Ekkert skyggni á Akureyri en rólegt hjá viðbragðsaðilum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. desember 2020 13:37 Jólakötturinn á Ráðhústorginu er í vetrarbúningi. Vísir/Tryggvi Stíf norðanátt hefur verið á Akureyri undanfarin sólahring eða svo og talsverð snjókoma. Lítið skyggni er innanbæjar en búið er að ryðja helstu leiðir. Lögregla biður fólk um að fresta langferðum ef hægt er en dagurinn hefur verið rólegur hjá lögreglu og björgunarsveitum á svæðinu. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi hér að neðan er veðrið ekkert sérstakt á Akureyri þessa stundina. Gul veðurviðvaranir eru í gildi fyrir allt landið utan þess að appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Suðausturland. Á Norðurlandi eystra hefur verið norðan hvassviðri með snjókomu og skafrenningi það sem af er degi. Lítil skakkaföll hafa þó fylgt þessu veðri en samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu hafa lítil sem engin útköll verið á Norðurlandi frá því í morgun. Lögreglan á Norðurlandi eystra hvetur landsmenn eindregið til þess að vera sem minnst á ferðinni í dag ef mögulegt en þó er búið að opna Öxnadalsheiðina og Vatnskarðið að nýju. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri hefur lögreglan ekki haft mikið að gera í tengslum við veðrið utan þess að aðstoða einstaka ökumenn sem fest hafa bíla sína hér og þar um bæinn. Á vef Akureyrarbæjar eru bæjarbúar hvattir til að hafa jákvæðni og þolinmæði að vopni í dag vegna snjókomunnar. Áhersla sé lögð á það að halda helstu gangstígum, stofnbrautum og tengibrautum opnum. Aðstæður séu hins vegar erfiðar, mikil úrkoma og fok, þannig að færðin geti verið fljót að spillast aftur og sést jafnvel ekki að mokað hafi verið fyrir fáeinum klukkutímum. Reiknað er með að veðrið gangi niður á morgun og þá verður settur kraftur í að hreinsa sem allra mest af bænum fyrir helgina, að því er segir á vef bæjarins. Veður Akureyri Samgöngur Tengdar fréttir Veður með versta móti á Akureyri og ófært víða um land Á Akureyri hefur veðrið verið með versta móti síðan síðdegis í gær og að sögn varðstjóra hjá lögreglunni er þungfært víða í bænum. Verið er að moka aðalleiðir en í íbúagötum er víða ófært. 3. desember 2020 06:45 Hátt í 20 ökumenn í vandræðum á heiðum og fjallvegum Nokkur erill hefur verið hjá björgunarsveitum á landinu í kvöld, sem kallaðar hafa verið út hátt í 20 sinnum til að aðstoða ökumenn í vandræðum. Veður er slæmt í öllum landshlutum og verður áfram næstu daga. 2. desember 2020 22:48 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi hér að neðan er veðrið ekkert sérstakt á Akureyri þessa stundina. Gul veðurviðvaranir eru í gildi fyrir allt landið utan þess að appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Suðausturland. Á Norðurlandi eystra hefur verið norðan hvassviðri með snjókomu og skafrenningi það sem af er degi. Lítil skakkaföll hafa þó fylgt þessu veðri en samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu hafa lítil sem engin útköll verið á Norðurlandi frá því í morgun. Lögreglan á Norðurlandi eystra hvetur landsmenn eindregið til þess að vera sem minnst á ferðinni í dag ef mögulegt en þó er búið að opna Öxnadalsheiðina og Vatnskarðið að nýju. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri hefur lögreglan ekki haft mikið að gera í tengslum við veðrið utan þess að aðstoða einstaka ökumenn sem fest hafa bíla sína hér og þar um bæinn. Á vef Akureyrarbæjar eru bæjarbúar hvattir til að hafa jákvæðni og þolinmæði að vopni í dag vegna snjókomunnar. Áhersla sé lögð á það að halda helstu gangstígum, stofnbrautum og tengibrautum opnum. Aðstæður séu hins vegar erfiðar, mikil úrkoma og fok, þannig að færðin geti verið fljót að spillast aftur og sést jafnvel ekki að mokað hafi verið fyrir fáeinum klukkutímum. Reiknað er með að veðrið gangi niður á morgun og þá verður settur kraftur í að hreinsa sem allra mest af bænum fyrir helgina, að því er segir á vef bæjarins.
Veður Akureyri Samgöngur Tengdar fréttir Veður með versta móti á Akureyri og ófært víða um land Á Akureyri hefur veðrið verið með versta móti síðan síðdegis í gær og að sögn varðstjóra hjá lögreglunni er þungfært víða í bænum. Verið er að moka aðalleiðir en í íbúagötum er víða ófært. 3. desember 2020 06:45 Hátt í 20 ökumenn í vandræðum á heiðum og fjallvegum Nokkur erill hefur verið hjá björgunarsveitum á landinu í kvöld, sem kallaðar hafa verið út hátt í 20 sinnum til að aðstoða ökumenn í vandræðum. Veður er slæmt í öllum landshlutum og verður áfram næstu daga. 2. desember 2020 22:48 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Veður með versta móti á Akureyri og ófært víða um land Á Akureyri hefur veðrið verið með versta móti síðan síðdegis í gær og að sögn varðstjóra hjá lögreglunni er þungfært víða í bænum. Verið er að moka aðalleiðir en í íbúagötum er víða ófært. 3. desember 2020 06:45
Hátt í 20 ökumenn í vandræðum á heiðum og fjallvegum Nokkur erill hefur verið hjá björgunarsveitum á landinu í kvöld, sem kallaðar hafa verið út hátt í 20 sinnum til að aðstoða ökumenn í vandræðum. Veður er slæmt í öllum landshlutum og verður áfram næstu daga. 2. desember 2020 22:48