Neymar: Mín heitasta ósk er að spila aftur með Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2020 10:01 Lionel Messi og Neyma voru frábærir saman hjá Barcelona liðinu. Getty/Elsa Neymar sýndi snilli sína á móti Manchester United á Old Trafford í gærkvöldi en eftir leikinn vildi hann tala um góðan vin sinn í Barcelona liðinu. Brasilíumaðurinn Neymar afgreiddi Manchester United með tveimur mörkum í Meistaradeildinni í gærkvöldi en eftir leik fór hann að tala um Lionel Messi. Brasilíumaðurinn Neymar og Argentínumaðurinn Lionel Messi áttu góðan tíma saman hjá Barcelona en Neymar ákvað síðan að stökkva á peninga í París. Hlutirnir hafa ekki gengið alveg nógu vel síðan hjá Paris Saint Germain og fyrir vikið hefur Neymar verið að reyna finna leiðir til að komast aftur til Barcelona eða betur sagt aftur til Lionel Messi. Neymar expresses his desire to play with Messi again pic.twitter.com/7gPich5u7T— ESPN FC (@ESPNFC) December 3, 2020 Í sumar gæti komið upp ný staða þegar Messi rennur út á samningi hjá Barcelona og það gefur félögum eins og Paris Saint Germain tækifæri til að bjóða honum gull og græna skóga. Það myndi líka gleðja Neymar mikið. „Mín heitasta ósk er að spila aftur með Messi og fá tækifæri til að njóta þess að vera aftur með honum inn á vellinum,“ sagði Neymar eftir 3-1 sigur Barcelona á Manchester United í gær. „Hann má spila mína stöðu því ég myndi alveg sætta mig við það. Ég vil bara spila með honum á næsta tímabili því við verðum að gera það þá,“ sagði Neymar. Það er ekkert skrýtið að Neymar setji pressu á næsta tímabil því Messi er náttúrulega ekkert að verða yngri. Neymar to ESPN: What I want most is to play with Lionel Messi again. For sure we have to play together next year! . #ucl pic.twitter.com/bmqficIYHw— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 2, 2020 Þessi orð Neymar munu líka ýta undir sögusagnirnar um að Messi sé að koma til Parísar. Messi vildi yfirgefa Barcelona eftir 8-2 tap á móti Bayern München í Meistaradeildinni í haust og þá leit út um tíma að hann væri að fara til Manchester City. Barcelona náði að loka það og freistar þess örugglega að halda sínum besta leikmanni í sögunni. Áhugi Manchester City virðist líka hafa minnka ef marka má fréttir í erlendum miðlum. Messi mun ekki ræða nýjan samning við Barcelona fyrr en eftir að nýr forseti er kosinn 24. janúar. Á þeim tíma er Messi líka kominn með leyfi til að ræða við önnur félög eins og Paris Saint Germain eða Manchester City. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport Fleiri fréttir „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Sjá meira
Brasilíumaðurinn Neymar afgreiddi Manchester United með tveimur mörkum í Meistaradeildinni í gærkvöldi en eftir leik fór hann að tala um Lionel Messi. Brasilíumaðurinn Neymar og Argentínumaðurinn Lionel Messi áttu góðan tíma saman hjá Barcelona en Neymar ákvað síðan að stökkva á peninga í París. Hlutirnir hafa ekki gengið alveg nógu vel síðan hjá Paris Saint Germain og fyrir vikið hefur Neymar verið að reyna finna leiðir til að komast aftur til Barcelona eða betur sagt aftur til Lionel Messi. Neymar expresses his desire to play with Messi again pic.twitter.com/7gPich5u7T— ESPN FC (@ESPNFC) December 3, 2020 Í sumar gæti komið upp ný staða þegar Messi rennur út á samningi hjá Barcelona og það gefur félögum eins og Paris Saint Germain tækifæri til að bjóða honum gull og græna skóga. Það myndi líka gleðja Neymar mikið. „Mín heitasta ósk er að spila aftur með Messi og fá tækifæri til að njóta þess að vera aftur með honum inn á vellinum,“ sagði Neymar eftir 3-1 sigur Barcelona á Manchester United í gær. „Hann má spila mína stöðu því ég myndi alveg sætta mig við það. Ég vil bara spila með honum á næsta tímabili því við verðum að gera það þá,“ sagði Neymar. Það er ekkert skrýtið að Neymar setji pressu á næsta tímabil því Messi er náttúrulega ekkert að verða yngri. Neymar to ESPN: What I want most is to play with Lionel Messi again. For sure we have to play together next year! . #ucl pic.twitter.com/bmqficIYHw— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 2, 2020 Þessi orð Neymar munu líka ýta undir sögusagnirnar um að Messi sé að koma til Parísar. Messi vildi yfirgefa Barcelona eftir 8-2 tap á móti Bayern München í Meistaradeildinni í haust og þá leit út um tíma að hann væri að fara til Manchester City. Barcelona náði að loka það og freistar þess örugglega að halda sínum besta leikmanni í sögunni. Áhugi Manchester City virðist líka hafa minnka ef marka má fréttir í erlendum miðlum. Messi mun ekki ræða nýjan samning við Barcelona fyrr en eftir að nýr forseti er kosinn 24. janúar. Á þeim tíma er Messi líka kominn með leyfi til að ræða við önnur félög eins og Paris Saint Germain eða Manchester City.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport Fleiri fréttir „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Sjá meira