Jón Þór með besta sigurhlutfall og hlutfallsárangur landsliðsþjálfara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2020 12:00 Ísland hefur unnið tæplega tvo þriðju leikja sinna undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. vísir/vilhelm Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur unnið sextíu prósent leikja sinna síðan Jón Þór Hauksson tók við því haustið 2018. Hann er bæði með besta sigurhlutfall og hlutfallsárangur þjálfara kvennalandsliðsins. Ísland tryggði sér sæti á EM 2022 með 0-1 sigri á Ungverjalandi í fyrradag. Þetta er fjórða Evrópumótið í röð sem íslenska kvennalandsliðið kemst á. Leikurinn í Ungverjalandi var tuttugasti leikur Íslands undir stjórn Jóns Þórs. Íslendingar hafa unnið tólf af þessum leikjum, gert fjögur jafntefli og tapað fjórum leikjum. Það gerir sextíu prósent sigurhlutfall og 66,7 prósent hlutfallsárangur (stig fengin deilt í stig í boði). Freyr Alexandersson, forveri Jóns Þórs í starfi, var með 46,7 prósent sigurhlutfall sem þjálfari kvennalandsliðsins og með 53,8 prósent hlutfallsárangur. Freyr stýrði kvennalandsliðinu á árunum 2013-18, í alls sextíu leikjum, og kom Íslandi á EM 2017. Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur verið lengst allra þjálfari kvennalandsliðsins en hann stýrði því í 77 leikjum á árunum 2006-13. Hann var með 50,6 prósent sigurhlutfall í starfi og 54,1 prósent hlutfallsárangur. Sigurður Ragnar var fyrstur til að koma Íslandi á stórmót (EM 2009) og kom íslenska liðinu svo aftur á EM fjórum árum síðar. Jörundur Áki Sveinsson stýrði Íslandi samtals í 22 leikjum en aðeins fimm þeirra unnust. Logi Ólafsson stýrði kvennalandsliðinu samtals í fimmtán leikjum og sjö þeirra unnust sem gerir 46,7 prósent sigurhlutfall. Sigurhlutfall þjálfara kvennalandsliðsins (lágmark tíu leikir) Jón Þór Hauksson - 60,0% Sigurður Ragnar Eyjólfsson - 50,6% Freyr Alexandersson - 46,7% Logi Ólafsson - 46,7% Helena Ólafsdóttir - 35,7% Jörundur Áki Sveinsson - 22,7% Kristinn Björnsson - 18,8% Vanda Sigurgeirsdóttir - 8,3% Hlutfallsárangur þjálfara kvennalandsliðsins (lágmark tíu leikir) Jón Þór Hauksson - 66,7% Sigurður Ragnar Eyjólfsson - 54,1% Freyr Alexandersson - 53,8% Logi Ólafsson - 51,1% Helena Ólafsdóttir - 38,1% Jörundur Áki Sveinsson - 30,3% Kristinn Björnsson - 22,9% Vanda Sigurgeirsdóttir - 16,7% EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Á leiðinni á fjórða Evrópumótið í röð: Mikið vatn runnið til sjávar en sumt breytist seint Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í gær 1-0 útisigur á Ungverjalandi og eftir að aðrir leikir kvöldsins kláruðust er ljóst að liðið er á leið á sitt fjórða Evrópumót í röð. 2. desember 2020 15:31 Elín Metta markahæst í riðlinum Elín Metta Jensen, framherji íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var markahæst í F-riðli undankeppni EM 2022 með sex mörk. 2. desember 2020 14:01 Hrósar þeim sem spila á Íslandi og segir það „ágætis tilhugsun“ að leiða Ísland mögulega út á Old Trafford „Þetta er geggjuð tilfinning. Þetta er búið að taka sinn tíma. Það hefði verið skemmtilegt að fagna eftir leikinn í dag en það er geggjuð tilfinning að vera búin að tryggja sig á EM.“ 1. desember 2020 21:30 Ísland á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er komið á fjórða stórmótið. Þetta varð ljóst eftir sigur Íslands á Ungverjalandi í dag og önnur úrslit féllu svo með Íslandi síðar í kvöld. 1. desember 2020 21:03 „Ungu stelpurnar frábærar í bland við þær gömlu“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var himinlifandi með 1-0 sigurinn á Ungverjalandi í dag. Sigurinn fleytir Íslandi mögulega á EM 2022. 1. desember 2020 18:34 Segir hvimleitt að leikirnir klárist ekki á sama tíma en árangurinn frábæran Jón Þór Hauksson var í skýjunum með sigur Ísland á Ungverjalandi fyrr í kvöld og sagði sigurmarkið stórkostlegt. 1. desember 2020 18:01 Sjáðu geggjað mark hjá Berglindi sem braut loksins ísinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir ætlar að verða íslenska landsliðinu mikilvæg á lokasprettinum í undankeppni EM í Englandi. 1. desember 2020 16:05 Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 0-1 | Berglind skaut stelpunum svo gott sem á EM Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er svo gott sem komið á EM í Englandi 2022 eftir 0-1 sigur á Ungverjalandi í síðasta leik sínum í undankeppninni í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eina mark leiksins á 64. mínútu. 1. desember 2020 16:40 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Fleiri fréttir Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sjá meira
Ísland tryggði sér sæti á EM 2022 með 0-1 sigri á Ungverjalandi í fyrradag. Þetta er fjórða Evrópumótið í röð sem íslenska kvennalandsliðið kemst á. Leikurinn í Ungverjalandi var tuttugasti leikur Íslands undir stjórn Jóns Þórs. Íslendingar hafa unnið tólf af þessum leikjum, gert fjögur jafntefli og tapað fjórum leikjum. Það gerir sextíu prósent sigurhlutfall og 66,7 prósent hlutfallsárangur (stig fengin deilt í stig í boði). Freyr Alexandersson, forveri Jóns Þórs í starfi, var með 46,7 prósent sigurhlutfall sem þjálfari kvennalandsliðsins og með 53,8 prósent hlutfallsárangur. Freyr stýrði kvennalandsliðinu á árunum 2013-18, í alls sextíu leikjum, og kom Íslandi á EM 2017. Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur verið lengst allra þjálfari kvennalandsliðsins en hann stýrði því í 77 leikjum á árunum 2006-13. Hann var með 50,6 prósent sigurhlutfall í starfi og 54,1 prósent hlutfallsárangur. Sigurður Ragnar var fyrstur til að koma Íslandi á stórmót (EM 2009) og kom íslenska liðinu svo aftur á EM fjórum árum síðar. Jörundur Áki Sveinsson stýrði Íslandi samtals í 22 leikjum en aðeins fimm þeirra unnust. Logi Ólafsson stýrði kvennalandsliðinu samtals í fimmtán leikjum og sjö þeirra unnust sem gerir 46,7 prósent sigurhlutfall. Sigurhlutfall þjálfara kvennalandsliðsins (lágmark tíu leikir) Jón Þór Hauksson - 60,0% Sigurður Ragnar Eyjólfsson - 50,6% Freyr Alexandersson - 46,7% Logi Ólafsson - 46,7% Helena Ólafsdóttir - 35,7% Jörundur Áki Sveinsson - 22,7% Kristinn Björnsson - 18,8% Vanda Sigurgeirsdóttir - 8,3% Hlutfallsárangur þjálfara kvennalandsliðsins (lágmark tíu leikir) Jón Þór Hauksson - 66,7% Sigurður Ragnar Eyjólfsson - 54,1% Freyr Alexandersson - 53,8% Logi Ólafsson - 51,1% Helena Ólafsdóttir - 38,1% Jörundur Áki Sveinsson - 30,3% Kristinn Björnsson - 22,9% Vanda Sigurgeirsdóttir - 16,7%
Jón Þór Hauksson - 60,0% Sigurður Ragnar Eyjólfsson - 50,6% Freyr Alexandersson - 46,7% Logi Ólafsson - 46,7% Helena Ólafsdóttir - 35,7% Jörundur Áki Sveinsson - 22,7% Kristinn Björnsson - 18,8% Vanda Sigurgeirsdóttir - 8,3%
Jón Þór Hauksson - 66,7% Sigurður Ragnar Eyjólfsson - 54,1% Freyr Alexandersson - 53,8% Logi Ólafsson - 51,1% Helena Ólafsdóttir - 38,1% Jörundur Áki Sveinsson - 30,3% Kristinn Björnsson - 22,9% Vanda Sigurgeirsdóttir - 16,7%
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Á leiðinni á fjórða Evrópumótið í röð: Mikið vatn runnið til sjávar en sumt breytist seint Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í gær 1-0 útisigur á Ungverjalandi og eftir að aðrir leikir kvöldsins kláruðust er ljóst að liðið er á leið á sitt fjórða Evrópumót í röð. 2. desember 2020 15:31 Elín Metta markahæst í riðlinum Elín Metta Jensen, framherji íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var markahæst í F-riðli undankeppni EM 2022 með sex mörk. 2. desember 2020 14:01 Hrósar þeim sem spila á Íslandi og segir það „ágætis tilhugsun“ að leiða Ísland mögulega út á Old Trafford „Þetta er geggjuð tilfinning. Þetta er búið að taka sinn tíma. Það hefði verið skemmtilegt að fagna eftir leikinn í dag en það er geggjuð tilfinning að vera búin að tryggja sig á EM.“ 1. desember 2020 21:30 Ísland á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er komið á fjórða stórmótið. Þetta varð ljóst eftir sigur Íslands á Ungverjalandi í dag og önnur úrslit féllu svo með Íslandi síðar í kvöld. 1. desember 2020 21:03 „Ungu stelpurnar frábærar í bland við þær gömlu“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var himinlifandi með 1-0 sigurinn á Ungverjalandi í dag. Sigurinn fleytir Íslandi mögulega á EM 2022. 1. desember 2020 18:34 Segir hvimleitt að leikirnir klárist ekki á sama tíma en árangurinn frábæran Jón Þór Hauksson var í skýjunum með sigur Ísland á Ungverjalandi fyrr í kvöld og sagði sigurmarkið stórkostlegt. 1. desember 2020 18:01 Sjáðu geggjað mark hjá Berglindi sem braut loksins ísinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir ætlar að verða íslenska landsliðinu mikilvæg á lokasprettinum í undankeppni EM í Englandi. 1. desember 2020 16:05 Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 0-1 | Berglind skaut stelpunum svo gott sem á EM Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er svo gott sem komið á EM í Englandi 2022 eftir 0-1 sigur á Ungverjalandi í síðasta leik sínum í undankeppninni í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eina mark leiksins á 64. mínútu. 1. desember 2020 16:40 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Fleiri fréttir Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sjá meira
Á leiðinni á fjórða Evrópumótið í röð: Mikið vatn runnið til sjávar en sumt breytist seint Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í gær 1-0 útisigur á Ungverjalandi og eftir að aðrir leikir kvöldsins kláruðust er ljóst að liðið er á leið á sitt fjórða Evrópumót í röð. 2. desember 2020 15:31
Elín Metta markahæst í riðlinum Elín Metta Jensen, framherji íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var markahæst í F-riðli undankeppni EM 2022 með sex mörk. 2. desember 2020 14:01
Hrósar þeim sem spila á Íslandi og segir það „ágætis tilhugsun“ að leiða Ísland mögulega út á Old Trafford „Þetta er geggjuð tilfinning. Þetta er búið að taka sinn tíma. Það hefði verið skemmtilegt að fagna eftir leikinn í dag en það er geggjuð tilfinning að vera búin að tryggja sig á EM.“ 1. desember 2020 21:30
Ísland á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er komið á fjórða stórmótið. Þetta varð ljóst eftir sigur Íslands á Ungverjalandi í dag og önnur úrslit féllu svo með Íslandi síðar í kvöld. 1. desember 2020 21:03
„Ungu stelpurnar frábærar í bland við þær gömlu“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var himinlifandi með 1-0 sigurinn á Ungverjalandi í dag. Sigurinn fleytir Íslandi mögulega á EM 2022. 1. desember 2020 18:34
Segir hvimleitt að leikirnir klárist ekki á sama tíma en árangurinn frábæran Jón Þór Hauksson var í skýjunum með sigur Ísland á Ungverjalandi fyrr í kvöld og sagði sigurmarkið stórkostlegt. 1. desember 2020 18:01
Sjáðu geggjað mark hjá Berglindi sem braut loksins ísinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir ætlar að verða íslenska landsliðinu mikilvæg á lokasprettinum í undankeppni EM í Englandi. 1. desember 2020 16:05
Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 0-1 | Berglind skaut stelpunum svo gott sem á EM Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er svo gott sem komið á EM í Englandi 2022 eftir 0-1 sigur á Ungverjalandi í síðasta leik sínum í undankeppninni í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eina mark leiksins á 64. mínútu. 1. desember 2020 16:40