„Þau koma í heiminn og maður er með samviskubit frá fyrstu mínútu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. desember 2020 14:31 Sigmar Vilhjálmsson á þrjá drengi á öllum aldri. vísir/vilhelm Sigmar sló fyrst í gegn í þáttunum 70 mínútur á Popp Tíví um aldamótin og hefur síðan þá verið þjóðþekktur einstaklingur hér á landi. Í dag á hann nokkra veitingastaði og hefur gert það gott á því sviði. Sigmar Vilhjálmsson er gestur vikunnar í Einkalífinu. Sigmar er fráskilinn og á þrjá drengi með barnsmóður sinni. Hann segir að það sé mikilvægt að standa sig vel í föðurhlutverkinu og segist hann oft þurfa að forgangsraða hlutunum í tengslum við drengina sína. Í sumar opnaði Sigmar skemmti- og veitingastaðinn Minigarðinn sem er verulega stórt verkefni og gat hann opnað staðinn án sóttvarnartakmarkana í sumar. Um opnunarhelgina var Simmi aftur á móti staddur á N1 mótinu á Akureyri með syni sínum sem vakti athygli margra. „Ég held að það skipti rosalega miklu máli að forgangsraða rétt og það er hægt að vera margar útgáfur af góðum pabba og ég held að allir foreldrar finni það hjá sér að þau vildu geta gert meira og betur,“ segir Sigmar og heldur áfram. „Þau koma í heiminn og maður er með samviskubit frá fyrstu mínútu og ég held að það sé bara eðli allra foreldra. Mér finnst skipta máli að vera í góðu sambandi við börnin sín. Það snýst ekki alltaf um að gera allt fyrir þau og vera alltaf með þeim, heldur vita hvar þau eru stödd og eiga heilbrigt samtal við þau, trúnað og traust.“ Hann segir að það sé lykilatriði og sérstaklega í dag þar sem áreitið er alls staðar. „Ein lítil regla sem ég hef á mínu heimili er að við borðum alltaf saman kvöldmat, sama hvað er í gangi. Þar setjumst við niður, þó það sé ekki nema í fimm mínútur en stundum verður umræðan lengri og skemmtilegri en það verður að vera þessi eini punktur.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Simmi Vill um upphafið á fjölmiðlaferli sínum, veitingabransann og það hvernig er að reka veitingastaði í miðju Covid, um fráfall föður hans seint á síðasta ári, þristamúsina frægu, framtíðina og svo margt fleira. Einkalífið Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið Líf og fjör í loðnu málverkunum Menning Fleiri fréttir „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Sjá meira
Sigmar er fráskilinn og á þrjá drengi með barnsmóður sinni. Hann segir að það sé mikilvægt að standa sig vel í föðurhlutverkinu og segist hann oft þurfa að forgangsraða hlutunum í tengslum við drengina sína. Í sumar opnaði Sigmar skemmti- og veitingastaðinn Minigarðinn sem er verulega stórt verkefni og gat hann opnað staðinn án sóttvarnartakmarkana í sumar. Um opnunarhelgina var Simmi aftur á móti staddur á N1 mótinu á Akureyri með syni sínum sem vakti athygli margra. „Ég held að það skipti rosalega miklu máli að forgangsraða rétt og það er hægt að vera margar útgáfur af góðum pabba og ég held að allir foreldrar finni það hjá sér að þau vildu geta gert meira og betur,“ segir Sigmar og heldur áfram. „Þau koma í heiminn og maður er með samviskubit frá fyrstu mínútu og ég held að það sé bara eðli allra foreldra. Mér finnst skipta máli að vera í góðu sambandi við börnin sín. Það snýst ekki alltaf um að gera allt fyrir þau og vera alltaf með þeim, heldur vita hvar þau eru stödd og eiga heilbrigt samtal við þau, trúnað og traust.“ Hann segir að það sé lykilatriði og sérstaklega í dag þar sem áreitið er alls staðar. „Ein lítil regla sem ég hef á mínu heimili er að við borðum alltaf saman kvöldmat, sama hvað er í gangi. Þar setjumst við niður, þó það sé ekki nema í fimm mínútur en stundum verður umræðan lengri og skemmtilegri en það verður að vera þessi eini punktur.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Simmi Vill um upphafið á fjölmiðlaferli sínum, veitingabransann og það hvernig er að reka veitingastaði í miðju Covid, um fráfall föður hans seint á síðasta ári, þristamúsina frægu, framtíðina og svo margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið Líf og fjör í loðnu málverkunum Menning Fleiri fréttir „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“