Hárstofuhrellirinn fer um land allt og gerir hárgreiðslumeistara gráhærða Jakob Bjarnar skrifar 2. desember 2020 15:23 Afar sérkennilegt mál er nú komið upp en kona sem virðist vera með einskonar hárgreiðsluáráttu hefur farið um landið allt, lagt leið sína á hárgreiðslustofur, fengið klippingu en krefst svo ætíð endurgreiðslu. Kona nokkur virðist haldin einskonar hárgreiðsluáráttu því hún fer um án afláts milli hárgreiðslustofa og er komin víða á bannlista. Ónefnd kona hefur stundað það, að því er virðist árum saman að flakka á milli hárgreiðslustofa; fá lit, klipp, strípur, allt mögulegt – dvelur á stofunum klukkutímunum saman og fær ráðgjöf – fer ánægð en hringir svo yfirleitt aftur eða sendir tölvupóst og segist ósátt. „Já, hún fer út ánægð en hringir svo ósátt daginn eftir og vill fá endurgreitt,“ segir Þuríður Halldórsdóttir eigandi Ónix Hár – hárgreiðslustofu í Þverholtinu. En þau þar hafa fengið konuna í stólinn og er hún nú komin á bannlista þar sem víðar. Þuríður veit ekki hvort hún á að hlæja eða gráta. Segir málið allt tragíkómískt. Hún ýmist neitar að borga eða borgar og hefur síðan samband og fer fram á endurgreiðslu. Og lætur þá mömmu sína, eða „Rakel systur sína“, jafnvel lögmann hringja eða senda póst. En talar einatt af sér og kemur þá í ljós að þetta er hún sjálf í símanum og er þá að reyna að villa á sér heimildir. Orðin fræg um land allt „Já, hárgreiðslukonurnar eru alveg vissar um að þá sé þetta konan sjálf. Við viljum yfirleitt fá að laga ef um það er beðið eða leiðrétta en hún vill bara fá endurgreitt,“ segir Þuríður. En fæstar láta það eftir henni. Ekki lengur. „Þetta hlýtur að vera einhver hárgreiðsluárátta,“ segir Þuríður og vísar til þess að athæfi konunnar hefur staðið yfir árum saman. Og um land allt. Þuríður Hildur á Ónix Hár. Hún fagnar samstöðunni því vont sé ef kollegar lendi í slíkum hrelli og konan hefur reynst. En það gæti reynst erfitt fyrir hana að fá jólaklippingu í ljósi þess að búið er að vara við konunni og hún víða komin á svartan lista. „Þetta eru um sextíu hárgreiðslustofur sem hafa komist í kast við hana. Akureyri, Húsavík, Selfoss … Þetta er eiginlega alveg ótrúlegt. Svo bara hlær maður að þessu, þetta er svo skrítið.“ Ekki við þetta búandi En nú er komin upp samstaða, orðið gengur milli hárgreiðslustofa þar sem varað er við hárstofuhrellinum. Þuríður fagnar því og segir að jafnframt sé komið upp kerfi, ákveðin símanúmer eru á válista. En konan leikur reyndar þann leik að hringja úr mismunandi símanúmerum og panta sér tíma undir ólíkum nöfnum. Þannig að erfitt getur reynst að verjast henni. Þuríður segir þetta einstakt tilfelli og ekki liggi fyrir hvort um sé að ræða blákalda og kaldrifjaða lygi, og einhvers konar hrappshátt eða hvort um sé að ræða áráttu sem lýsir sér þá þannig að viðkomandi trúi þessu sjálf. En fyrir mestu er að nú láti hárgreiðslufólk boð á milli sín ganga í sérstökum hópi á Facebook. Og hægt að vara við óalandi og óferjandi viðskiptavinum. Því við þetta sé ekki hægt að búa. „Í vor sagðist einhver vera hjúkrunarfræðingur, fór í framlínuna en reyndist svo ekki vera sú sem hún sagðist vera. Við héldum fyrst að þetta gæti verið sama manneskjan. En svo reyndist þó ekki vera.“ Þuríður segist reyndar hafa heyrt áhyggjuraddir þess efnis, í ljósi hinnar miklu samstöðu meðal hárgreiðslufólks, að það gæti reynst erfitt fyrir konuna að fá jólaklippingu. Neytendur Verslun Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Ónefnd kona hefur stundað það, að því er virðist árum saman að flakka á milli hárgreiðslustofa; fá lit, klipp, strípur, allt mögulegt – dvelur á stofunum klukkutímunum saman og fær ráðgjöf – fer ánægð en hringir svo yfirleitt aftur eða sendir tölvupóst og segist ósátt. „Já, hún fer út ánægð en hringir svo ósátt daginn eftir og vill fá endurgreitt,“ segir Þuríður Halldórsdóttir eigandi Ónix Hár – hárgreiðslustofu í Þverholtinu. En þau þar hafa fengið konuna í stólinn og er hún nú komin á bannlista þar sem víðar. Þuríður veit ekki hvort hún á að hlæja eða gráta. Segir málið allt tragíkómískt. Hún ýmist neitar að borga eða borgar og hefur síðan samband og fer fram á endurgreiðslu. Og lætur þá mömmu sína, eða „Rakel systur sína“, jafnvel lögmann hringja eða senda póst. En talar einatt af sér og kemur þá í ljós að þetta er hún sjálf í símanum og er þá að reyna að villa á sér heimildir. Orðin fræg um land allt „Já, hárgreiðslukonurnar eru alveg vissar um að þá sé þetta konan sjálf. Við viljum yfirleitt fá að laga ef um það er beðið eða leiðrétta en hún vill bara fá endurgreitt,“ segir Þuríður. En fæstar láta það eftir henni. Ekki lengur. „Þetta hlýtur að vera einhver hárgreiðsluárátta,“ segir Þuríður og vísar til þess að athæfi konunnar hefur staðið yfir árum saman. Og um land allt. Þuríður Hildur á Ónix Hár. Hún fagnar samstöðunni því vont sé ef kollegar lendi í slíkum hrelli og konan hefur reynst. En það gæti reynst erfitt fyrir hana að fá jólaklippingu í ljósi þess að búið er að vara við konunni og hún víða komin á svartan lista. „Þetta eru um sextíu hárgreiðslustofur sem hafa komist í kast við hana. Akureyri, Húsavík, Selfoss … Þetta er eiginlega alveg ótrúlegt. Svo bara hlær maður að þessu, þetta er svo skrítið.“ Ekki við þetta búandi En nú er komin upp samstaða, orðið gengur milli hárgreiðslustofa þar sem varað er við hárstofuhrellinum. Þuríður fagnar því og segir að jafnframt sé komið upp kerfi, ákveðin símanúmer eru á válista. En konan leikur reyndar þann leik að hringja úr mismunandi símanúmerum og panta sér tíma undir ólíkum nöfnum. Þannig að erfitt getur reynst að verjast henni. Þuríður segir þetta einstakt tilfelli og ekki liggi fyrir hvort um sé að ræða blákalda og kaldrifjaða lygi, og einhvers konar hrappshátt eða hvort um sé að ræða áráttu sem lýsir sér þá þannig að viðkomandi trúi þessu sjálf. En fyrir mestu er að nú láti hárgreiðslufólk boð á milli sín ganga í sérstökum hópi á Facebook. Og hægt að vara við óalandi og óferjandi viðskiptavinum. Því við þetta sé ekki hægt að búa. „Í vor sagðist einhver vera hjúkrunarfræðingur, fór í framlínuna en reyndist svo ekki vera sú sem hún sagðist vera. Við héldum fyrst að þetta gæti verið sama manneskjan. En svo reyndist þó ekki vera.“ Þuríður segist reyndar hafa heyrt áhyggjuraddir þess efnis, í ljósi hinnar miklu samstöðu meðal hárgreiðslufólks, að það gæti reynst erfitt fyrir konuna að fá jólaklippingu.
Neytendur Verslun Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira