Ekki leggja þig 100% fram við vinnu (bara 85%) Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. desember 2020 07:00 Við getum staðið okkur betur ef hausinn er ekki stanslaust á milljón. Vísir/Getty Við erum ekki alltaf að gera okkur greiða með því að leggja okkur 100% fram. Hvers vegna ætli það sé? Það hljómar kannski skringilega að hvetja fólk til þess að leggja sig ekki 100% fram við vinnu. En skrif Ástralans Tim Dennings gera það þó og hafa vakið athygli. Hvers vegna? Jú eflaust vegna þess að það eru svo margir sem þekkja það að vinna alltof mikið. Sumir viðurkenna það, að minnsta kosti með sjálfum sér, að vera vinnualkar og/eða gjarnir á að taka vinnuna fram yfir einkalífið því vinnan er hreinlega svooooo skemmtileg! En hvað getur gerst ef við vinnum endalaust of mikið? Kulnun. Neikvæð áhrif á parsambönd eða fjölskyldulíf. Andleysi. Orkuleysi. Vöðvabólga. Fleira? Umræddur Denning skrifar að öllu jafna um persónulega starfsþróun fólks og frumkvöðla. Hann viðurkennir að vinna sjálfur of mikið og kann of oft ekki að gera skil á milli vinnu, áhugamála og einkalífs. Það sem hann segist hafa áttað sig á er að það að leggja sig alltaf 100% fram, endar oft þannig að þú nærð ekki markmiðum þínum. Hvernig má það vera? Jú. Ef þú ert alltaf á smá yfirsnúning, í áreynslu eða kapphlaupi við tímann, getur þú endað með því að vera með svo marga bolta á lofti að þú nærð ekki að sinna neinu mjög vel en sinnir öllu ágætlega. Með því að draga aðeins úr áreynslunni og vinna með hugarfarinu „ég legg mig 85% fram,“ slærðu aðeins á kröfunum til sjálfs þíns og ferð að vinna í allt öðru flæði. Tempóið verður öðruvísi. Hausinn hættir að vera alltaf á milljón. Einbeitingin verður betri. Vinnan skilvirkari. Því þegar hugurinn róast, vinnum við betur, vöndum okkur meir og erum yfirvegaðari við hverja ákvarðanatöku. Þá mælir Denning einnig með því að fólk sé duglegra við að taka ekki að sér óþarfa verkefni, þiggja boð sem þeim langar ekkert rosalega að þiggja og muna eftir því að taka sér stuttar pásur yfir daginn. Skilaboð Denning í stuttu máli: Slakaðu aðeins á! Góðu ráðin Tengdar fréttir Kapphlaupið við tímann í vinnunni Það kannast flestir við kvíðahnútinn sem getur myndast í maganum því við erum að drepast úr stressi í vinnunni. 1. desember 2020 07:01 Að komast á rétt ról (á ný) með tímastjórnun Þótt unnið sé heiman frá þarf að huga að ýmsum atriðum eins og að forðast kulnun, að gera verkefnalista, að hafa stjórn á truflun og fleira. Hér eru nokkur einföld ráð til að ná tökum á tímastjórnun í fjarvinnu. 1. desember 2020 07:01 Fimm ráð fyrir þá sem vilja líta vel út á fjarfundum Það eru nokkur atriði sem fólk ætti að huga að áður en það situr fjarfundi. Til dæmis lýsingin og í hvaða hæð myndavélin á tölvunni er. 20. nóvember 2020 07:01 Ráð fyrir stjórnendur sem vilja vita hvernig starfsfólkinu líður Það getur verið erfið áskorun fyrir stjórnendur að hlusta nægilega vel. Enda eru stjórnendur oft málglaðari einstaklingar en starfsfólk almennt. Að hlusta vel er samt lykilatriði ef stjórnendur vilja fylgjast með líðan og tilfinningum starfsfólks. 13. nóvember 2020 07:00 Góð ráð fyrir þá sem eru ekki „uppáhalds“ hjá yfirmanninum Rannsóknir hafa sýnt að stjórnendur halda oft upp á sumt starfsfólk meira en annað þótt fæstir myndu viðurkenna það ef málin væru rædd. Það getur verið sárt að upplifa annað fólk sem „uppáhalds" hjá yfirmanni. 30. október 2020 08:00 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Það hljómar kannski skringilega að hvetja fólk til þess að leggja sig ekki 100% fram við vinnu. En skrif Ástralans Tim Dennings gera það þó og hafa vakið athygli. Hvers vegna? Jú eflaust vegna þess að það eru svo margir sem þekkja það að vinna alltof mikið. Sumir viðurkenna það, að minnsta kosti með sjálfum sér, að vera vinnualkar og/eða gjarnir á að taka vinnuna fram yfir einkalífið því vinnan er hreinlega svooooo skemmtileg! En hvað getur gerst ef við vinnum endalaust of mikið? Kulnun. Neikvæð áhrif á parsambönd eða fjölskyldulíf. Andleysi. Orkuleysi. Vöðvabólga. Fleira? Umræddur Denning skrifar að öllu jafna um persónulega starfsþróun fólks og frumkvöðla. Hann viðurkennir að vinna sjálfur of mikið og kann of oft ekki að gera skil á milli vinnu, áhugamála og einkalífs. Það sem hann segist hafa áttað sig á er að það að leggja sig alltaf 100% fram, endar oft þannig að þú nærð ekki markmiðum þínum. Hvernig má það vera? Jú. Ef þú ert alltaf á smá yfirsnúning, í áreynslu eða kapphlaupi við tímann, getur þú endað með því að vera með svo marga bolta á lofti að þú nærð ekki að sinna neinu mjög vel en sinnir öllu ágætlega. Með því að draga aðeins úr áreynslunni og vinna með hugarfarinu „ég legg mig 85% fram,“ slærðu aðeins á kröfunum til sjálfs þíns og ferð að vinna í allt öðru flæði. Tempóið verður öðruvísi. Hausinn hættir að vera alltaf á milljón. Einbeitingin verður betri. Vinnan skilvirkari. Því þegar hugurinn róast, vinnum við betur, vöndum okkur meir og erum yfirvegaðari við hverja ákvarðanatöku. Þá mælir Denning einnig með því að fólk sé duglegra við að taka ekki að sér óþarfa verkefni, þiggja boð sem þeim langar ekkert rosalega að þiggja og muna eftir því að taka sér stuttar pásur yfir daginn. Skilaboð Denning í stuttu máli: Slakaðu aðeins á!
Góðu ráðin Tengdar fréttir Kapphlaupið við tímann í vinnunni Það kannast flestir við kvíðahnútinn sem getur myndast í maganum því við erum að drepast úr stressi í vinnunni. 1. desember 2020 07:01 Að komast á rétt ról (á ný) með tímastjórnun Þótt unnið sé heiman frá þarf að huga að ýmsum atriðum eins og að forðast kulnun, að gera verkefnalista, að hafa stjórn á truflun og fleira. Hér eru nokkur einföld ráð til að ná tökum á tímastjórnun í fjarvinnu. 1. desember 2020 07:01 Fimm ráð fyrir þá sem vilja líta vel út á fjarfundum Það eru nokkur atriði sem fólk ætti að huga að áður en það situr fjarfundi. Til dæmis lýsingin og í hvaða hæð myndavélin á tölvunni er. 20. nóvember 2020 07:01 Ráð fyrir stjórnendur sem vilja vita hvernig starfsfólkinu líður Það getur verið erfið áskorun fyrir stjórnendur að hlusta nægilega vel. Enda eru stjórnendur oft málglaðari einstaklingar en starfsfólk almennt. Að hlusta vel er samt lykilatriði ef stjórnendur vilja fylgjast með líðan og tilfinningum starfsfólks. 13. nóvember 2020 07:00 Góð ráð fyrir þá sem eru ekki „uppáhalds“ hjá yfirmanninum Rannsóknir hafa sýnt að stjórnendur halda oft upp á sumt starfsfólk meira en annað þótt fæstir myndu viðurkenna það ef málin væru rædd. Það getur verið sárt að upplifa annað fólk sem „uppáhalds" hjá yfirmanni. 30. október 2020 08:00 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Kapphlaupið við tímann í vinnunni Það kannast flestir við kvíðahnútinn sem getur myndast í maganum því við erum að drepast úr stressi í vinnunni. 1. desember 2020 07:01
Að komast á rétt ról (á ný) með tímastjórnun Þótt unnið sé heiman frá þarf að huga að ýmsum atriðum eins og að forðast kulnun, að gera verkefnalista, að hafa stjórn á truflun og fleira. Hér eru nokkur einföld ráð til að ná tökum á tímastjórnun í fjarvinnu. 1. desember 2020 07:01
Fimm ráð fyrir þá sem vilja líta vel út á fjarfundum Það eru nokkur atriði sem fólk ætti að huga að áður en það situr fjarfundi. Til dæmis lýsingin og í hvaða hæð myndavélin á tölvunni er. 20. nóvember 2020 07:01
Ráð fyrir stjórnendur sem vilja vita hvernig starfsfólkinu líður Það getur verið erfið áskorun fyrir stjórnendur að hlusta nægilega vel. Enda eru stjórnendur oft málglaðari einstaklingar en starfsfólk almennt. Að hlusta vel er samt lykilatriði ef stjórnendur vilja fylgjast með líðan og tilfinningum starfsfólks. 13. nóvember 2020 07:00
Góð ráð fyrir þá sem eru ekki „uppáhalds“ hjá yfirmanninum Rannsóknir hafa sýnt að stjórnendur halda oft upp á sumt starfsfólk meira en annað þótt fæstir myndu viðurkenna það ef málin væru rædd. Það getur verið sárt að upplifa annað fólk sem „uppáhalds" hjá yfirmanni. 30. október 2020 08:00