Segir forgangsröðun bólusetninga skringilega, elstir eigi að fara fyrst Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. nóvember 2020 12:30 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur réttast að 85 ára og eldri fái bóluefni fyrst því sá hópur sé í mestri hættu veikist hann. Vísir/Vilhelm Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur forgangsröðun í bólusetningu skringilega þar sem 60 ára og eldri eru í sjötta sæti forgangslista. Hann leggur til að 85 ára og eldri verði bólusettir fyrst því þeir séu í mestri hættu ef þeir veikjast. Hann telur að heilbrigðisráðherra muni líta til þessa. Heilbrigðisráðherra hefur staðfesti á föstudag reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Horft var til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en sóttvarnalæknir mun hafa sveigjanleika til að gera breytingar. Þeir sem fá bóluefni fyrst samkvæmt listanum eru starfsmenn á bráðamóttöku og gjörgæsludeildum. Þar á eftir fá starfsmenn á Covid-19 göngudeildum bóluefni. Einstaklingar sem eru 60 ára og eldri eru svo í sjötta sæti. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar gerir athugasemdir við þetta. „Mér finnst þetta afskaplega skringilegt vegna þess að þeir sem eru milli 60-70 ára er með innan við tvö prósent líkur á að deyja ef þeir sýkjast, 75 ára og eldri eru með 8,5% líkur á að deyja og 85 ára og eldri eru um 28% líkur á að deyja,“ segir Kári. Hann telur að elsti hópurinn eigi að fara fyrst í bólusetningu. „Í stað þess að byggja ákvörðunina á tilfinningu á að skoða gögnin og láta þau leiða sig,“ segir Kári. Kári segist ekki hafa rætt sérstaklega við sóttvarnayfirvöld um þessa skoðun sína. „Það er ekki mitt hlutverk að segja hæstvirtum heilbrigðisráðherra fyrir verkum. Við erum með mjög góðan heilbrigðisráðherra og ég er alveg viss um að þegar hún fer að skoða þetta nánar þá hniki hún einhverju til, það væri mjög líkt henni,“ segir Kári að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Eldri borgarar Tengdar fréttir Börnum verður ekki boðin bólusetning Heilbrigðisráðherra hefur staðfest og birt reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Horft var til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en sóttvarnalæknir mun hafa sveigjanleika til að gera breytingar. Börnum verður ekki boðin bólusetning. 28. nóvember 2020 12:55 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur staðfesti á föstudag reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Horft var til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en sóttvarnalæknir mun hafa sveigjanleika til að gera breytingar. Þeir sem fá bóluefni fyrst samkvæmt listanum eru starfsmenn á bráðamóttöku og gjörgæsludeildum. Þar á eftir fá starfsmenn á Covid-19 göngudeildum bóluefni. Einstaklingar sem eru 60 ára og eldri eru svo í sjötta sæti. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar gerir athugasemdir við þetta. „Mér finnst þetta afskaplega skringilegt vegna þess að þeir sem eru milli 60-70 ára er með innan við tvö prósent líkur á að deyja ef þeir sýkjast, 75 ára og eldri eru með 8,5% líkur á að deyja og 85 ára og eldri eru um 28% líkur á að deyja,“ segir Kári. Hann telur að elsti hópurinn eigi að fara fyrst í bólusetningu. „Í stað þess að byggja ákvörðunina á tilfinningu á að skoða gögnin og láta þau leiða sig,“ segir Kári. Kári segist ekki hafa rætt sérstaklega við sóttvarnayfirvöld um þessa skoðun sína. „Það er ekki mitt hlutverk að segja hæstvirtum heilbrigðisráðherra fyrir verkum. Við erum með mjög góðan heilbrigðisráðherra og ég er alveg viss um að þegar hún fer að skoða þetta nánar þá hniki hún einhverju til, það væri mjög líkt henni,“ segir Kári að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Eldri borgarar Tengdar fréttir Börnum verður ekki boðin bólusetning Heilbrigðisráðherra hefur staðfest og birt reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Horft var til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en sóttvarnalæknir mun hafa sveigjanleika til að gera breytingar. Börnum verður ekki boðin bólusetning. 28. nóvember 2020 12:55 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Börnum verður ekki boðin bólusetning Heilbrigðisráðherra hefur staðfest og birt reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Horft var til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en sóttvarnalæknir mun hafa sveigjanleika til að gera breytingar. Börnum verður ekki boðin bólusetning. 28. nóvember 2020 12:55