Bakvörðurinn á Bergi verður ekki ákærður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2020 13:05 Bakvörðurinn stóð vaktina á Bergi í Bolungarvík þar til athugasemdir voru gerðar við veru hennar þar. Vísir/Samúel Karl Kona sem var grunuð um að hafa villt á sér heimildir sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins verður ekki ákærð. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari við Vísi. Rannsókn Lögreglunnar á Vestfjörðum lauk í maí og hefur málið síðan verið á borði héraðssaksóknara. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Greint var frá því 10. apríl að kona úr bakvarðarsveit Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefði verið handtekin. Sú hafði starfað í nokkra daga á hjúkrunarheimilinu en hún hafði skráð sig í bakvarðasveit sem sjúkraliði. Gylfi Ólafsson, forstjóri HVE, sagði að málið hefði verið tilkynnt til lögreglu um leið og það kom upp. Málið kom upp á viðkvæmum tíma enda hafði verið óskað eftir bakvörðum til starfa í Bolungarvík eftir að hópsýking kom upp á Bergi. Töldu gögnin fölsuð „Þetta er auðvitað hörmulegt atvik. Okkur fannst við vera að ná vopnum okkar en svo kemur þetta ofan í allt sem á undan er gengið. Skjölum um menntun og starfsreynslu var safnað þegar bakvarðasveitin var sett saman, en við höfum því miður ástæðu til að halda að hún hafi framvísað fölsuðum gögnum,“ er haft eftir Gylfa í tilkynningu. Konan var færð í fangageymslur á Ísafirði og var tekið úr henni sýni vegna mögulegs Covid-19 smits. Allir úr bakvarðasveitinni fóru sömuleiðis í sýnatöku en enginn greindist smitaður af Covid-19. Jón Bjarni Kristjánsson, lögmaður konunnar, sagði hana á öllum stigum skráningar í bakvarðasveitina hafa upplýst yfirboðara um menntun og reynslu. Hún hefði starfað við umönnun í áraraðir og sótt nám við enska skóla og háskóla við sjúkraliðun og „nursing assistant“ Á eftir að ræða við bakvörðinn Konan hefði reynt að fá menntun hennar metna hjá íslenskum háskólum til þess að öðlast tilskilin starfsleyfi. Áður en til þess kom hafi verið óskað eftir aðstoð að vestan. „Þar gekk hún í þau störf sem yfirboðarar hennar fólu henni, svo sem að snúa sjúklingum, taka hita, gefa þeim að drekka, þvo þvotta o.fl. Yfirvöld höfðu fengið allar upplýsingar um menntun hennar og reynslu. Hún fór aldrei leynt með að menntun hennar hefði enn ekki verið metin af háskólayfirvöldum á Íslandi en var boðin og búin til aðstoðar,“ sagði Jón Bjarni. Hann vænti þess að lögreglurannsókn myndi hreinsa hana af ávirðingunum. Jón Bjarni segist í samtali við Vísi eiga eftir að ná tali af skjólstæðingi sínum en veiti mögulega viðbrögð síðar í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Lögreglumál Tengdar fréttir „Prestar búa yfir þagnarskyldu og þarna er verið að rjúfa hana að mínum skilningi“ „Prestar búa yfir þagnarskyldu og þarna er verið að rjúfa hana að mínum skilningi,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, um ásökun Skírnis Garðarsonar, prests, á hendur konunnar sem grunuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 12. apríl 2020 17:30 „Algjört áfall“ að frétta af því að bakvörðurinn væri grunaður um svik Agnes Veronika Hauksdóttir segir það hafa verið mikið áfall að heyra af því að kona úr bakvarðasveitinni væri grunuð um skjalafals og lyfjastuld. 11. apríl 2020 21:23 Bakvörðurinn kærður fyrir fjársvik á síðasta ári Konan sem grunuð er um skjalafals vegna starfa sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sætir einnig rannsókn hjá lögreglu fyrir meint fjársvik. Hún er grunuð um að hafa áður og ítrekað villt á sér heimildir. 11. apríl 2020 18:30 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Rannsókn Lögreglunnar á Vestfjörðum lauk í maí og hefur málið síðan verið á borði héraðssaksóknara. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Greint var frá því 10. apríl að kona úr bakvarðarsveit Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefði verið handtekin. Sú hafði starfað í nokkra daga á hjúkrunarheimilinu en hún hafði skráð sig í bakvarðasveit sem sjúkraliði. Gylfi Ólafsson, forstjóri HVE, sagði að málið hefði verið tilkynnt til lögreglu um leið og það kom upp. Málið kom upp á viðkvæmum tíma enda hafði verið óskað eftir bakvörðum til starfa í Bolungarvík eftir að hópsýking kom upp á Bergi. Töldu gögnin fölsuð „Þetta er auðvitað hörmulegt atvik. Okkur fannst við vera að ná vopnum okkar en svo kemur þetta ofan í allt sem á undan er gengið. Skjölum um menntun og starfsreynslu var safnað þegar bakvarðasveitin var sett saman, en við höfum því miður ástæðu til að halda að hún hafi framvísað fölsuðum gögnum,“ er haft eftir Gylfa í tilkynningu. Konan var færð í fangageymslur á Ísafirði og var tekið úr henni sýni vegna mögulegs Covid-19 smits. Allir úr bakvarðasveitinni fóru sömuleiðis í sýnatöku en enginn greindist smitaður af Covid-19. Jón Bjarni Kristjánsson, lögmaður konunnar, sagði hana á öllum stigum skráningar í bakvarðasveitina hafa upplýst yfirboðara um menntun og reynslu. Hún hefði starfað við umönnun í áraraðir og sótt nám við enska skóla og háskóla við sjúkraliðun og „nursing assistant“ Á eftir að ræða við bakvörðinn Konan hefði reynt að fá menntun hennar metna hjá íslenskum háskólum til þess að öðlast tilskilin starfsleyfi. Áður en til þess kom hafi verið óskað eftir aðstoð að vestan. „Þar gekk hún í þau störf sem yfirboðarar hennar fólu henni, svo sem að snúa sjúklingum, taka hita, gefa þeim að drekka, þvo þvotta o.fl. Yfirvöld höfðu fengið allar upplýsingar um menntun hennar og reynslu. Hún fór aldrei leynt með að menntun hennar hefði enn ekki verið metin af háskólayfirvöldum á Íslandi en var boðin og búin til aðstoðar,“ sagði Jón Bjarni. Hann vænti þess að lögreglurannsókn myndi hreinsa hana af ávirðingunum. Jón Bjarni segist í samtali við Vísi eiga eftir að ná tali af skjólstæðingi sínum en veiti mögulega viðbrögð síðar í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Lögreglumál Tengdar fréttir „Prestar búa yfir þagnarskyldu og þarna er verið að rjúfa hana að mínum skilningi“ „Prestar búa yfir þagnarskyldu og þarna er verið að rjúfa hana að mínum skilningi,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, um ásökun Skírnis Garðarsonar, prests, á hendur konunnar sem grunuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 12. apríl 2020 17:30 „Algjört áfall“ að frétta af því að bakvörðurinn væri grunaður um svik Agnes Veronika Hauksdóttir segir það hafa verið mikið áfall að heyra af því að kona úr bakvarðasveitinni væri grunuð um skjalafals og lyfjastuld. 11. apríl 2020 21:23 Bakvörðurinn kærður fyrir fjársvik á síðasta ári Konan sem grunuð er um skjalafals vegna starfa sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sætir einnig rannsókn hjá lögreglu fyrir meint fjársvik. Hún er grunuð um að hafa áður og ítrekað villt á sér heimildir. 11. apríl 2020 18:30 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Prestar búa yfir þagnarskyldu og þarna er verið að rjúfa hana að mínum skilningi“ „Prestar búa yfir þagnarskyldu og þarna er verið að rjúfa hana að mínum skilningi,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, um ásökun Skírnis Garðarsonar, prests, á hendur konunnar sem grunuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 12. apríl 2020 17:30
„Algjört áfall“ að frétta af því að bakvörðurinn væri grunaður um svik Agnes Veronika Hauksdóttir segir það hafa verið mikið áfall að heyra af því að kona úr bakvarðasveitinni væri grunuð um skjalafals og lyfjastuld. 11. apríl 2020 21:23
Bakvörðurinn kærður fyrir fjársvik á síðasta ári Konan sem grunuð er um skjalafals vegna starfa sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sætir einnig rannsókn hjá lögreglu fyrir meint fjársvik. Hún er grunuð um að hafa áður og ítrekað villt á sér heimildir. 11. apríl 2020 18:30