Hraun Skaftárelda skóp nýja sveit eftir Móðuharðindin Kristján Már Unnarsson skrifar 29. nóvember 2020 22:12 Hraunból, eins og aðrir bæir á Brunasandi, reis við lindir og læki sem spruttu undan nýja hrauninu. Búið var í gamla bænum til ársins 2004. Nýja íbúðarhúsið fjær við hraunjaðarinn. Þar fyrir ofan sést Orustuhóll. Einar Árnason Skaftáreldum og Móðuharðindunum sem þeim fylgdu hefur verið lýst sem mestu hörmungum Íslandssögunnar. Talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist og 75 prósent af bústofni landsmanna fallið af völdum eldgossins í Lakagígum árin 1783-1784. Minna hefur verið fjallað um nýja sveit sem varð til vegna eldgossins, Brunasand. Hún er heimsótt í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þessi yngsta sveit Íslands varð til eftir að hraunrennslið skóp búsetuskilyrði á svæði sem áður var óbyggilegur jökulsandur. Helgi Björnsson og Þóra Ellen Þórhallsdóttir eiga jörðina Hruna á Brunasandi. Þau eru meðal höfunda bókar um Brunasand, sem út kom fyrir fimm árum.Einar Árnason Tveir landsþekktir náttúruvísindamenn, hjónin Helgi Björnsson jöklafræðingur og Þóra Ellen Þórhallsdóttur grasafræðingur, fræða um einstaka myndunarsögu byggðar á Brunasandi. Þau segja jafnframt frá lífinu á jörðinni Hruna, sem þau eignuðust þegar hefðbundum búskap lauk þar. Hún var með þeim fyrstu sem byggðust á Brunasandi eftir að Skaftáreldum lauk. Þuríður Benediktsdóttir, atvinnumálafulltrúi Skaftárhrepps, býr á Hraunbóli.Einar Árnason Á jörðinni Hraunbóli rifjar Þuríður Benediktsdóttir upp mannlífið á Brunasandi þegar hún var þar ung stúlka í sveit hjá ömmu sinni og afa. Hún og eiginmaður hennar, Birgir Teitsson arkitekt, segja frá nýju íbúðarhúsi sem þau hafa reist í hraunjaðrinum. Hreiðar Hermannsson sýnir okkur jörðina Orustustaði og segir frá sex milljarða króna framkvæmdum við hótel, sem hann boðar að verði stærsti vinnustaður Skaftárhrepps. Hreiðar Hermannsson lýsir útsýninu frá Orustustöðum þar sem hann reisir hótel. Til austurs horfir hann á Lómagnúp, Skeiðarárjökul og Öræfajökul og til vesturs á Mýrdalsjökul.Einar Árnason Pólsk hjón, Anna Magdalena Buda og Wojciech Jaroslaw Buda, segja frá bleikjueldinu sem þau annast á Teygingalæk. Það byggir á vatninu sem rennur undan Brunahrauni. Bærinn Slétta er sá eini sem eftir er á Brunasandi með hefðbundnum búskap. Þar hittum við systkinin Páll Elíasson og Elínu Elíasdóttur og son hennar, Elías Ásgeirsson. Júlíana Þóra Magnúsdóttir þjóðfræðingur segir frá sögnum og munnmælum af Brunasandi og hvaða orustur eru sagðar skýra nafn Orustuhóls. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Skaftárhreppur Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Minna hefur verið fjallað um nýja sveit sem varð til vegna eldgossins, Brunasand. Hún er heimsótt í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þessi yngsta sveit Íslands varð til eftir að hraunrennslið skóp búsetuskilyrði á svæði sem áður var óbyggilegur jökulsandur. Helgi Björnsson og Þóra Ellen Þórhallsdóttir eiga jörðina Hruna á Brunasandi. Þau eru meðal höfunda bókar um Brunasand, sem út kom fyrir fimm árum.Einar Árnason Tveir landsþekktir náttúruvísindamenn, hjónin Helgi Björnsson jöklafræðingur og Þóra Ellen Þórhallsdóttur grasafræðingur, fræða um einstaka myndunarsögu byggðar á Brunasandi. Þau segja jafnframt frá lífinu á jörðinni Hruna, sem þau eignuðust þegar hefðbundum búskap lauk þar. Hún var með þeim fyrstu sem byggðust á Brunasandi eftir að Skaftáreldum lauk. Þuríður Benediktsdóttir, atvinnumálafulltrúi Skaftárhrepps, býr á Hraunbóli.Einar Árnason Á jörðinni Hraunbóli rifjar Þuríður Benediktsdóttir upp mannlífið á Brunasandi þegar hún var þar ung stúlka í sveit hjá ömmu sinni og afa. Hún og eiginmaður hennar, Birgir Teitsson arkitekt, segja frá nýju íbúðarhúsi sem þau hafa reist í hraunjaðrinum. Hreiðar Hermannsson sýnir okkur jörðina Orustustaði og segir frá sex milljarða króna framkvæmdum við hótel, sem hann boðar að verði stærsti vinnustaður Skaftárhrepps. Hreiðar Hermannsson lýsir útsýninu frá Orustustöðum þar sem hann reisir hótel. Til austurs horfir hann á Lómagnúp, Skeiðarárjökul og Öræfajökul og til vesturs á Mýrdalsjökul.Einar Árnason Pólsk hjón, Anna Magdalena Buda og Wojciech Jaroslaw Buda, segja frá bleikjueldinu sem þau annast á Teygingalæk. Það byggir á vatninu sem rennur undan Brunahrauni. Bærinn Slétta er sá eini sem eftir er á Brunasandi með hefðbundnum búskap. Þar hittum við systkinin Páll Elíasson og Elínu Elíasdóttur og son hennar, Elías Ásgeirsson. Júlíana Þóra Magnúsdóttir þjóðfræðingur segir frá sögnum og munnmælum af Brunasandi og hvaða orustur eru sagðar skýra nafn Orustuhóls. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Skaftárhreppur Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira