Hjálpræðisherinn stefnir á opnun á nýjum stað eftir helgi Heimir Már Pétursson skrifar 2. desember 2020 20:00 Nýi herkastalinn er glæsileg bygging sem gefur Hjálpræðishernum kost á að auka þjónustu sína við þá sem minnst mega sín í samfélaginu. Stöð 2/Sigurjón Flokksleiðtogi Hjálpræðishersins í Reykjavík vonar að hægt verði að hefja starfsemi í nýjum herkastala strax eftir helgi. Mikil þörf sé á þjónustu við þá sem minnst megi sín en reiknað sé með að allt að átta hundruð manns sæki þjónustu til hersins í viku hverri. Það eru rúm fjögur ár frá því Hjálpræðisherinn kvaddi höfuðstöðvar sínar í miðborginni í rúm hundrað ár og hefur síðan rekið starfsemi sína í mun minna húsnæði í Breiðholti. En nú er allt að verða tilbúið í nýju og glæsilegu húsi hersinis við Suðurlandsbraut sem Hjördís Kristinsdóttir liðsforingi Hjálpræðishersins í Reykjavík vonast til að hægt verði að opna á mánudag. Hjördís Kristinsdóttir liðsforingi Hjálpræðishersins segir mikla þörf vera fyrir þjónustu hersins við þá sem minnst mega sín.Stöð 2/Sigurjón „Það er heilmikil þörf. Við höfum verið að sinna þessum jaðarsettu hópum. Fólki sem er bæði félagslega einangrað og býr við fátækt,“ segir Hjördís. Við opnun eldhússins verði hægt að bjóða fólki hvern virkan dag upp á heitan mat. „En svo bætist náttúrlega við í þessu nýja húsi aðstaða fyrir fólk til að komast í sturtu og fólk getur þvegið af sér fötin. Þannig að þetta verður miklu viðameira en það sem við höfum getað verið að bjóða upp á að undanförnu,“ segir Hjördís. Vegna covid faraldursins verða fulltrúar Hjálpræðishersins ekki á ferðinni í jólasöfnun þessa árs. Þess í stað verður söfnunin rafræn. En sala Herópsins fyrir hver jól er aðaltekjuöflun hersins.Stöð 2/Sigurjón Vegna covid verða fulltrúar hersins ekki á ferli með árlega söfnunarbauka fyrir jólin en skiltum með QR-kóða verður komið fyrir á fjölförnum stöðum þar sem fólk getur tekið eintak af Herópinu og greitt fyrir valda upphæð með símanum. Um eitt til tvö hundruð manns með fjölbreyttan bakgrunn sækir aðstoð Hjálpræðishersins á hverjum degi. „Við erum með fólk sem er heimilislaust, fólk sem er í neyslu, við erum með aldraða og öryrkja. Við erum með fólk sem eru nýjir Íslendingar nýkomnir með kennitölu. Bara alla flóru mannkynsins myndi ég segja,“ segir Hjördís. Hún vonar að covid muni ekki trufla hinn árlega jólakvöldverð og hann geti farið fram með hefðbundnum hætti eða þá í skiptum sóttvarnarhólfum. „Þriðji kosturinn sem væri sá alversti væri sá að við þyrftum að láta fólk koma og sækja matarbakka og pakka í poka.“ En það er alveg klárt að það verður eitthvað gert? „Já við munum mæta okkar hópi. Það er alveg ljóst,“ segir Hjördís Kristinsdóttir. Reykjavík Hjálparstarf Félagasamtök Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Það eru rúm fjögur ár frá því Hjálpræðisherinn kvaddi höfuðstöðvar sínar í miðborginni í rúm hundrað ár og hefur síðan rekið starfsemi sína í mun minna húsnæði í Breiðholti. En nú er allt að verða tilbúið í nýju og glæsilegu húsi hersinis við Suðurlandsbraut sem Hjördís Kristinsdóttir liðsforingi Hjálpræðishersins í Reykjavík vonast til að hægt verði að opna á mánudag. Hjördís Kristinsdóttir liðsforingi Hjálpræðishersins segir mikla þörf vera fyrir þjónustu hersins við þá sem minnst mega sín.Stöð 2/Sigurjón „Það er heilmikil þörf. Við höfum verið að sinna þessum jaðarsettu hópum. Fólki sem er bæði félagslega einangrað og býr við fátækt,“ segir Hjördís. Við opnun eldhússins verði hægt að bjóða fólki hvern virkan dag upp á heitan mat. „En svo bætist náttúrlega við í þessu nýja húsi aðstaða fyrir fólk til að komast í sturtu og fólk getur þvegið af sér fötin. Þannig að þetta verður miklu viðameira en það sem við höfum getað verið að bjóða upp á að undanförnu,“ segir Hjördís. Vegna covid faraldursins verða fulltrúar Hjálpræðishersins ekki á ferðinni í jólasöfnun þessa árs. Þess í stað verður söfnunin rafræn. En sala Herópsins fyrir hver jól er aðaltekjuöflun hersins.Stöð 2/Sigurjón Vegna covid verða fulltrúar hersins ekki á ferli með árlega söfnunarbauka fyrir jólin en skiltum með QR-kóða verður komið fyrir á fjölförnum stöðum þar sem fólk getur tekið eintak af Herópinu og greitt fyrir valda upphæð með símanum. Um eitt til tvö hundruð manns með fjölbreyttan bakgrunn sækir aðstoð Hjálpræðishersins á hverjum degi. „Við erum með fólk sem er heimilislaust, fólk sem er í neyslu, við erum með aldraða og öryrkja. Við erum með fólk sem eru nýjir Íslendingar nýkomnir með kennitölu. Bara alla flóru mannkynsins myndi ég segja,“ segir Hjördís. Hún vonar að covid muni ekki trufla hinn árlega jólakvöldverð og hann geti farið fram með hefðbundnum hætti eða þá í skiptum sóttvarnarhólfum. „Þriðji kosturinn sem væri sá alversti væri sá að við þyrftum að láta fólk koma og sækja matarbakka og pakka í poka.“ En það er alveg klárt að það verður eitthvað gert? „Já við munum mæta okkar hópi. Það er alveg ljóst,“ segir Hjördís Kristinsdóttir.
Reykjavík Hjálparstarf Félagasamtök Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira