Einu skilyrðin fyrir vali voru þau að leikmaður hefði leikið í efstu deild karla og þá mátti að sjálfsögðu aðeins velja hvern leikmann einu sinni. Allir sex sérfræðingar þáttarins tóku þátt og sjá má liðin hér að neðan.
Inn á bæði Facebook- og Twitter-síðu þáttarins er hægt að taka þátt í að velja hvaða sérfræðingur valdi besta liðið. Nóg er að smella á Like-hnappinn til að gefa því liði sem þú telur best mannað þitt atkvæði.
Hér að neðan má sjá smá brot úr því er menn völdu í lið. Ágúst Þór Jóhannesson fékk þar létt skot á sitt lið en það ku vera í eldri kantinum. Er hann valdi miðjumann í lið sitt heyrðist: „Jæja, fyrsti maðurinn í lit hjá þér.“
"Draft Night" hjá okkur í kvöld. Strákarnir velja sín Draumalið. Þetta var virkilega skemmtilegt.@St2Sport klukkan 20.00 í kvöld.#olisdeildin pic.twitter.com/RfUxwMRsmS
— Seinni bylgjan (@Seinnibylgjan) November 30, 2020
Sá hlær best sem síðast hlær en lið Ágústs, eða Gústa eins og hann er nær alltaf kallaður, er með yfirburðarforystu að svo stöddu.
Hér að neðan má sjá liðin sem sérfræðingarnir völdu en við minnum á að það þarf að fara á Facebook- eða Twitter-síðu Seinni bylgjunnar til að taka þátt í kosningunni. Henni lýkur í hádeginu í dag, miðvikudag.
Ágúst Þór Jóhannsson valdi eftirfarandi lið:

Ásgeir Örn Hallgrímsson valdi eftirfarandi lið:

Einar Andri Einarsson valdi eftirfarandi lið:

Jóhann Gunnar Einarsson eftirfarandi lið:

Theódór Ingi Pálmason valdi eftirfarandi lið:

Rúnar Sigtryggsson valdi eftirfarandi lið:


Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.