á því hvernig fólk gat hlegið og haft gaman að lífinu. Persónulega væri hún sátt með að geta vaknað á morgnana. „Ég man þegar ég spurði sálfræðinginn minn hvort ég ætti einhvern tíma eftir að verða glöð aftur eða finna til hamingju? Ég horfði á fólkið í kringum mig og skildi ekki hvernig þau gátu hlegið, glaðst og notið lífsins. Með tímanum tókst mér, með aðstoð sálfræðings, fjölskyldu, vina og samstarfsmanna að feta mig áfram að einhverju sem ég gat kallað jafnvægi,“ skrifar Rúna. Með tíð og tíma hafi dagarnir orðið betri og stuðningur fjölskyldu og vina hafi verið ómetanlegur. Það hafi þó verið erfitt að standa með sjálfri sér oft á tíðum, og skeytingarleysi lögreglunnar hafi bætt gráu ofan á svart. Eftir að rannsókn málsins var felld niður var eina úrræðið að höfða einkamál og gerði hún það með það í huga að vera fyrirmynd fyrir syni sína. „Þegar ég hugsa til baka þá stingur það mig í hjartað að styrkur minn fólst ekki í því að ég stóð upp fyrir sjálfri mér heldur stóð ég upp fyrir mömmunni sem var fyrirmynd drengjanna sinna. Því þegar maður hefur verið í ofbeldissambandi er sjálfið þitt brotið niður smátt og smátt þar til þú veist ekki hvenær þú ert hamingjusöm af því þú ert hamingjusöm, eða af því að makinn þinn er sáttur við og með þig.“ Hún biðlar til fólks í sömu sporum að finna styrkinn. Þó baráttan sé erfið getur hún orðið þess virði. „Fyrir alla þá sem standa í eða hafa staðið í mínum sporum, þá langar mig að biðja ykkur um að gefast ekki upp.“
Dómsmál Samfélagsmiðlar Heimilisofbeldi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira