„Fimm dögum seinna held ég í höndina á henni þegar síðasti andardrátturinn hverfur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2020 11:31 Jón Gunnar Geirdal missti systur sína þann 19. september og þarf núna að læra að lifa með sorginni. vísir/vilhelm Jón Gunnar Geirdal er plöggari Íslands og rekur hann sitt eigið fyrirtæki Ysland. Hann starfar fyrir allskyns fyrirtæki til að koma þeirra vörum, viðburðum og merkjum á framfæri. Undanfarin ár hefur Jón aftur á móti einbeitt sér einnig að sjónvarpsþáttagerð og komið að þáttum á borð við Jarðarförin mín og Í kvöld er gigg sem eru hans hugmyndir. Jón Gunnar Geirdal er gestur vikunnar í Einkalífinu og er hann síðasti gesturinn í þáttaröðinni. Árið 2020 hefur bæði verið gott ár fyrir Jón Gunnar en einnig mjög slæmt ár, eins og hjá svo mörgum. Nema í hans tilfelli þá missti hann systur sína. Alma Geirdal féll frá þann 19. september eftir tveggja ára baráttu við krabbamein. „Hún greinist fyrir rúmlega tveimur árum síðan og fær síðan fjögur ár eftir ólifuð fyrir rúmu ári síðan sem urðu síðan bara einhverjir tíu mánuðir. Þetta er bara ótrúlega erfitt, að lifa með sorginni,“ segir Jón og heldur áfram. „Við vorum afskaplega náin systkinin og ég tók mitt hlutverk sem stóra bróður mjög alvarlega og hef gert alla tíð. Hún lét á það hlutverk reyna ansi oft því hún valdi sér bugðótta leið í gegnum lífið. Ég hef svo sem sagt það áður og skrifaði um það í minningargreininni að ég sá svo sem aldrei fyrir mér að systir mín yrði langlíf. Hún lifði hratt en að fara fjörutíu og eins árs fannst mér vel í lagt. Við vissum það alveg fjölskyldan og hún sjálf að þetta yrðu aldrei nein fjögur ár.“ Klippa: Einkalífið - Jón Gunnar Geirdal Hann segir að Alma hafi veikst illa á mánudeginum 14. september og lést hún á laugardeginum. „Þetta var bara á ljóshraða. Mér finnst ótrúlega skrýtið að hún sé ekki til staðar og það eru bara misgóðir dagar í þessu. Það getur bara komið eitthvað lag í útvarpinu eða maður sér einhverja mynd og þá bara bugast maður og maður leyfir sér síðan bara að vera þar. Ég held að tíminn lækni enginn sár, maður lærir bara að lifa með þessu.“ Jón segir að það hafi farið mikil orka í jarðarförina. „Ég held að margir geti tengt við það og dagurinn eftir jarðarförina var held ég erfiðastur. Þá kom svona ákveðið tómarúm of þetta búið. Svo vorum við að klára að tæma íbúðina hennar um síðustu helgi og það var rosalega skrýtið líka en það var líka falleg stund. Við vorum öll saman fjölskyldan og hún geymdi alltaf allt. Það voru barnaföt af mér þarna síðan 1974,75 og af okkur systkinunum.“ Mikið högg Jón var einn af handritshöfundum af þáttunum Jarðarförin mín. „Að vera skrifa svona grátbroslega þætti um karakter Ladda sem er að skipuleggja sína eigin jarðarför og að sama tíma var hún að skipuleggja sína og það var svolítið skrýtin upplifun. Að vera í mjög skemmtilegu og gefandi verkefni en svo á sama tíma að takast á við þetta með henni. Hún var bara ótrúleg og nálgaðist þetta af svo miklu æðruleysi að það var með ólíkindum.“ Hann segir að það sé alls ekki hægt að undirbúa sig fyrir svona missi. „Það er skrýtið að vera byrjaður að syrgja einhvern áður en hann er farinn. Svo þegar þetta skeði þá var þetta mikið högg. Hún fer inn á líknardeild á mánudegi og síðan fimm dögum seinna held ég í höndina á henni þegar síðasti andadrátturinn hverfur úr henni sem var alveg ótrúlegt og erfitt að lýsa þessu,“ segir Jón Gunnar sem bætir við að þetta ferli allt hafi án efa breytt honum til frambúðar. Í þættinum hér að ofan ræðir hann einnig um ferill sinn í fjölmiðlum, starfið sem plöggari, frasana sem hann hefur verið að vinna með í mörg ár, sjónvarpsþáttagerð, föðurhlutverkið og um unnustu sína. Einkalífið Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Undanfarin ár hefur Jón aftur á móti einbeitt sér einnig að sjónvarpsþáttagerð og komið að þáttum á borð við Jarðarförin mín og Í kvöld er gigg sem eru hans hugmyndir. Jón Gunnar Geirdal er gestur vikunnar í Einkalífinu og er hann síðasti gesturinn í þáttaröðinni. Árið 2020 hefur bæði verið gott ár fyrir Jón Gunnar en einnig mjög slæmt ár, eins og hjá svo mörgum. Nema í hans tilfelli þá missti hann systur sína. Alma Geirdal féll frá þann 19. september eftir tveggja ára baráttu við krabbamein. „Hún greinist fyrir rúmlega tveimur árum síðan og fær síðan fjögur ár eftir ólifuð fyrir rúmu ári síðan sem urðu síðan bara einhverjir tíu mánuðir. Þetta er bara ótrúlega erfitt, að lifa með sorginni,“ segir Jón og heldur áfram. „Við vorum afskaplega náin systkinin og ég tók mitt hlutverk sem stóra bróður mjög alvarlega og hef gert alla tíð. Hún lét á það hlutverk reyna ansi oft því hún valdi sér bugðótta leið í gegnum lífið. Ég hef svo sem sagt það áður og skrifaði um það í minningargreininni að ég sá svo sem aldrei fyrir mér að systir mín yrði langlíf. Hún lifði hratt en að fara fjörutíu og eins árs fannst mér vel í lagt. Við vissum það alveg fjölskyldan og hún sjálf að þetta yrðu aldrei nein fjögur ár.“ Klippa: Einkalífið - Jón Gunnar Geirdal Hann segir að Alma hafi veikst illa á mánudeginum 14. september og lést hún á laugardeginum. „Þetta var bara á ljóshraða. Mér finnst ótrúlega skrýtið að hún sé ekki til staðar og það eru bara misgóðir dagar í þessu. Það getur bara komið eitthvað lag í útvarpinu eða maður sér einhverja mynd og þá bara bugast maður og maður leyfir sér síðan bara að vera þar. Ég held að tíminn lækni enginn sár, maður lærir bara að lifa með þessu.“ Jón segir að það hafi farið mikil orka í jarðarförina. „Ég held að margir geti tengt við það og dagurinn eftir jarðarförina var held ég erfiðastur. Þá kom svona ákveðið tómarúm of þetta búið. Svo vorum við að klára að tæma íbúðina hennar um síðustu helgi og það var rosalega skrýtið líka en það var líka falleg stund. Við vorum öll saman fjölskyldan og hún geymdi alltaf allt. Það voru barnaföt af mér þarna síðan 1974,75 og af okkur systkinunum.“ Mikið högg Jón var einn af handritshöfundum af þáttunum Jarðarförin mín. „Að vera skrifa svona grátbroslega þætti um karakter Ladda sem er að skipuleggja sína eigin jarðarför og að sama tíma var hún að skipuleggja sína og það var svolítið skrýtin upplifun. Að vera í mjög skemmtilegu og gefandi verkefni en svo á sama tíma að takast á við þetta með henni. Hún var bara ótrúleg og nálgaðist þetta af svo miklu æðruleysi að það var með ólíkindum.“ Hann segir að það sé alls ekki hægt að undirbúa sig fyrir svona missi. „Það er skrýtið að vera byrjaður að syrgja einhvern áður en hann er farinn. Svo þegar þetta skeði þá var þetta mikið högg. Hún fer inn á líknardeild á mánudegi og síðan fimm dögum seinna held ég í höndina á henni þegar síðasti andadrátturinn hverfur úr henni sem var alveg ótrúlegt og erfitt að lýsa þessu,“ segir Jón Gunnar sem bætir við að þetta ferli allt hafi án efa breytt honum til frambúðar. Í þættinum hér að ofan ræðir hann einnig um ferill sinn í fjölmiðlum, starfið sem plöggari, frasana sem hann hefur verið að vinna með í mörg ár, sjónvarpsþáttagerð, föðurhlutverkið og um unnustu sína.
Einkalífið Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“