Whamageddon 2020: Hvenær dettur þú út? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. nóvember 2020 22:03 Fólk er misspennt fyrir að heyra Last Christmas í aðdraganda jólanna. Á miðnætti hefjast leikar. Desember gengur í garð og áskorun ársins hefst. Hversu lengi heldur þú út? Whamageddon er leikur fyrir alla fjölskylduna. Hann er einfaldur en þannig vill til að hann krefst aðeins þess að hafa eyrun opin, á sama tíma og maður getur auðveldlega unnið með því að hafa þau harðlokuð. En það væri hálfgert svindl. Áskorunin: Að reyna að endast fram að jólum án þess að heyra Last Christmas í flutningi Wham. Þegar eyrun greina látúnsbarka George Michael er viðkomandi kominn til Whamhallar. Samkvæmt Wikipedia var ein fyrsta útgáfa leiksins „spiluð“ á spjallsvæðinu GTPlanet árið 2010. Nú hafa framtakssamir „Whamfeður“ hins vegar stofnað formlega síðu, Whamageddon.com, þar sem þeir leggja eftirfarandi línur (þýddar og staðfærðar): Regla 1 - Markmiðið er að endast sem lengst fram að jólum án þess að heyra Last Christmas með Wham. Regla 2 - Leikar hefjast 1. desember og þeim lýkur á miðnætti 24. desember. Regla 3 - Leikurinn nær aðeins til UPPRUNALEGU útgáfunnar. Regla 4 - Þegar þú heyrir lagið ertu úr leik. Bónusregla - Þegar það gerist máttu gjarnan segja frá því á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #whamageddon. Ekki vera fáviti-reglan - Það er enginn sem segir að þú megir ekki hringja í mann og annan og blasta Last Christmas í gegnum símann en markmiðið er að ÞÚ endist fram að jólum, ekki að þú takir aðra úr leik. Ekki vera fáviti. Sama leik má leika með önnur margspiluð jólalög, t.d. All I Want For Christmas Is You með Mariah Carey. Þá þykist einn Vísismaður hafa náð aðfangadegi ein jólin án þess að heyra Jólahjól. Sjá einnig Little Drummer Boy Challenge. Gangi þér vel! (Og taktu eftir að fréttinni fylgir EKKI sjálfvirkt YouTube-vídjó af Last Christmas, sbr. Ekki vera fáviti-reglan.) Jól Tónlist Grín og gaman Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Whamageddon er leikur fyrir alla fjölskylduna. Hann er einfaldur en þannig vill til að hann krefst aðeins þess að hafa eyrun opin, á sama tíma og maður getur auðveldlega unnið með því að hafa þau harðlokuð. En það væri hálfgert svindl. Áskorunin: Að reyna að endast fram að jólum án þess að heyra Last Christmas í flutningi Wham. Þegar eyrun greina látúnsbarka George Michael er viðkomandi kominn til Whamhallar. Samkvæmt Wikipedia var ein fyrsta útgáfa leiksins „spiluð“ á spjallsvæðinu GTPlanet árið 2010. Nú hafa framtakssamir „Whamfeður“ hins vegar stofnað formlega síðu, Whamageddon.com, þar sem þeir leggja eftirfarandi línur (þýddar og staðfærðar): Regla 1 - Markmiðið er að endast sem lengst fram að jólum án þess að heyra Last Christmas með Wham. Regla 2 - Leikar hefjast 1. desember og þeim lýkur á miðnætti 24. desember. Regla 3 - Leikurinn nær aðeins til UPPRUNALEGU útgáfunnar. Regla 4 - Þegar þú heyrir lagið ertu úr leik. Bónusregla - Þegar það gerist máttu gjarnan segja frá því á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #whamageddon. Ekki vera fáviti-reglan - Það er enginn sem segir að þú megir ekki hringja í mann og annan og blasta Last Christmas í gegnum símann en markmiðið er að ÞÚ endist fram að jólum, ekki að þú takir aðra úr leik. Ekki vera fáviti. Sama leik má leika með önnur margspiluð jólalög, t.d. All I Want For Christmas Is You með Mariah Carey. Þá þykist einn Vísismaður hafa náð aðfangadegi ein jólin án þess að heyra Jólahjól. Sjá einnig Little Drummer Boy Challenge. Gangi þér vel! (Og taktu eftir að fréttinni fylgir EKKI sjálfvirkt YouTube-vídjó af Last Christmas, sbr. Ekki vera fáviti-reglan.)
Jól Tónlist Grín og gaman Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira