Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Heimir Már Pétursson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 1. desember 2020 10:14 Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti vegna málsins. Vísir/Vilhelm Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. Dómur yfirdeildarinnar var kveðinn upp í Strasbourg í Frakklandi klukkan tíu í dag að íslenskum tíma í dag. Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður sem fór með málið fyrir hönd skjólstæðings síns. Niðurstaða yfirdeildar var einróma. Þetta þýðir að endanlega er staðfest að skipan dómara í Landsrétt árið 2017 braut gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Dóm yfirdeildarinnar má nálgast hér. Um hvað snerist málið? Yfirdeild Mannréttindardómstólsins ákvað í september 2019 að taka beiðni íslenskra stjórnvalda um endurskoðun niðurstöðu dómstólsins í máli Guðmundar A. Ástráðssonar gegn Íslandi, frá 12. mars á sama ári, til meðferðar í yfirdeild dómstólsins. Niðurstöðunnar sem nú liggur fyrir hafði verið beðið síðan í febrúar, þegar málflutningur fór fram. Málið má rekja til þess að Guðmundur, sem dæmdur var í 17 mánaða fangelsi í Landsrétti fyrir margvísleg brot, leitaði til Mannréttindadómstólsis því hann taldi sig ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð fyrir Landsrétti þar sem ólöglega hafi verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur sem dómara við réttinn. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hefur verið í fararbroddi í málinu og sótt það gegn íslenska ríkinu frá upphafi þess.Vísir/Vilhelm Vildi Guðmundur meina að ólöglega hafi verið staðið að skipan Arnfríðar sem dómara við réttinn þegar Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði árið 2017 skipað fjóra dómara við réttinn sem ekki voru á lista hæfnisnefndar yfir þá sem metnir voru hæfastir af henni. Við afgreiðslu málsins á Alþingi voru greidd atkvæði um listann í heild, listann yfir alla þá dómara sem Sigríður lagði til að yrðu skipaðir við réttinn, en ekki um hvern og einn fyrir sig. Alls voru fimmtán dómarar skipaðir, enda var verið að skipa í sæti í Landsrétti í fyrsta sinn, nýju millidómstigi sem tók til starfa áramótin 2017/2018. Fjórir út, fjögur inn Breytingarnar sem gerðar voru á efstu fimmtán sætum hæfnisnefndar voru fjórar og um þær stóð mikill styr, líkt og fjallað var ítarlega um á Vísi á sínum tíma. Út fóru Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður, Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og Jón Höskuldsson héraðsdómari. Höfðuðu þeir síðar allir mál gegn ríkinu vegna sniðgöngunnar. Ástráður og Jóhannes unnu sín mál en beðið er niðurstöðu Hæstaréttar í málum Eiríks og Jóns. Þess má geta að Eiríkur og Jón hafa frá því að Landsréttarmálið kom upp verið skipaðir dómarar við Landsrétt, auk þess sem að bæði Ástráður og Jóhannes Rúnar hafa sótt um stöður, án árangurs. Inn komu héraðsdómararnir Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður Bragadóttir. Ástráður Haraldsson héraðsdómari er einn af þeim sem Sigríður færði neðar á listann örlagaríka.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þau sem duttu út af listanum voru í 7., 11., 12. og 14. sæti dómnefndar. Þau sem komu inn voru í 17., 18., 23. og 30. sæti á listanum. Stjórnarandstaðan og aðrir aðilar sem skiluðu áliti sínu til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vegna málsins töldu ráðherra ekki hafa fært nægan rökstuðning fyrir breytingunni. Var kallað eftir ítarlegri rökstuðningi frá ráðherra sem þingmenn gætu kynnt sér áður en greidd yrðu atkvæði um málið. Enginn frekari rökstuðningur barst hins vegar áður en málið var afgreitt á Alþingi, á sjö tíma hitafundi í þingsal. Sjónvarpsfrétt frá 1. júní 2017 þar sem fjallað var um atkvæðagreiðsluna. Málsmeðferð MDE þótti hröð Þegar mál Guðmundar var tekið fyrir í Landsrétti krafðist Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Guðmundar þess að Arnfríður myndi víkja sæti í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. Þar með hefði umbjóðandi hans ekki fengið réttláta meðferð fyrir dómi. Málið fór á endanum fyrir Hæstarétt sem staðfesti í maí 2018 niðurstöðu Landsréttar, og þar af leiðandi að skipan Arnfríðar hafi ekki verið ólögmæt. Vilhjálmur skaut málinu hins vegar strax til Mannréttindadómstólsins, sem skilaði niðurstöðu sinni á innan við ári, en sú málsmeðferð þótti afar hröð. Talin hafa brotið grundvallarreglur réttarríkisins Niðurstaða Mannréttindadómstólsins barst hingað til lands snemma morguns 12. mars 2019. Niðurstaðan var á þá leið að skipan dómara bryti gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Dómurinn, sem nálgast má hér, var harðorður í garð Sigríðar. Þar sagði að Sigríður hefði við skipan þeirra fjögurra sem hæfisnefndin mat ekki meðal þeirra hæfustu sýnt algjört tillitsleysi varðandi þær reglur sem við áttu. Ferlið hafi því gengið gegn kjarna þeirrar grundvallarreglu að skipan réttarins verður að grundvallast á lögum, sem er ein af grundvallarreglum réttarríkisins. Sigríður Á. Andersen tilkynnti á blaðamannafundi að hún myndi segja af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsinsVísir/Vilhelm Mannréttindadómstóllinn sagði jafnframt að önnur niðurstaða en sú sem dómstóllinn komst að hefði gert grein 6.1, sem snýr að rétti einstaklings til réttlátrar málsmeðferðar, meiningarlausa. Íslensk stjórnvöld óskuðu sem fyrr segir að yfirdeild dómstólsins tæki málið fyrir, þar sem málið teldist óvenjulegt og vekti upp veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu. Dómur Mannréttindadómstólsins leiddi til þess að Sigríður sagði af sér sem dómsmálaráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- og iðnaðarráðherra, tók við lyklunum í dómsmálaráðuneytinu tímabundið, þangað til Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra. Þá var tilkynnt að Arnfríður, Ásmundur, Jón og Ragnheiður myndu ekki sinna dómstörfum við Landsrétt í bili vegna málsins. Sjónvarspfrétt frá 13. mars 2019 þar sem farið var yfir afsögn Sigríðar. Tekið skal fram að síðan dómur Mannréttindadómstólsins féll hafa Arnfríður, Ásmundur og Ragnheiður sótt um nýjar stöður í Landsrétti og fengið þær, nú síðast Ragnheiður, og sitja þau þrjú sem dómarar í Landsrétti eftir að hafa fengið nýja skipun. Þurftu öll að biðjast lausnar frá upphaflegu skipuninni, áður en þau gátu tekið við nýju stöðunum. Jón hefur hins vegar ekki sótt um neinar nýjar stöður sem opnast hafa í Landsrétti og ekki sinnt dómstörfum um nokkurt skeið. Þórdís Kolbrún tók við lyklavöldum af fómsmálaráðuneytinu tímabundið af Sigríði Andersen, þangað til Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við.Vísir/Vilhelm Mikill óvissa hékk yfir dómskerfinu vegna málsins Dómurinn hafði jafnframt margvísleg önnur áhrif hér á landi. Dómararnir fjórir tóku þátt í störfum nýja dómstigsins frá skipun þeirra 1. janúar árið 2018. Í síðustu viku greindi Fréttablaðið frá því að óvissa væri um afdrif fleiri en þrjú hundruð dóma sem dómararnir fjórir kváðu upp á þessu tímabili, færi svo að yfirdeildin myndi staðfesta niðurstöðuna. Málið hefur einnig reynst kostnaðarsamt fyrir íslenska ríkið. Greint var frá því í ágúst 2019 að íslenska ríkið hefði þegar greitt 24 milljónir vegna málsins og reiknað væri með minnst tíu milljónum í viðbót vegna dómsmála þeirra sem duttu út af efstu fimmtán sætum hæfnisnefndarinnar. Yfirnefnd Mannréttindadómstóls Evrópu, staðsettur í Strasbourg, hefur kveðið upp dóm sinn.Getty/Arterra Þá hefur fjármálaráðherra óskað eftir því í nýju frumvarpi til fjáraukalaga að fjárveiting til Landsréttar verði hækkuð um tuttugu milljónir til að mæta launakostnaði vegna setningar dómara í stað þeirra sem ekki hafa getað sinnt störfum sínum síðan í mars 2019. Landsréttarmálið Dómstólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Dómur yfirdeildarinnar var kveðinn upp í Strasbourg í Frakklandi klukkan tíu í dag að íslenskum tíma í dag. Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður sem fór með málið fyrir hönd skjólstæðings síns. Niðurstaða yfirdeildar var einróma. Þetta þýðir að endanlega er staðfest að skipan dómara í Landsrétt árið 2017 braut gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Dóm yfirdeildarinnar má nálgast hér. Um hvað snerist málið? Yfirdeild Mannréttindardómstólsins ákvað í september 2019 að taka beiðni íslenskra stjórnvalda um endurskoðun niðurstöðu dómstólsins í máli Guðmundar A. Ástráðssonar gegn Íslandi, frá 12. mars á sama ári, til meðferðar í yfirdeild dómstólsins. Niðurstöðunnar sem nú liggur fyrir hafði verið beðið síðan í febrúar, þegar málflutningur fór fram. Málið má rekja til þess að Guðmundur, sem dæmdur var í 17 mánaða fangelsi í Landsrétti fyrir margvísleg brot, leitaði til Mannréttindadómstólsis því hann taldi sig ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð fyrir Landsrétti þar sem ólöglega hafi verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur sem dómara við réttinn. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hefur verið í fararbroddi í málinu og sótt það gegn íslenska ríkinu frá upphafi þess.Vísir/Vilhelm Vildi Guðmundur meina að ólöglega hafi verið staðið að skipan Arnfríðar sem dómara við réttinn þegar Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði árið 2017 skipað fjóra dómara við réttinn sem ekki voru á lista hæfnisnefndar yfir þá sem metnir voru hæfastir af henni. Við afgreiðslu málsins á Alþingi voru greidd atkvæði um listann í heild, listann yfir alla þá dómara sem Sigríður lagði til að yrðu skipaðir við réttinn, en ekki um hvern og einn fyrir sig. Alls voru fimmtán dómarar skipaðir, enda var verið að skipa í sæti í Landsrétti í fyrsta sinn, nýju millidómstigi sem tók til starfa áramótin 2017/2018. Fjórir út, fjögur inn Breytingarnar sem gerðar voru á efstu fimmtán sætum hæfnisnefndar voru fjórar og um þær stóð mikill styr, líkt og fjallað var ítarlega um á Vísi á sínum tíma. Út fóru Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður, Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og Jón Höskuldsson héraðsdómari. Höfðuðu þeir síðar allir mál gegn ríkinu vegna sniðgöngunnar. Ástráður og Jóhannes unnu sín mál en beðið er niðurstöðu Hæstaréttar í málum Eiríks og Jóns. Þess má geta að Eiríkur og Jón hafa frá því að Landsréttarmálið kom upp verið skipaðir dómarar við Landsrétt, auk þess sem að bæði Ástráður og Jóhannes Rúnar hafa sótt um stöður, án árangurs. Inn komu héraðsdómararnir Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður Bragadóttir. Ástráður Haraldsson héraðsdómari er einn af þeim sem Sigríður færði neðar á listann örlagaríka.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þau sem duttu út af listanum voru í 7., 11., 12. og 14. sæti dómnefndar. Þau sem komu inn voru í 17., 18., 23. og 30. sæti á listanum. Stjórnarandstaðan og aðrir aðilar sem skiluðu áliti sínu til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vegna málsins töldu ráðherra ekki hafa fært nægan rökstuðning fyrir breytingunni. Var kallað eftir ítarlegri rökstuðningi frá ráðherra sem þingmenn gætu kynnt sér áður en greidd yrðu atkvæði um málið. Enginn frekari rökstuðningur barst hins vegar áður en málið var afgreitt á Alþingi, á sjö tíma hitafundi í þingsal. Sjónvarpsfrétt frá 1. júní 2017 þar sem fjallað var um atkvæðagreiðsluna. Málsmeðferð MDE þótti hröð Þegar mál Guðmundar var tekið fyrir í Landsrétti krafðist Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Guðmundar þess að Arnfríður myndi víkja sæti í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. Þar með hefði umbjóðandi hans ekki fengið réttláta meðferð fyrir dómi. Málið fór á endanum fyrir Hæstarétt sem staðfesti í maí 2018 niðurstöðu Landsréttar, og þar af leiðandi að skipan Arnfríðar hafi ekki verið ólögmæt. Vilhjálmur skaut málinu hins vegar strax til Mannréttindadómstólsins, sem skilaði niðurstöðu sinni á innan við ári, en sú málsmeðferð þótti afar hröð. Talin hafa brotið grundvallarreglur réttarríkisins Niðurstaða Mannréttindadómstólsins barst hingað til lands snemma morguns 12. mars 2019. Niðurstaðan var á þá leið að skipan dómara bryti gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Dómurinn, sem nálgast má hér, var harðorður í garð Sigríðar. Þar sagði að Sigríður hefði við skipan þeirra fjögurra sem hæfisnefndin mat ekki meðal þeirra hæfustu sýnt algjört tillitsleysi varðandi þær reglur sem við áttu. Ferlið hafi því gengið gegn kjarna þeirrar grundvallarreglu að skipan réttarins verður að grundvallast á lögum, sem er ein af grundvallarreglum réttarríkisins. Sigríður Á. Andersen tilkynnti á blaðamannafundi að hún myndi segja af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsinsVísir/Vilhelm Mannréttindadómstóllinn sagði jafnframt að önnur niðurstaða en sú sem dómstóllinn komst að hefði gert grein 6.1, sem snýr að rétti einstaklings til réttlátrar málsmeðferðar, meiningarlausa. Íslensk stjórnvöld óskuðu sem fyrr segir að yfirdeild dómstólsins tæki málið fyrir, þar sem málið teldist óvenjulegt og vekti upp veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu. Dómur Mannréttindadómstólsins leiddi til þess að Sigríður sagði af sér sem dómsmálaráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- og iðnaðarráðherra, tók við lyklunum í dómsmálaráðuneytinu tímabundið, þangað til Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra. Þá var tilkynnt að Arnfríður, Ásmundur, Jón og Ragnheiður myndu ekki sinna dómstörfum við Landsrétt í bili vegna málsins. Sjónvarspfrétt frá 13. mars 2019 þar sem farið var yfir afsögn Sigríðar. Tekið skal fram að síðan dómur Mannréttindadómstólsins féll hafa Arnfríður, Ásmundur og Ragnheiður sótt um nýjar stöður í Landsrétti og fengið þær, nú síðast Ragnheiður, og sitja þau þrjú sem dómarar í Landsrétti eftir að hafa fengið nýja skipun. Þurftu öll að biðjast lausnar frá upphaflegu skipuninni, áður en þau gátu tekið við nýju stöðunum. Jón hefur hins vegar ekki sótt um neinar nýjar stöður sem opnast hafa í Landsrétti og ekki sinnt dómstörfum um nokkurt skeið. Þórdís Kolbrún tók við lyklavöldum af fómsmálaráðuneytinu tímabundið af Sigríði Andersen, þangað til Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við.Vísir/Vilhelm Mikill óvissa hékk yfir dómskerfinu vegna málsins Dómurinn hafði jafnframt margvísleg önnur áhrif hér á landi. Dómararnir fjórir tóku þátt í störfum nýja dómstigsins frá skipun þeirra 1. janúar árið 2018. Í síðustu viku greindi Fréttablaðið frá því að óvissa væri um afdrif fleiri en þrjú hundruð dóma sem dómararnir fjórir kváðu upp á þessu tímabili, færi svo að yfirdeildin myndi staðfesta niðurstöðuna. Málið hefur einnig reynst kostnaðarsamt fyrir íslenska ríkið. Greint var frá því í ágúst 2019 að íslenska ríkið hefði þegar greitt 24 milljónir vegna málsins og reiknað væri með minnst tíu milljónum í viðbót vegna dómsmála þeirra sem duttu út af efstu fimmtán sætum hæfnisnefndarinnar. Yfirnefnd Mannréttindadómstóls Evrópu, staðsettur í Strasbourg, hefur kveðið upp dóm sinn.Getty/Arterra Þá hefur fjármálaráðherra óskað eftir því í nýju frumvarpi til fjáraukalaga að fjárveiting til Landsréttar verði hækkuð um tuttugu milljónir til að mæta launakostnaði vegna setningar dómara í stað þeirra sem ekki hafa getað sinnt störfum sínum síðan í mars 2019.
Landsréttarmálið Dómstólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?