Fjórir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2020 13:39 Charlotte Perelli hefur tvívegis verið fulltrúi Svíþjóðar í Eurovision. Í fyrra skiptið, árið 1999, vann hún keppnina með lagið Take Me to Your Heaven. Getty Að minnsta kosti fjórir fyrrverandi fulltrúar Svíþjóðar í Eurovision munu taka þátt í Melodifestivalen, undankeppni Svía fyrir Eurovision-keppnina sem fram fer í Rotterdam í maí næstkomandi. Aftonbladet hefur birt lista yfir 27 atriði sem munu taka þátt af alls 28. Á þeim lista má meðal annars sjá sveitina The Mamas sem bar sigur úr býtum í Melodifestivalen fyrr á árinu með laginu Move. Þar sem Eurovision-keppninni var aflýst í vor vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar varð þó aldrei úr því að þær stigu á stóra sviðið. Þær höfðu þó séð um bakraddir í sænska framlaginu árið 2019 – Too Late for Love með John Lundvik sem hafnaði í fimmta sæti. Á listanum er einnig að finna Charlotte Perelli sem vann sigur í Eurovision árið 1999 með laginu Take Me to Your Heaven, þá undir nafninu Charlotte Nilsson. Það var einmitt árið sem Selma Björnsdóttir hafnaði í öðru sæti með laginu All Out of Luck. Perelli var einnig fulltrúi Svía í Eurovision árið 2008 með lagið Hero. Hafnaði hún þá í átjánda sæti. Eric Saade mun einnig taka þátt í Melodifestivalen, en hann var fulltrúi Svía árið 2011 með laginu Popular og hafnaði þá í þriðja sæti. Einnig má nefna sveitina Arvingarna sem voru fulltrúar Svía í Eurovision árið 1993. Fluttu þeir þá lagið Eloise og höfnuðu í sjöunda sæti. Meðal annarra atriða sem verða í Melodifestivalen í ár má nefna Danny Saucedo, Anton Ewald, Elisa Lindström og Dotter. Melodifestivalen fer fram dagana 6. febrúar til 13. mars án áhorfenda og alltaf í Stokkhólmi, en öll undanúrslitakvöldin hafa verið haldið víðs vegar um Svíþjóð síðustu ár. Eurovision Tónlist Svíþjóð Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Sjá meira
Aftonbladet hefur birt lista yfir 27 atriði sem munu taka þátt af alls 28. Á þeim lista má meðal annars sjá sveitina The Mamas sem bar sigur úr býtum í Melodifestivalen fyrr á árinu með laginu Move. Þar sem Eurovision-keppninni var aflýst í vor vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar varð þó aldrei úr því að þær stigu á stóra sviðið. Þær höfðu þó séð um bakraddir í sænska framlaginu árið 2019 – Too Late for Love með John Lundvik sem hafnaði í fimmta sæti. Á listanum er einnig að finna Charlotte Perelli sem vann sigur í Eurovision árið 1999 með laginu Take Me to Your Heaven, þá undir nafninu Charlotte Nilsson. Það var einmitt árið sem Selma Björnsdóttir hafnaði í öðru sæti með laginu All Out of Luck. Perelli var einnig fulltrúi Svía í Eurovision árið 2008 með lagið Hero. Hafnaði hún þá í átjánda sæti. Eric Saade mun einnig taka þátt í Melodifestivalen, en hann var fulltrúi Svía árið 2011 með laginu Popular og hafnaði þá í þriðja sæti. Einnig má nefna sveitina Arvingarna sem voru fulltrúar Svía í Eurovision árið 1993. Fluttu þeir þá lagið Eloise og höfnuðu í sjöunda sæti. Meðal annarra atriða sem verða í Melodifestivalen í ár má nefna Danny Saucedo, Anton Ewald, Elisa Lindström og Dotter. Melodifestivalen fer fram dagana 6. febrúar til 13. mars án áhorfenda og alltaf í Stokkhólmi, en öll undanúrslitakvöldin hafa verið haldið víðs vegar um Svíþjóð síðustu ár.
Eurovision Tónlist Svíþjóð Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Sjá meira