Ábyrg stjórnvöld lagfæra annmarka, segir Katrín um dóm MDE Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2020 18:22 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu er skýr um að málsmeðferð við skipan nýrra dómara við Landsrétt árið 2017 var ekki í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt Mannréttindasáttmálanum. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir í færslu sem hún birti á Facebook fyrir stundu. Forsætisráðherra segir ómögulegt að breyta hinu liðna en að draga eigi lærdóm af málinu til framtíðar. „Þáverandi dómsmálaráðherra framkvæmdi ekki sjálfstæða rannsókn á þeim fjórum umsækjendum sem hún ákvað að skipa sem ekki voru í hópi þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfisnefnd mat hæfasta. Þessi sjónarmið komu skýrt fram í nefndaráliti minnihlutans á þeim tíma sem ég mælti fyrir. Þau varnaðarorð sem ég mælti fyrir hafa síðan ræst í dómum héraðsdóms og Hæstaréttar og nú síðast í dómi undir- og yfirdeildar Mannréttindadómstólsins,“ segir Katrín. „Í álitinu var bent á að ráðherra hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni samkvæmt stjórnsýslulögum og ekki virt andmælarétt. Ennfremur að ekki hefði verið vandað nægjanlega til verka í meðferð þingsins og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði fengið óhóflega skamman tíma til skoðunar máls sem væri grundvallarmál og varðaði skipun nýs dómstóls sem falið væri mikilvægt hlutverk í dómskerfi landsins. Við í minnihlutanum lögðum til að málinu yrði frestað til að ráðherra gæfist kostur á að bæta úr ágöllum á málsmeðferð sinni en því var hafnað.“ Viðbrögð forsætisráðherra eru nokkuð önnur en Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, og Sigríðar Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem bæði hafa gert lítið úr mikilvægi dómsins og þeim lærdómum sem má draga af honum. „Mannréttindadómstóll Evrópu gegnir því veigamkila hlutverki að skera úr um það hvort að aðildarríki fylgi skuldbindingum sáttmálans um mannréttindi. Þegar dómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að framkvæmd eða löggjöf hér á landi sé í ósamræmi við þessar skuldbindingar höfum við brugðist við með því að greina viðkomandi dóm og lagfæra annmarka til framtíðar litið. Þannig haga ábyrg stjórnvöld sér,“ segir Katrín. Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Hentar ekki málstað sumra að ræða málefnalega um niðurstöðuna“ Í „pólitískum átökum“ um skipan Landsréttar gleymist oft að ræða hið eiginlega mál sem sem Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm um í dag. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook. 1. desember 2020 21:20 Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Þetta segir Katrín Jakobsdóttir í færslu sem hún birti á Facebook fyrir stundu. Forsætisráðherra segir ómögulegt að breyta hinu liðna en að draga eigi lærdóm af málinu til framtíðar. „Þáverandi dómsmálaráðherra framkvæmdi ekki sjálfstæða rannsókn á þeim fjórum umsækjendum sem hún ákvað að skipa sem ekki voru í hópi þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfisnefnd mat hæfasta. Þessi sjónarmið komu skýrt fram í nefndaráliti minnihlutans á þeim tíma sem ég mælti fyrir. Þau varnaðarorð sem ég mælti fyrir hafa síðan ræst í dómum héraðsdóms og Hæstaréttar og nú síðast í dómi undir- og yfirdeildar Mannréttindadómstólsins,“ segir Katrín. „Í álitinu var bent á að ráðherra hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni samkvæmt stjórnsýslulögum og ekki virt andmælarétt. Ennfremur að ekki hefði verið vandað nægjanlega til verka í meðferð þingsins og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði fengið óhóflega skamman tíma til skoðunar máls sem væri grundvallarmál og varðaði skipun nýs dómstóls sem falið væri mikilvægt hlutverk í dómskerfi landsins. Við í minnihlutanum lögðum til að málinu yrði frestað til að ráðherra gæfist kostur á að bæta úr ágöllum á málsmeðferð sinni en því var hafnað.“ Viðbrögð forsætisráðherra eru nokkuð önnur en Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, og Sigríðar Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem bæði hafa gert lítið úr mikilvægi dómsins og þeim lærdómum sem má draga af honum. „Mannréttindadómstóll Evrópu gegnir því veigamkila hlutverki að skera úr um það hvort að aðildarríki fylgi skuldbindingum sáttmálans um mannréttindi. Þegar dómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að framkvæmd eða löggjöf hér á landi sé í ósamræmi við þessar skuldbindingar höfum við brugðist við með því að greina viðkomandi dóm og lagfæra annmarka til framtíðar litið. Þannig haga ábyrg stjórnvöld sér,“ segir Katrín.
Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Hentar ekki málstað sumra að ræða málefnalega um niðurstöðuna“ Í „pólitískum átökum“ um skipan Landsréttar gleymist oft að ræða hið eiginlega mál sem sem Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm um í dag. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook. 1. desember 2020 21:20 Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
„Hentar ekki málstað sumra að ræða málefnalega um niðurstöðuna“ Í „pólitískum átökum“ um skipan Landsréttar gleymist oft að ræða hið eiginlega mál sem sem Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm um í dag. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook. 1. desember 2020 21:20
Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20