Veður með versta móti á Akureyri og ófært víða um land Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 3. desember 2020 06:45 Myndina birti Landsbjörg á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi en nokkur erill var hjá björgunarsveitum landsins vegna veðursins. Landsbjörg Á Akureyri hefur veðrið verið með versta móti síðan síðdegis í gær og að sögn varðstjóra hjá lögreglunni er þungfært víða í bænum. Verið er að moka aðalleiðir en í íbúagötum er víða ófært. Veðurviðvaranir eru í gildi um allt land nema á höfuðborgarsvæðinu. Alls staðar eru gular viðvaranir í gildi, nema á Suðausturlandi, þar er viðvörunin appelsíngul. Fyrir utan veðrið var nóttin róleg í umdæmi lögreglunnar á Akureyri og svo virðist sem fólk hafi hlýtt ráðleggingum og haldið sig heima. Eitt útkall var hjá björgunarsveit þegar aðstoða þurfti bíl á Ólafsfjarðarvegi sem hafði lent út í kanti. Að sögn lögreglu hefur snjóað gríðarlega mikið í bænum og síðan er veðrið enn verra í nágrenninu og glórulaus bylur úti á þjóðvegi, eins og varðstjórinn orðaði það. Áður en veðrið skall á höfðu menn áhyggjur af höfnunum fyrir norðan og hefur lögreglan haft eftirlit með höfninni á Akureyri og á Húsavík. Þar virðist þó ekkert tjón hafa orðið. Nokkur erill hefur verið hjá björgunarsveitum frá því klukkan fimm í dag og hefur ökumönnum sem lent hafa í vandræðum...Posted by Slysavarnafélagið Landsbjörg on Wednesday, December 2, 2020 Nokkur erill var hjá björgunarsveitum á landinu í gærkvöldi. Þær höfðu verið kallaðar út um 20 sinnum til að aðstoða ökumenn í vandræðum þegar Vísir náði tali af Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, á ellefta tímanum í gærkvöldi. Í færslu á Facebook-síðu Landsbjargar sem birt var upp úr miðnætti sagði að bílar hefðu setið fastir, lent utan vegar og þá fór einn bíll á hliðina. Flest verkefnin voru á Norður- og Vesturlandi en engar tilkynningar höfðu borist um slys á fólki. Yfirlit: Vetrarfærð er á landinu og slæmt ferðaveður víða. Margir vegir eru ýmist lokaðir eða ófærir á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 3, 2020 Á tilkynningu Vegagerðarinnar nú klukkan hálfsjö segir að það sé vetrarfærð á landinu og slæmt ferðaveður víða. Margir vegir eru ýmist lokaðir eða ófærir á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Lokað er á Holtavörðuheiði og Fróðárheiði og ófært á Bröttubrekku og Laxárdalsheiði. Á Fróðárheiði er vegurinn lokaður og sömu sögu er að segja um Bröttubrekku en þar er hjáleið um Heydal opin. Vegurinn um Laxárdalsheiði er ófær og einnig er lokað á Hotavörðuheiðinni. Þröskuldar eru lokaðir og einnig vegurinn um Klettsháls og óvissustig er í gildi í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Veður Samgöngur Björgunarsveitir Akureyri Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Sjá meira
Veðurviðvaranir eru í gildi um allt land nema á höfuðborgarsvæðinu. Alls staðar eru gular viðvaranir í gildi, nema á Suðausturlandi, þar er viðvörunin appelsíngul. Fyrir utan veðrið var nóttin róleg í umdæmi lögreglunnar á Akureyri og svo virðist sem fólk hafi hlýtt ráðleggingum og haldið sig heima. Eitt útkall var hjá björgunarsveit þegar aðstoða þurfti bíl á Ólafsfjarðarvegi sem hafði lent út í kanti. Að sögn lögreglu hefur snjóað gríðarlega mikið í bænum og síðan er veðrið enn verra í nágrenninu og glórulaus bylur úti á þjóðvegi, eins og varðstjórinn orðaði það. Áður en veðrið skall á höfðu menn áhyggjur af höfnunum fyrir norðan og hefur lögreglan haft eftirlit með höfninni á Akureyri og á Húsavík. Þar virðist þó ekkert tjón hafa orðið. Nokkur erill hefur verið hjá björgunarsveitum frá því klukkan fimm í dag og hefur ökumönnum sem lent hafa í vandræðum...Posted by Slysavarnafélagið Landsbjörg on Wednesday, December 2, 2020 Nokkur erill var hjá björgunarsveitum á landinu í gærkvöldi. Þær höfðu verið kallaðar út um 20 sinnum til að aðstoða ökumenn í vandræðum þegar Vísir náði tali af Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, á ellefta tímanum í gærkvöldi. Í færslu á Facebook-síðu Landsbjargar sem birt var upp úr miðnætti sagði að bílar hefðu setið fastir, lent utan vegar og þá fór einn bíll á hliðina. Flest verkefnin voru á Norður- og Vesturlandi en engar tilkynningar höfðu borist um slys á fólki. Yfirlit: Vetrarfærð er á landinu og slæmt ferðaveður víða. Margir vegir eru ýmist lokaðir eða ófærir á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 3, 2020 Á tilkynningu Vegagerðarinnar nú klukkan hálfsjö segir að það sé vetrarfærð á landinu og slæmt ferðaveður víða. Margir vegir eru ýmist lokaðir eða ófærir á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Lokað er á Holtavörðuheiði og Fróðárheiði og ófært á Bröttubrekku og Laxárdalsheiði. Á Fróðárheiði er vegurinn lokaður og sömu sögu er að segja um Bröttubrekku en þar er hjáleið um Heydal opin. Vegurinn um Laxárdalsheiði er ófær og einnig er lokað á Hotavörðuheiðinni. Þröskuldar eru lokaðir og einnig vegurinn um Klettsháls og óvissustig er í gildi í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu.
Veður Samgöngur Björgunarsveitir Akureyri Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Sjá meira