Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Sigríði Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra,sem segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt.

Í fréttatímanum segjum við einnig frá óbreyttum sóttvarnaráðstöfunum í viku í viðbót, hið minnsta, þvert á vonir margra.

Að auki segjum við frá tvö hundruð milljarða króna fjárfestingarátaki borgarinnar og nýju frumvarpi um hálendisþjóðgarð.

Síðast en ekki síst verður rætt við Bubba Morthens um skrifblinu en hann hefur hafið sölu á listaverkum sem unnin eru út frá frumtextum á hans þekktustu lögum. Textinn er nakinn, hrár og ekki síst hugrakkur í ljósi skrifblindunnar.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×